Sumarleg berjabaka

min_IMG_5518Ég á ennþá aðalbláber í frystinum síðan í haust, dásamlegur fylgifiskur þess að vera gift inn í eina mestu bláberjafjölskyldu Íslands þar sem fólk týnir ber af fagmennsku og kann svo vel að meta þessa ljúffengu og hollu ókeypis afurð sem náttúran gefur okkur. Ég viðurkenni það þó fúslega að berjatýnsla hefur hingað til ekki verið mín sterkasta hlið, gengur aðeins of hægt fyrir minn smekk. Þetta er samt að lagast aðeins með árunum, ég gat alveg týnt svona tvo lítra í fyrra, alveg sjálf. Ég er voða sparsöm á þessi ber og líður eins og ég liggi á gulli, tými þeim alls ekki í hvað sem er, sem er sennilega vitleysa. En jæja bláberin (aðal) voru sumsé í frystinum og ég ákvað að reyna að vera svolítið húsmóðurleg í mér og baka eitthvað með 1. maí kaffinu og mikið var yndislegt að gæða sér á nýbakaðri berjabökunni í sólinni á pallinum. Það er alveg hægt að borða hana svona eins og hún kemur fyrir en þeyttur rjómi eða vanilluís gerir auðvitað gott enn betra. Mér finnst mjög gott að nota pálmasykur í bakstur, hann gefur gott karamellubragð, er dálítið dökkur og fer aðeins betur með blóðsykurinn en hvítur sykur. Ég fæ pálmasykurinn í Bónus hjá Sollu vörunum, ef þið viljið ekki nota hann er vel hægt að nota venjulegan sykur eða hrásykur, í sama magni.

min_IMG_5504Sumarleg berjabaka (bollamálið mitt er 2.5 dl):

 • 4 bollar frosin bláber
 • 2 bollar jarðarber, skorin í fjóra hluta
 • 2 msk maíssterkja eða kartöflumjöl
 • 4 msk pálmasykur
 • 1 tsk vanilluextract
 • Í deigið ofan á:
 • 3 egg
 • 2 dl pálmasykur
 • 1 tsk vanilluextract
 • 120 gr smjör, brætt
 • 3 msk sýrður rjómi
 • 1 bolli fínmalað spelt eða hveiti
 • 1/4 tsk salt
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 msk kanilsykur

min_IMG_5465Aðferð: Hitið ofn í 160 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Smyrjið eldfast mót eða pæform. Blandið bláberjunum, jarðarberjunum, maíssterkjunni, pálmasykrinum og vanillu saman í skál þannig að sterkjan og sykurinn þekji berin vel. min_IMG_5468Helllið blöndunni því næst í formið.min_IMG_5471Bræðið smjörið og leyfið því að kólna aðeins. min_IMG_5474Þeytið egg og sykur þar til ljóst og létt. Bætið vanillu, smjöri, sýrðum rjóma, spelti, lyftidufti og salti saman við og blandið vel saman. min_IMG_5479Hellið deiginu yfir berin og dreifið aðeins úr því. min_IMG_5481Stráið einni matskeið af kanilsykri yfir að lokum og bakið í 40-45 mínútur. (Ef berin sem þið notið eru ekki frosin er nóg að baka í um 30-35 mínútur).min_IMG_5484Berið bökuna fram heita eða volga, gjarnan með vanilluís eða rjóma.min_IMG_5502

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Sumarleg berjabaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s