• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Archives for maí 2014

Sweet chili kjúklinga enchiladas

maí 22, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_5748Enn einu sinni fær kaldur afgangs kjúklingur yfirhalningu í eldhúsinu. Að þessu sinni umbreyttist kjúllinn í þessar dásamlegu enchiladas með mildri, sætri kókos chili sósu. Þetta er svona ekta föstudags- matarboðsréttur sem allir elska. Einfaldur og sérstaklega bragðgóður. Ég ætla ekkert að hafa fleiri orð um þetta, nema bara hvetja ykkur til að prófa, þessi er allavega á uppáhaldslistanum á mínu heimili!min_IMG_5741

Sweet chili kjúklinga enchiladas:

  • 1 pakki heilveiti tortilla kökur, 8 stk
  • 1 eldaður kjúklingur úrbeinaður og rifinn niður (líka hægt að nota 3 eldaðar kjúklingabringur)
  • 1 dós kókosmjólk
  • 4 – 5 msk sweet chili sósa + meira eftir smekk
  • 1/2 kjúklingateningur eða 1 tsk kjúklingakraftur
  • 1 dós philadelphia light rjómaostur
  • 3 msk sýrður rjómi
  • 5 vorlaukar, smátt saxaðir
  • Góð handfylli ferskt kóríander, saxað smátt
  • Rifinn ostur eftir smekk
  • 2 avocado, skorin í teninga

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður með blæstri, annars 200 gráður. Rífið kjúklingakjötið af beinunum og skerið það frekar smátt. Setjið kókosmjólkina, sweet chilli sósu og kjúklingatening í pott og hitið þar til suðan kemur upp. Leyfið að malla við hægan hita í 1-2 mínútur. Slökkvið undir og setjið til hliðar. Hrærið saman rjómaostinum og sýrða rjómanum (líka gott að skipta rjómaostinum út fyrir Kotasælu). Takið tortillaköku, smyrjið ca. 2 msk af rjómaostablöndunni á kökuna, dreifið 2-3 msk af kjúkling yfir, smá vorlauk og kóríander. Setjið um 1 msk af rifnum osti yfir og smá sweet chilli sósu. min_IMG_5723Rúllið tortillakökunni upp og endurtakið þar til kjúklingurinn og heilhveititortillurnar eru búnar. min_IMG_5729Skiljið smá vorlauk og kóríander eftir til að strá yfir þegar rétturinn er tilbúinn. Leggið rúllurnar í eldfast mót og hellið þá sweet chilli kókosmjólkinni úr pottinum yfir. min_IMG_5731Stráið rifnum osti yfir og bakið í 15 mínútur.min_IMG_5733 Dreifið kóríander, vorlauk, avocado teningum og smá sweet chilli sósu yfir og berið fram.min_IMG_5740

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: bestu kjúklingaréttirnir, chicken enchiladas, Einfaldur kjúklingaréttur, Fljótleg kjúklingauppskrift, Góður kjúklingaréttur, kjúklinga enchiladas, mexíkóskur kjúklingur, sweet chili kjúklingur

