Dásamlegar morgunverðar múffur

min_IMG_3756Það jafnast á við bestu hugleiðslu að vera ein heima á rigningardegi, kveikja á bakarofninum og eldhúskertinu, setja á sig svuntu, hlusta á lágt stillt útvarpið og dunda sér við bakstur. Þvílík kyrrð og ró sem færist yfir heimilið sem fullkomnast svo þegar ilmurinn af nýbökuðu góðgætinu fyllir húsið. Einhverjar notalegustu minningarnar sem ég á úr barnæsku eru frá rigningardögum þegar mamma bakaði. Þá bakaði hún alltaf inni í búri (þvottahúsi inn af eldhúsinu), því þar var hrærivélin, stærðarinnar Kenwood græja sem hafði svo hátt að það var ekki fræðilegur möguleiki að tala saman á meðan hún var í gangi. Loftpressa malar eins og kettlingur í samanburði við þetta tryllitæki. Mamma flýtti sér oft fram í eldhús og lokaði hurðinni inn í búr á meðan vélin hamaðist áfram og hávaðinn eftir því. Vélinni var þó skipt út fyrir mun hljóðlátari KitchenAid græju fyrir þó nokkuð mörgum árum. Talandi um hrærivélar, þá er alls ekki þörf á hrærivél við þennan bakstur. Þetta er eins einfalt og það gerist. Maður þarf meira að segja að passa sig að hræra alls ekki of mikið í svona múffu deigi. Illa hrærðar múffur eru nefnilega góðar múffur.

min_IMG_3752Þessar múffur eru í hollari kantinum, fullar af höfrum, hnetum, berjum og fleira góðgæti, og mætti vel grípa í eina eða tvær stað morgunverðar á annríkum morgni. Svo eru þær líka alveg einstaklega góðar á bragðið!

min_IMG_3741Morgunverðar múffur (12 múffur):

 • 2,5 dl grófmalað spelt eða heilhveiti
 • 2,5 dl grófir hafrar
 • 3 msk chia fræ eða önnur fræ
 • 100 gr valhnetukjarnar gróft muldir
 • 3 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/4 tsk salt
 • 2 bananar, gróft stappaðir
 • 1/2 dl olía
 • 2 dl ab mjólk
 • 2 tsk vanilluextract
 • 1 tsk rifinn sítrónubörkur
 • 1/2 dl hunang
 • 2 dl frosin bláber

min_IMG_3730Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Blandið saman í skál, speltinu, höfrum, chia fræjum, valhnetum, lyftidufti, matarsóda og salti. Í annarri skál blandið saman stöppuðum bönunum, olíu, ab mjólk, vanillu, sítrónuberki og hunangi. Blandið svo þurrefnunum og blautu blöndunni afar gróflega saman með skeið, alls ekki hræra mikið. Blandið bláberjunum varlega saman við og setjið í 12 pappírsklædd múffuform. Bakið í 18-20 mínútur. Geymist í 2-3 daga en má vel frysta og taka út eftir þörfum.min_IMG_3735

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s