• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Ostakex með sesamfræjum

september 29, 2015 by helenagunnarsd 2 Comments

min_IMG_7725Ég var sannarlega ekki að finna upp hjólið með þessu hrökkbrauði – því er nú ver og miður vegna þess að það er einstaklega gott. Hafandi prófað um það bil 137 útgáfur af svona hrökkbrauði er þetta mín útgáfa og sú sem ég geri oftast. Einfalt og alveg sjúklega gott. Það er valfrjálst að setja ost ofan á, ef þið eruð sælkerar skulið þið samt gera það. Ég geri það ekki alltaf, en ef ég á til góðan bragðmikinn ost eins og parmesan, grana padano, gruyére eða aðra snilld nota ég það óhikað. Þið getið svo bara notað þau fræ sem ykkur þykja góð eða þau sem þið eigið inni í skáp.

min_IMG_7732Ostakex með sesamfræjum:

  • 2 dl spelt (fínt eða gróft eða bæði)
  • 1 ½ dl sesamfræ
  • ½ dl sólblómafræ
  • ½ dl chiafræ
  • 1 tsk sjávarsalt
  • ½ dl ólífuolía
  • 1-1 ½ dl heitt vatn
  • 2 dl rifinn parmesan eða annar bragðmikill ostur

Aðferð: Hitið ofn í 200 gráður. Öllu nema ostinum blandað vel saman í skál, ég nota bara venjulega matskeið við blöndunina. Setjið vatnið smám saman út í blönduna, þið þurfið e.t.v. ekki að nota það allt. Deigið á að vera eins og frekar þykkt og blautt brauðdeig. Takið eina örk af bökunarpappír (á stærð við bökunarplötu) og leggið á borð, setjið deigið á pappírinn og leggið aðra bökunarpappírsörk ofan á. Fletjið út með kökukefli þangað til deigið fyllir næstum út í bökunarpappírsörkina. Fjarlægið efri bökunarpappírinn, stráið ostinum yfir og skerið för í deigið t.d. með pizzahníf í þá stærð sem þið vijið hafa kexið. Leggið á bökunarplötu og bakið í 15 mínútur eða þar til gullinbrúnt.

Filed Under: Eldhúsperlur

Previous Post: « Pavlova með mokkarjóma og daimkurli
Next Post: Quinoa skál með bökuðu grænmeti og hnetusósu »

Reader Interactions

Comments

  1. Eygló Ingadóttir

    maí 9, 2021 at 10:37

    Er hægt að geyma þetta kex í nokkrar vikur, t.d. í frysti?

    Svara
    • helenagunnarsd

      júní 21, 2021 at 10:40

      Ég hef ekki prófað að frysta það en það geymist amk vel í 2 vikur í lokuðu íláti. Get alveg ímyndað mér að það virki ágætlega að frysta það í vel lokuðum umbúðum.

      Svara

Skildu eftir svar við helenagunnarsd Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme