Útilegu marengsbomba með rjómasúkkulaði rúsínum, ávöxtum og pipp sósu

min_IMG_3454Það eru sennilega til óteljandi útgáfur af þessum vinsæla og syndsamlega góða eftirrétti og það góða við hann (eitt af mörgu) er hvað hann er fljótlegur og einstaklega einfaldur í undirbúningi. Þennan mætti vel gera í tjaldi væri maður vopnaður potti, prímus og góðum písk til að þeyta rjómann. Útkoman er síðan svo hrikalega girnileg og flott að allir halda að maður hafi verið í nokkra klukkutíma að útbúa þessa dýrð þegar sannleikurinn er sá að maður þarf eiginlega ekki neina eldhúslega hæfileika til að geta gert þennan eftirrétt. Getur það orðið eitthvað betra?Það má vel nota hvaða sælgæti og ávexti sem er í réttinn. Ég prófaði nýlega nýju rjómasúkkulaðirúsínurnar frá Nóa siríus og finnst þær alveg tilvaldar í svona fínheit. Mæli með því að þið prófið þær – súkkulaðirúsínur hafa náð nýjum hæðum með tilkomu þeirra! Það er tilvalið að bjóða upp á þennan eftirrétt um verslunarmannahelgina hvort sem þið verðið heima, í bústað, útilegu eða bara hvar sem er. Mælieiningarnar eru ekki mjög nákvæmar í uppskriftinni enda er rétturinn þess eðlis að sköpunargáfan má vel njóta sín – hann verður bara betri fyrir vikið!

min_IMG_3457Útilegu marengsbomba með rjómasúkkulaði rúsínum, ávöxtum og pipp sósu:

  • 1 púðursykursmarengsbotn (ég kaupi tilbúinn botn t.d frá Myllunni)
  • 5 dl rjómi
  • 1 lítil dós vanilluskyr
  • 1 bakki íslensk jarðarber eða önnur ber
  • 1 banani
  • 1 poki rjómasúkkulaði rúsínur (150 gr)
  • 1 plata pipp súkkúlaði með karamellufyllingu (100 gr)

Aðferð: Brjótið marengsbotninn gróft í botninn á skál eða í eldfast mót. Bræðið pipp súkkulaðið í 1 dl af rjóma við vægan hita og kælið. Þeytið 4 dl af rjóma og hrærið vanilluskyrinu saman við. Skerið bananann og berin í litla bita en skiljið nokkur ber eftir til að skreyta með. Hrærið berjunum, banönunum og súkkulaðirúsínunum saman við rjóma blönduna og hellið henni yfir marengsinn. Skreytið með jarðarberjum, nokkrum súkkulaðirúsínum og hellið að lokum pipp sósunni yfir. Berið fram strax eða geymið í kæli í 1 klst.min_IMG_3449

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Útilegu marengsbomba með rjómasúkkulaði rúsínum, ávöxtum og pipp sósu

  1. Bakvísun: Döðluterta með jarðarberjarjóma og súkkulaðikremi | Eldhúsperlur

  2. Bakvísun: Sætur endir og jólakveðja.. | Eldhúsperlur

  3. Bakvísun: Nokkrar sumarlegar uppskriftir | Eldhúsperlur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s