Laufléttar skonsur með osti og graslauk

min_IMG_3410Þá er enn ein vikan liðin og helgi framundan. Verandi í hálfu sumarfríi eins og ég talaði um síðast, þá sé ég nú ekki mikinn mun á helgum og virkum dögum þessa dagana. Engu að síður er alltaf gaman að gera eitthvað sérstakt um helgar. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að bjóða fólki í bröns, nú eða vera boðin í bröns. Mér finnst alveg frábært að hóa fólki saman undir hádegi á frídögum, byrja daginn snemma, malla eitthvað auðvelt í eldhúsinu og eiga svo allan daginn eftir. Það verður eitthvað svo mikið úr svoleiðis dögum. Fyrir utan það hversu dásamlega ljúffengan mat hægt er að bera fram í svoleiðis matarboðum. Þessar skonsur til dæmis er upplagt að bera fram með áleggi á brönshlaðborði og maður minn, hvað þær eru góðar! Galdurinn við svona skonsur er að meðhöndla deigið eins lítið og maður mögulega getur. Bara rétt koma því saman og passa að smjörið sé ennþá í litlum bitum en ekki alveg samlagað hveitinu. Með þessu móti verða skonsurnar léttar og bráðna í munni. min_IMG_3401

Skonsur með osti og graslauk:

 • 5 dl hveiti eða fínmalað spelt
 • 1 msk vínsteinslyftiduft (eða venjulegt)
 • 1 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk nýmalaður pipar
 • 125 gr kalt smjör, skorið í teninga
 • 3 dl rifinn bragðmikill ostur (Ég notaði Óðals ost og Maríbó til helminga, væri líka hægt að nota t.d cheddar ost)
 • 1/2 – 1 dl fínt saxaður graslaukur
 • 2 dl súrmjólk eða ab mjólk + 2 msk rjómi eða mjólk
 • 1 stórt egg + 1 egg til að pensla með

Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri, annars 190 gráður. Rífið ostinn niður á grófu rifjárni, saxið graslaukinn smátt og skerið smjörið í teninga. min_IMG_3377Hrærið saman hveitið, lyftiduftið, matarsódann, salt og pipar. Setjið í hrærivélaskál og blandið köldu smjörinu saman við með hræraranum (K-inu) þar til smjörið hefur mulist aðeins saman við hveitið en er enn í bitum á stærð við baunir. Þetta má líka gera með höndunum, bara passa að bræða ekki smjörið með heitum höndum. Hellið ostinum og graslauknum út í og blandið létt saman. Hrærið saman, eggið,  ab mjólkina og rjómann og hellið saman við deigið. Hrærið þessu saman á hægum hraða í stutta stund þar til þetta er nokkurn veginn komið saman. Page_1Hellið deiginu á borð ýtið deiginu (ekki hnoða) saman þar til það er nokkuð slétt. Fletjið út í ca. 1,5 cm þykkt og stingið út hringi eða skerið með hníf. Ég fékk 12 skonsur úr þessari uppskrift. Raðið skonsunum á bökunarplötu og penslið með eggi.min_IMG_3391Bakið í 17-20 mínútur. min_IMG_3392min_IMG_3420

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Laufléttar skonsur með osti og graslauk

 1. Bakvísun: Grilluð bruschetta caprese og eggja-beikon bollar | Eldhúsperlur

 2. Bakvísun: Bröns? – Bestu uppskriftirnar.. | Eldhúsperlur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s