Grillborgarar með fetaostafyllingu

min_IMG_5860Þá liggja Danir í því. Eldavélin mín, elsku spanhelluborðið mitt sem ég hef stólað á síðustu árin er bilað. Svo mikið bilað að varahluturinn í það er ekki einu sinni til á landinu og verður ekki næsta hálfa mánuðinn. Þangað til er ég eldavélarlaus. Það verður því allt annað hvort ofnbakað eða grillað hér á bæ á næstu vikum og hugmyndafluginu leyft að njóta sín. Vissuð þið til dæmis að það er hægt að sjóða egg í hraðsuðukatli? Nei, hélt ekki. Neyðin kennir naktri konu að spinna! Sem betur fer nota ég bakarofninn mikið til eldunar og grillið nær varla að kólna svona yfir sumartímann svo þetta reddast nú allt saman.

Þessir grilluðu hamborgarar urðu einmitt fyrir valinu fyrir nokkru, enn einn grilldaginn á heimilinu. Ég geri mér oft ferð í Kjöthöllina til að verða mér úti um gæða ungnautahakk. Hakkið þar kallast lúxus nautahakk, inniheldur 100% gæða ungnautakjöt og er fituprósentan í hakkinu aðeins um 2-3%. Þetta er kjörið hamborgarakjöt, helst vel saman, frábært á grillið og dúnmjúkt. Mér finnst upplagt að kaupa aðeins aukalega til að henda í frystinn og grípa í þegar næsta hamborgarapartý stendur til. Og nei, þetta er sannarlega ekki auglýsing heldur einfaldlega það sem mér þykir gott. Þessir borgarar voru sannarlega með þeim betri sem við höfum grillað, frábært bragð af kjötinu og fetaosturinn gerði alveg útslagið. min_IMG_5849

Grillborgarar með fetaostafyllingu (fyrir fjóra borgara):

  • 500 gr hreint ungnautahakk
  • 2 tsk worchestersósa
  • 4 msk fetaostur í vatni eða fetakubbur
  • Sjávarsalt, nýmalaður pipar og ólífuolía

Page_1Aðferð: Blandið worchestersósunni saman við nautahakkið. Skiptið kjötinu jafnt í fjóra hluta. Takið hvern hluta og skiptið honum í tvennt. Fletjið hlutana út með fingrunum þannig að úr verði átta frekar þunnir borgarar. Myljið 1 msk af fetaosti í miðjuna á fjórum borgunum. Leggið þá hinn helminginn af kjötinu yfir og pressið saman með fingrunum og gætið að kantarnir festist vel saman svo osturinn leki ekki út. min_IMG_5841Penslið borgarana með ólífuolíu og kryddið vel með salti og pipar. min_IMG_5850Grillið á vel heitu grilli í u.þ.b fimm mínútur á hvorri hlið. min_IMG_5844Berið fram með því grænmeti og sósum sem ykkur þykir best. Létt jógúrtsósa passar einkar vel við borgarann að mínu mati ásamt rauðlauk, lárperu, vel þroskuðum tómötum og lambhagasalati. min_IMG_5857

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s