• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

breskar skonsur

Laufléttar skonsur með osti og graslauk

júlí 19, 2013 by helenagunnarsd 2 Comments

min_IMG_3410Þá er enn ein vikan liðin og helgi framundan. Verandi í hálfu sumarfríi eins og ég talaði um síðast, þá sé ég nú ekki mikinn mun á helgum og virkum dögum þessa dagana. Engu að síður er alltaf gaman að gera eitthvað sérstakt um helgar. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að bjóða fólki í bröns, nú eða vera boðin í bröns. Mér finnst alveg frábært að hóa fólki saman undir hádegi á frídögum, byrja daginn snemma, malla eitthvað auðvelt í eldhúsinu og eiga svo allan daginn eftir. Það verður eitthvað svo mikið úr svoleiðis dögum. Fyrir utan það hversu dásamlega ljúffengan mat hægt er að bera fram í svoleiðis matarboðum. Þessar skonsur til dæmis er upplagt að bera fram með áleggi á brönshlaðborði og maður minn, hvað þær eru góðar! Galdurinn við svona skonsur er að meðhöndla deigið eins lítið og maður mögulega getur. Bara rétt koma því saman og passa að smjörið sé ennþá í litlum bitum en ekki alveg samlagað hveitinu. Með þessu móti verða skonsurnar léttar og bráðna í munni. min_IMG_3401

Skonsur með osti og graslauk:

  • 5 dl hveiti eða fínmalað spelt
  • 1 msk vínsteinslyftiduft (eða venjulegt)
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk nýmalaður pipar
  • 125 gr kalt smjör, skorið í teninga
  • 3 dl rifinn bragðmikill ostur (Ég notaði Óðals ost og Maríbó til helminga, væri líka hægt að nota t.d cheddar ost)
  • 1/2 – 1 dl fínt saxaður graslaukur
  • 2 dl súrmjólk eða ab mjólk + 2 msk rjómi eða mjólk
  • 1 stórt egg + 1 egg til að pensla með

Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri, annars 190 gráður. Rífið ostinn niður á grófu rifjárni, saxið graslaukinn smátt og skerið smjörið í teninga. min_IMG_3377Hrærið saman hveitið, lyftiduftið, matarsódann, salt og pipar. Setjið í hrærivélaskál og blandið köldu smjörinu saman við með hræraranum (K-inu) þar til smjörið hefur mulist aðeins saman við hveitið en er enn í bitum á stærð við baunir. Þetta má líka gera með höndunum, bara passa að bræða ekki smjörið með heitum höndum. Hellið ostinum og graslauknum út í og blandið létt saman. Hrærið saman, eggið,  ab mjólkina og rjómann og hellið saman við deigið. Hrærið þessu saman á hægum hraða í stutta stund þar til þetta er nokkurn veginn komið saman. Page_1Hellið deiginu á borð ýtið deiginu (ekki hnoða) saman þar til það er nokkuð slétt. Fletjið út í ca. 1,5 cm þykkt og stingið út hringi eða skerið með hníf. Ég fékk 12 skonsur úr þessari uppskrift. Raðið skonsunum á bökunarplötu og penslið með eggi.min_IMG_3391Bakið í 17-20 mínútur. min_IMG_3392min_IMG_3420

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bakaðar skonsur, breskar skonsur, Bröns uppskriftir, Scones, Skonsur, Skonsur með osti og graslauk

Enskar spariskonsur

nóvember 29, 2012 by helenagunnarsd 9 Comments

Aðventuskreytingin tilbúin og þar sem fyrsta aðventuhelgin er nú framundan væri alveg upplagt að bjóða nokkrum vel völdum gestum í morgunmat eða bröns og baka þessar ljúffengu skonsur (sem eru einmitt stjarna síðunnar hérna fyrir ofan). Ég hafði ekki mikla trú á svona skonsum áður en ég prófaði þessar. Mundi bara eftir þessum sem maður getur keypt í bakaríi og finnst þær alltaf frekar þurrar og óspennandi. En þessar skonsur eru í miklu uppáhaldi á mínu heimili,  einstaklega sparilegar, léttar í sér og bráðna í munni.

Það er upplagt að baka þær á ljúfum sunnudagsmorgni og bjóða nokkrum gestum í bröns, þær eru líka sérlega vel til þess fallnar að baka á hátíðisdögum og bera fram til dæmis á jóladagsmorgni með heitu súkkulaði. Mér finnst best að borða þær með smjöri og góðri sultu eða ekta ensku ,,Lemon Curd‘‘ sem ég fæ í Pipar og Salt á Klapparstígnum.

Það er mjög gott að nota þurrkuðu trönuberin, þau gera þær alveg einstaklega góðar og jólalegar. Þau eru nú farin að fást í flestum matvöruverslunum og ég hef keypt þau bæði í Bónus og Nettó.

Enskar spariskonsur með trönuberjum – Breytt uppskrift frá Ina Garten 

  • 5 dl fínmalað spelt eða hveiti
  • 1 msk  vínsteinslyftiduft (það má alveg nota venjulegt en mér finnst vínsteins betra)
  • 1 msk hrásykur
  • ½ tsk salt
  • 150 gr kalt smjör skorið í litla teninga (ég nota alltaf venjulegt smjör, ekki ósaltað og aldrei smjörlíki)
  • 2 egg, hrærð létt saman
  • 1,5 dl rjómi
  • 2 dl þurrkuð trönuber og 1 msk hveiti – blandað saman (hér má líka nota rúsínur eða sleppa bara)
  • 1 egg pískað

Ofn hitaður í 200 gráður eða 180 gráður með blæstri.

Öllum þurrefnum blandað sama í hrærivélaskál, smjörinu síðan blandað saman við og hrært með K-hræraranum (ekki þeytaranum) þar til smjörið er komið gróflega saman við hveitið, smjörbitarnir í deiginu eiga að vera á stærð við baunir eða krónupeninga. Alls ekki að hrærast alveg saman við hveitið eins og þið væruð að fara að gera hnoðað deig. Það eru einmitt smjörbitarnir sem gera skonsurnar léttar og góðar!

Þá er eggjunum og rjómanum bætt við ásamt trönuberjunum með hveitinu. Þessu er létt blandað saman, ekki hæra lengi heldur bara þar til maður hættir að sjá hveitið í deiginu. Þá er þessu sturtað á hveitistráð borð, athugið að deigið er frekar blautt. Þetta er létt hnoðað og deigið flatt út um það bil 2,5 cm þykkt. Ég nota ekki kökukefli, vel hægt að nota bara hendurnar og ýta deiginu til og frá. Svo sting ég út hringi sem eru um 6-7 cm í þvermál. Það má líka skera deigið í ferninga eða þríhyrninga með hníf. Skonsurnar eru svo penslaðar með eggi og bakaðar frekar neðarlega í ofni í um það bil 18 mínútur.

Athugið að ef ekki er notuð hrærivél má einfaldlega mylja smjörið samanvið þurrefnin með fingrunum og blanda eggjunum og rjómanum samanvið með sleif. Það er ekkert mál.

Prófið þær.. í alvöru, þær eru æði!

Filed Under: Uncategorized Tagged With: breskar skonsur, brunch uppskriftir, góðar skonsur, Skonsur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme