Gleðilegt sumar kæru lesendur og takk fyrir samfylgdina í vetur. Ég ákvað í tilefni sumarkomu að taka saman nokkrar uppáhalds uppskriftir sem ég tengi við björt sumarkvöld og hækkandi hitastig. Þó vissulega megi nú elda þetta allt saman líka í harðavetri verður maður nú svona aðeins grill glaðari á sumrin. Ég sæki til dæmis ósjálfrátt í léttari og fljótlegri mat þegar fer að vora því það er vissulega margt skemmtilegra en að standa í eldhúsinu ef veður er gott og allir vilja vera úti. Það þarf þó ekki að vera flókið að elda frá grunni góðan mat heima sem tekur stutta stund. Ég vona að sumarið verði ykkur öllum yndislegt!
Kalt pastasalat er alltaf vinsælt. Fljótgert og svo ljúffengt. Þetta er líka upplagt nesti í lengri eða styttri ferðalög.
Ó þessi lax. Finnst ykkur fiskur ekkert spes? Setjið á hann þessa marineringu og þið skiptið um skoðun. Namm!
Létt og fljótlegt meðlæti – nú eða forréttur, alltaf svo sígilt og gott. Mozarella og tómatar. Ég gæti borðað þetta á hverjum degi.Grillað lambakjöt á teini með papriku og rauðlauk. Allt á teini er gott og sumarlegt. Það er bara þannig.
Þessi satay kjúklingaspjót eru ekki síðri en lambaspjótin. Sumarleg og dásamlega bragðgóð.
Grillaður Halloumi ostur á salatbeði með jarðarberjum og smá chilli. Getur verið meðlæti, smáréttur eða forréttur. Bara gott.Jarðarber í salati eru yndilslega góð. Hérna fá þau að leika sér við rifinn piparost og grænmeti. Frábært og einfalt salat!
Ég mun seint fá leið á þessari himnesku gleðisprengju. Svo einföld er hún að hana mætti útbúa í útilegunum í sumar.Einhverjum finnst ég sennilega fara yfir strikið með grilluðum bönunum svona á sumardaginn fyrsta. En þeir standa alltaf fyrir sínu og minna mig bara á útilegur um hásumar. Þessir eru líka fylltir með After eight súkkulaði…!