• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Hveitilaus frönsk súkkulaðikaka

ágúst 22, 2015 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_7599 (1)Ég gat eiginlega ekki fundið nógu góðan titil á þessa uppskrift. Hveitilaus súkkulaðikaka gerir þessari himnesku súkkulaðiköku bara ekki nægilega góð skil. Ég hef nokkrum sinnum gert kökuna og aðlagað hana örltíið gegnum tíðina en uppskriftin kemur upphaflega frá Nigellu. Ég treysti henni alltaf þegar kemur að súkkulaði, samanber þessa uppskrift. Kakan er mjög blaut, en líka létt í sér, næstum því eins og bökuð súkkulaðimús, enda kallar Nigella kökuna ”Chocolate cloud cake”. Hún lyftir sér vel en fellur svo í miðjunni þegar hún kólnar. Miðjan er því upplögð til að fylla af einhverju góðgæti. Mér finnst fallegt að setja ber í miðjuna, en stundum þegar berin eru ekki upp á sitt besta er upplagt að léttþeyta rjóma og setja ofan á miðja kökuna, dusta svo smá kakódufti yfir eins og Nigella gerir.

min_IMG_7616Hveitilaus súkkulaðikaka:

  • 250 gr 56% súkkulaði
  • 125 gr smjör
  • 1 tsk vanilluextract
  • 1/4 tsk salt
  • 2 dl sykur (skipt í tvennt)
  • 6 egg (2 heil, 4 eggjarauður og hvítur aðskilið)

Aðfðerð: Hitið ofn í 180 gráður (160 með blæstri). Bræðið smjörið og súkkulaðið við vægan hita. Takið af hitanum þegar bráðnað og bætið salti og vanillu saman við, leyfið að rjúka. Setjið tvö heil egg og fjórar eggjarauður í skál ásamt 1 dl af sykri og þeytið vel saman. Þeytið eggjahvíturnar ásamt 1 dl af sykri í annarri skál þar til stífþeyttar. Hellið brædda súkkulaðinu saman við eggjarauðublönduna og hrærið vel saman við. Bætið svo eggjahvítunum varlega saman við og hrærið hægt og rólega út í með sleif eða sleikju.

Hellið deiginum í ósmurt 24cm lausbotna smelluform og bakið í 35-40 mínútur. Kælið í a.m.k 1 klst áður en þið fjarlægið hringinn varlega af smelluforminu. Gott er að renna hníf meðfram hliðunum á forminu til að losa kökuna frá hliðunum. Toppurinn á kökunni á að vera svolítið sprunginn og skemmtilegur.min_IMG_7593

*ATH. Ég ber kökuna fram á botnum úr smelluforminu. Kakan er of laus í sér í viðkvæm til að hægt sé að hvolfa henni og fjarlægja botninn.

*ATH. Einnig er hægt að baka kökuna í eldföstu móti og bera fram heita eða volga með rjóma og/eða ís.min_IMG_7598

Filed Under: Eldhúsperlur

Previous Post: « Grænkáls snakk
Next Post: Pavlova með mokkarjóma og daimkurli »

Reader Interactions

Trackbacks

  1. FRÖNSK SÚKKULAÐITERTA – ELDAÐ OG BAKAÐ GLÚTENLAUST skrifar:
    mars 12, 2017 kl. 14:24

    […] Þessi uppskrift er héðan //eldhusperlur.com/2015/08/22/hveitilaus-fronsk-sukkuladikaka/ […]

    Svara

Skildu eftir svar við FRÖNSK SÚKKULAÐITERTA – ELDAÐ OG BAKAÐ GLÚTENLAUST Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme