Kjúklingur með mozarella og tómötum..

min_IMG_4759… og balsamikediki og vorlauk og ólífum. En þá er það líka upptalið. Svei mér þá hvað þetta var góð og hressandi máltíð eftir hverja stórsteikina á fætur annarri yfir hátíðarnar. Við Heimir vorum sammála um það á nýársdagskvöld þá eftir enn eina veisluna, að við værum sennilega búin að vera samfleytt södd síðan á þorláksmessu. Ég held að það sem geri líka blessaða jólahátíðina svona frábrugðna eðlilegu mataræði (svona fyrir utan reykt og saltað kjöt) sé allur sykurinn. Það er konfekt á hverju horni og eftirréttir verða eðlilegasti hlutur á eftir stórkostlegum veislumáltíðum. Sykurinn má ekki bara finna í eftirréttunum eða á kaffiborðinu heldur líka út á kartöflurnar,  út í sósuna, ofan á hamborgarhrygginn, saman við waldorfssalatið og svo væri lengi hægt að telja.

min_IMG_4761En það sem við áttum yndislega jólahátíð umvafin elskulegu fjölskyldunum okkar, stórsteikum og félögunum sykri og rjóma. Ég tek þó janúar og nýju ári fagnandi. Það er svo margt spennandi á dagskrá hjá okkur á þessu ári, nokkur stórafmæli, útskrift og tvær utanlandsferðir eru nú þegar á dagskrá svo það verður nóg að gera á næstu mánuðum. En að matnum. Kjúklingarétturinn sem ég set inn í dag er alveg einstaklega góður. Ég veit að ég segi oft að matur sé einfaldur og fljótlegur en það er líka af því ég meina það. Og þessi er hvorutveggja og líka ofboðslega bragðgóður, léttur í maga og eitthvað allt annað bragð en af jólamat. Prófið bara!min_IMG_4755

Kjúklingur með mozarella og tómötum:

  • 4 kjúklingabringur eða 8 úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 askja kirsuberjatómatar
  • 5 vorlaukar
  • 2 kúlur ferskur mozarella ostur
  • 1 krukka svartar ólífur
  • 1 dl balsamikedik
  • Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
  • Ólífuolía

Aðferð: Kljúfið kjúklingabringurnar í tvennt ef þið notið þær. Kryddið kjúklinginn vel með salti og pipar og steikið þar til vel brúnaður og nánast eldaður í gegn. Færið kjúklinginn í eldfast mót og leggið sneið af mozarella osti ofan á hvern. Hitið grillið í ofninum. Skerið kirsuberjatómatana í tvennt og saxið vorlaukinn smátt. Setjið tómatana, hvíta hlutann af vorlauknum og ólífurnar á pönnuna og steikið í stutta stund við háan hita. Hellið balsamikedikinu út á pönnuna og leyfið að sjóða aðeins niður í 1-2 mínútur. Hellið yfir kjúklinginn og mozarellaostinn. Setjið undir grillið í u.þ.b 5-7 mínútur eða þar til osturinn verður gullinbrúnn.min_IMG_4749 Stráið restinni af vorlauknum yfir og berið fram t.d með hrísgrjónum eða brauði.min_IMG_4767

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s