Rabarbarapæ með engifer og svörtum pipar

maí 19, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_5714Það er frekar fyndið að setja inn aðra pæ uppskrift sem lítur næstum alveg eins út og síðasta uppskrift sem ég setti inn. En auðvitað allt öðruvísi á bragðið með allt öðru hráefni. Pæ hafa öðlast nýtt líf í eldhúsinu mínu og ég kann afskaplega vel við að útbúa svona ”röstic” (íslenskt orð óskast) pæ, hvort sem þau eru sæt eða matarmeiri. Möguleikarnir að fyllingum eru endalausir og svo þykja mér þau svo falleg, svona ófullkomin, beygluð og krúttleg. Ást mín á rabarbara er svo eitthvað sem þarf varla að ræða. Mér tekst á hverju einasta sumri að snýkja mér rabarbara úr garði góðhjartaðra ættingja eða vina og helst vill ég snýkja hann snemma því hann verður súrari eftir því sem líður á sumarið. Að þessu sinni var það elskuleg kórsystir mín sem var svo hugguleg að leyfa mér að koma í garðinn og fá hluta af dásamlega rabarbaranum hennar. Myndarlegur, eldrauður og flottur, og alls ekki svo súr, fyrsta flokks rabarbari. Takk Ásdís! min_IMG_5713Ég hvet ykkur til að prófa þessa útgáfu af rabarbarapæi, engiferið og svarti piparinn passar einstaklega vel við súrt og sætt bragðið af ávextinum. Maður tekur ekki beint eftir því þegar maður smakkar pæið en það rífur örlítið í og gefur alveg extra sérstakan keim.. Prófið bara.

min_IMG_5699Rabarbarapæ með engifer og svörtum pipar:

  • Botninn:
  • 3 dl spelt, ég notaði fínt og gróft til helminga
  • 1/4 tsk salt
  • 3 msk sykur
  • 100 gr kalt smjör skorið í litla bita
  • 1/2 dl vatn (sett smám saman út í, gæti þurft aðeins meira eða aðeins minna)
  • Fylling:
  • 1 msk smjör
  • 7 dl saxaður rabarbari
  • 1 dl sykur (smakkið rabarbarann, stundum þarf meira og stundum minna)
  • 1/2 tsk engiferduft
  • 1/4 tsk nýmalaður svartur pipar
  • 3 tsk maíssterkja eða kartöflumjöl
  • 1 egg
  • 1 msk grófur demerara sykur/hrásykur

min_IMG_5700Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður og gerið botninn. Myljið smjörið saman við mjölið, sykurinn og saltið með fingrunum þar til frekar vel blandað saman og smjörið komið í litla bita, á stærð við poppbaunir. Bætið vatninu smám saman út í eftir þörfum og vinnið saman með höndunum þar til deigið loðir saman og er ekki of blautt. (Athugið að nota alls ekki allt vatnið ef deigið er komið saman). Hnoðið deigið létt saman með höndunum. Setjið deigið á smjörpappír og leggið aðra smjörpappírsörk ofan á. Fletjið út með kökukefli þar til laglegur um það bil hringur hefur myndast og fyllir nánast út í bökunarplötu. Fjarlægið efri smjörpappírsörkina af útflöttu deiginu og leggið deigið á smjörpappírnum á bökunarplötu. Geymið á meðan fyllingin er útbúin.

Bræðið smjör á pönnu við meðalhita. Bætið rabarbara, sykri, engifer, pipar og maíssterkju út á pönnuna og látið malla í 5 mínútur á meðalhita eða þar til sykurinn leysist upp og vökvinn sem kemur af rabarbaranum þykknar aðeins. Hellið rabarbara blöndunni á miðjuna á deiginu og dreifið aðeins úr en gætið þess að skilja eftir smá kant. Flettið köntunum á deiginu upp á fyllinguna og athugið að þetta á ekki að vera fullkomið. Penslið kantana með eggi og stráið hrásykrinum yfir kantana og rabarbarann. Bakið neðarlega í ofni í 20-25 mínútur. Leyfið að kólna í 10-15 mínútur áður en pæið er skorið. Berið fram volgt með góðum vanilluís.min_IMG_5712

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: góður eftirréttur, hugmyndir að eftirréttum, pæ, Rabarbarakaka, rabarbarapæ, rabarbari uppskriftir, rabbarbarakaka, Rabbarbari uppskriftir

Kjúklingabaka með parmesan og púrrulauk

maí 13, 2014 by helenagunnarsd 1 Comment

Ég hef eytt undanförnum dögum í Stokkhólmi þar sem ég átti alveg frábæran tíma með yndislegum vinkonum og goðinu til margra ára, Justin nokkrum, Timberlake. Fullkomin helgi í alla staði sem saman stóð af eintómri gleði, dekri, huggulegheitum og fyndnum uppákomum. Hápunktur helgarinnar var án efa á laugardagskvöldið þegar langþráður draumur okkar vinkvenna um að bera meistara JT augum, varð að veruleika.IMG_5684 IMG_5666IMG_5693Tónleikarnir voru ólýsanlega flottir og stóðust fyllilega væntingar mínar og gott betur. Svo náði ég meira að segja ansi ágætum myndum. Ef einhver hefur einhverntímann efast um Justin ætti sá hinn sami að skella sér á tónleika og borða hattinn sinn á eftir. Ég get svo ekki beðið eftir að fara á ögn smærri JT tónleika í sveitinni minni í ágúst og fá að sjá þetta snilldar show aftur. Er jafnvel að hugsa um að bjóða honum í grill á pallinum hjá okkur á undan tónleikunum.. eða jafnvel á eftir. Þið látið það bara berast ef hann er laus..min_IMG_5523En nóg um Justin í bili og að bökunni. Þessi baka er bæði fljótleg og einföld og hana ættu allir að geta gert. Galdurinn við bökur eins og þessa er að nota það sem hendi er næst. Týna afganga úr ísskápnum af kjöti eða grænmeti, eða hvorutveggja og raða í hana því sem manni þykir sjálfum best. Ég kaupi iðulega tvo heila kjúklinga einu sinni í viku, elda þá báða, hef annan í matinn en geymi hinn fyrir nesti, salöt, súpur, kvöldmat og hvaðeina fyrir næstu daga á eftir. Það góða við bökuna er að hún þarf ekki að vera fullkomin heldur er aðferðin svolítið bara eins og að baka pizzu með mikilli fyllingu og lokuðum kanti en deigið er stökkt og gott eins og bökudeig á að vera. Prófið bara!min_IMG_5522

Kjúklingabaka með osti og púrrulauk (fyrir 3-4 fullorðna):

  • 2,5 dl grófmalað spelt
  • 4 msk ólífuolía
  • 1/2-1 dl heitt vatn (setjið smám saman út í)
  • 2 msk dijon sinnep
  • 3 msk sýrður rjómi
  • 2 eldaðar kjúklingabringur eða annað eldað kjúklingakjöt, rifið niður eða smátt skorið
  • 1/2 – 1 púrrulaukur, smátt saxaðaður
  • 1 góð handfylli af söxuðu íslensku grænkáli, líka hægt að nota saxað spínat
  • 3 msk kotasæla
  • 2 egg
  • 1 dl rifinn parmesan og 1 dl rifinn mozarella eða annar mildur ostur
  • Sjávarsalt og nýmalaður pipar

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður með blæstri, annars 200 gráður. Blandið saman, með sleif eða venjulegri skeið, í skál, spelti og ólífuolíu, bætið heitu vatni þar til þið eruð komin með deig sem loðir saman og er ekki of blautt. Hellið deiginu á hveitistráð borð og hnoðið aðeins saman með höndunum. Fletjið deigið út þar til það fyllir nánast út í ofnplötu og er um það bil hringlaga (þarf ekki að vera fullkomið muniði!). Leggið deigið á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Dreifið úr dijon sinnepinu og sýrða rjómanum á botninn en skiljið ca. 3 cm kant eftir. Dreifið kjúklingnum yfir ásamt púrrulauknum og helmingnum af grænkálinu eða spínatinu. Leggið kantana á bökudeiginu upp á fyllinguna eins og þið sjáið á myndunum. Hrærið saman kotasælu, eggjum og rifnum osti, kryddið með salti og pipar og hellið yfir fyllinguna, stráið restinni af grænkálinu eða spínatinu yfir. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til baka er tilbúin og osturinn gullinbrúnn. Berið fram t.d með góðu salati og sýrðum rjóma.min_IMG_5535

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: böku uppskriftir, bökudeig, bökur, Bröns, brunch hugmyndir, Einfaldur kjúklingur, Góðir kjúklingaréttir, Góður kjúklingaréttur, kjúklinga uppskriftir, Kjúklingabaka, Kjúklingaréttur, matarmiklar bökur

Sumarleg berjabaka

maí 2, 2014 by helenagunnarsd 3 Comments

min_IMG_5518Ég á ennþá aðalbláber í frystinum síðan í haust, dásamlegur fylgifiskur þess að vera gift inn í eina mestu bláberjafjölskyldu Íslands þar sem fólk týnir ber af fagmennsku og kann svo vel að meta þessa ljúffengu og hollu ókeypis afurð sem náttúran gefur okkur. Ég viðurkenni það þó fúslega að berjatýnsla hefur hingað til ekki verið mín sterkasta hlið, gengur aðeins of hægt fyrir minn smekk. Þetta er samt að lagast aðeins með árunum, ég gat alveg týnt svona tvo lítra í fyrra, alveg sjálf. Ég er voða sparsöm á þessi ber og líður eins og ég liggi á gulli, tými þeim alls ekki í hvað sem er, sem er sennilega vitleysa. En jæja bláberin (aðal) voru sumsé í frystinum og ég ákvað að reyna að vera svolítið húsmóðurleg í mér og baka eitthvað með 1. maí kaffinu og mikið var yndislegt að gæða sér á nýbakaðri berjabökunni í sólinni á pallinum. Það er alveg hægt að borða hana svona eins og hún kemur fyrir en þeyttur rjómi eða vanilluís gerir auðvitað gott enn betra. Mér finnst mjög gott að nota pálmasykur í bakstur, hann gefur gott karamellubragð, er dálítið dökkur og fer aðeins betur með blóðsykurinn en hvítur sykur. Ég fæ pálmasykurinn í Bónus hjá Sollu vörunum, ef þið viljið ekki nota hann er vel hægt að nota venjulegan sykur eða hrásykur, í sama magni.

min_IMG_5504Sumarleg berjabaka (bollamálið mitt er 2.5 dl):

  • 4 bollar frosin bláber
  • 2 bollar jarðarber, skorin í fjóra hluta
  • 2 msk maíssterkja eða kartöflumjöl
  • 4 msk pálmasykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • Í deigið ofan á:
  • 3 egg
  • 2 dl pálmasykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 120 gr smjör, brætt
  • 3 msk sýrður rjómi
  • 1 bolli fínmalað spelt eða hveiti
  • 1/4 tsk salt
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 msk kanilsykur

min_IMG_5465Aðferð: Hitið ofn í 160 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Smyrjið eldfast mót eða pæform. Blandið bláberjunum, jarðarberjunum, maíssterkjunni, pálmasykrinum og vanillu saman í skál þannig að sterkjan og sykurinn þekji berin vel. min_IMG_5468Helllið blöndunni því næst í formið.min_IMG_5471Bræðið smjörið og leyfið því að kólna aðeins. min_IMG_5474Þeytið egg og sykur þar til ljóst og létt. Bætið vanillu, smjöri, sýrðum rjóma, spelti, lyftidufti og salti saman við og blandið vel saman. min_IMG_5479Hellið deiginu yfir berin og dreifið aðeins úr því. min_IMG_5481Stráið einni matskeið af kanilsykri yfir að lokum og bakið í 40-45 mínútur. (Ef berin sem þið notið eru ekki frosin er nóg að baka í um 30-35 mínútur).min_IMG_5484Berið bökuna fram heita eða volga, gjarnan með vanilluís eða rjóma.min_IMG_5502

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Aðalbláber uppskrift, Baka úr berjum, Baka úr bláberjum, Berjabaka, Berjapæ, Bláber uppskriftir, Bláberjapæ, Jarðarberjapæ

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme