• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Bröns

Kjúklingabaka með parmesan og púrrulauk

maí 13, 2014 by helenagunnarsd 1 Comment

Ég hef eytt undanförnum dögum í Stokkhólmi þar sem ég átti alveg frábæran tíma með yndislegum vinkonum og goðinu til margra ára, Justin nokkrum, Timberlake. Fullkomin helgi í alla staði sem saman stóð af eintómri gleði, dekri, huggulegheitum og fyndnum uppákomum. Hápunktur helgarinnar var án efa á laugardagskvöldið þegar langþráður draumur okkar vinkvenna um að bera meistara JT augum, varð að veruleika.IMG_5684 IMG_5666IMG_5693Tónleikarnir voru ólýsanlega flottir og stóðust fyllilega væntingar mínar og gott betur. Svo náði ég meira að segja ansi ágætum myndum. Ef einhver hefur einhverntímann efast um Justin ætti sá hinn sami að skella sér á tónleika og borða hattinn sinn á eftir. Ég get svo ekki beðið eftir að fara á ögn smærri JT tónleika í sveitinni minni í ágúst og fá að sjá þetta snilldar show aftur. Er jafnvel að hugsa um að bjóða honum í grill á pallinum hjá okkur á undan tónleikunum.. eða jafnvel á eftir. Þið látið það bara berast ef hann er laus..min_IMG_5523En nóg um Justin í bili og að bökunni. Þessi baka er bæði fljótleg og einföld og hana ættu allir að geta gert. Galdurinn við bökur eins og þessa er að nota það sem hendi er næst. Týna afganga úr ísskápnum af kjöti eða grænmeti, eða hvorutveggja og raða í hana því sem manni þykir sjálfum best. Ég kaupi iðulega tvo heila kjúklinga einu sinni í viku, elda þá báða, hef annan í matinn en geymi hinn fyrir nesti, salöt, súpur, kvöldmat og hvaðeina fyrir næstu daga á eftir. Það góða við bökuna er að hún þarf ekki að vera fullkomin heldur er aðferðin svolítið bara eins og að baka pizzu með mikilli fyllingu og lokuðum kanti en deigið er stökkt og gott eins og bökudeig á að vera. Prófið bara!min_IMG_5522

Kjúklingabaka með osti og púrrulauk (fyrir 3-4 fullorðna):

  • 2,5 dl grófmalað spelt
  • 4 msk ólífuolía
  • 1/2-1 dl heitt vatn (setjið smám saman út í)
  • 2 msk dijon sinnep
  • 3 msk sýrður rjómi
  • 2 eldaðar kjúklingabringur eða annað eldað kjúklingakjöt, rifið niður eða smátt skorið
  • 1/2 – 1 púrrulaukur, smátt saxaðaður
  • 1 góð handfylli af söxuðu íslensku grænkáli, líka hægt að nota saxað spínat
  • 3 msk kotasæla
  • 2 egg
  • 1 dl rifinn parmesan og 1 dl rifinn mozarella eða annar mildur ostur
  • Sjávarsalt og nýmalaður pipar

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður með blæstri, annars 200 gráður. Blandið saman, með sleif eða venjulegri skeið, í skál, spelti og ólífuolíu, bætið heitu vatni þar til þið eruð komin með deig sem loðir saman og er ekki of blautt. Hellið deiginu á hveitistráð borð og hnoðið aðeins saman með höndunum. Fletjið deigið út þar til það fyllir nánast út í ofnplötu og er um það bil hringlaga (þarf ekki að vera fullkomið muniði!). Leggið deigið á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Dreifið úr dijon sinnepinu og sýrða rjómanum á botninn en skiljið ca. 3 cm kant eftir. Dreifið kjúklingnum yfir ásamt púrrulauknum og helmingnum af grænkálinu eða spínatinu. Leggið kantana á bökudeiginu upp á fyllinguna eins og þið sjáið á myndunum. Hrærið saman kotasælu, eggjum og rifnum osti, kryddið með salti og pipar og hellið yfir fyllinguna, stráið restinni af grænkálinu eða spínatinu yfir. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til baka er tilbúin og osturinn gullinbrúnn. Berið fram t.d með góðu salati og sýrðum rjóma.min_IMG_5535

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: böku uppskriftir, bökudeig, bökur, Bröns, brunch hugmyndir, Einfaldur kjúklingur, Góðir kjúklingaréttir, Góður kjúklingaréttur, kjúklinga uppskriftir, Kjúklingabaka, Kjúklingaréttur, matarmiklar bökur

Smjördeigssnúðar með sultuðum rauðlauk og fetaosti

desember 6, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_4584Það er svo ótrúlega einfalt og ljúffengt að búa til góðgæti úr smjördeigi og svei mér þá ef allt er ekki aðeins betra með þessu dásamleg deigi. Ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef búið til skinkusnúða úr smjördeigi og að öðrum skinkusnúðum ólöstuðum þá eru smjördeigssnúðarnir feykilega vinsælir og klárast yfirleitt á ljóshraða. Þessir snúðar sem ég gef uppskrift að hér eru hættulega góðir og alveg fullkominn biti til að bjóða upp á t.d á smáréttaborði, með fordrykk eða góðum ísköldum jólabjór. Með því að steikja laukinn lengi við vægan hita verður hann sætur og góður, balsamikedikið skellir honum svo upp á aðeins hærra plan og svo smellpassar þetta við saltan og rjómakenndan fetaostinn. Hlutföllin sem ég gef eru alls ekki heilög og um að gera að smakka sig áfram ef þið viljið meira ediksbragð til dæmis.

min_IMG_4588Smjördeigssnúðar með sultuðum rauðlauk og fetaosti:

  • 2 pakkar frosið smjördeig, t.d Findus
  • Dijon Sinnep
  • 4-6 rauðlaukar (fer eftir stærð)
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 1 msk smátt saxað ferskt timian eða 1 tsk þurrkað
  • 2 msk smjör
  • Sjávarsalt og nýmalaður pipar
  • 3 msk balsamikedik (eða meira eftir smekk)
  • 1 fetakubbur

min_IMG_4557Aðferð: Skerið laukinn í þunnar sneiðar, saxið hvítlaukinn smátt og saxið timían.min_IMG_4550 Hitið pönnu yfir meðalhita og bræðið smjörið. Bætið lauknum á pönnuna ásamt timían, saltið og piprið og steikið þar til laukurinn er orðinn vel mjúkur og hefur minnkað um ca. helming.Getur tekið um 20 mínútur. Bætið þá balsamikediki á pönnuna og blandið vel saman við laukinn. Leyfið edikinu að sjóða niður í 5 mínútur, gæti þurft að hækka aðeins hitann. Smakkið til með salti, pipar og ediki. IMG_4578Takið af hitanum og kælið aðeins þar til laukurinn er stofuheitur. Hitið ofninn á meðan í 180 gráður með blæstri annars 200 gráður. Takið smjördeigið úr öðrum pakkanum og leggið plöturnar saman þannig að þær skarist aðeins. Fletjið þær út á hveitistráðu borði. Smyrjið þunnu lagi af dijon sinnepi á smjördeigið, dreifið helmingnum af lauknum jafnt yfir og myljið helminginn af fetakubbnum yfir. Rúllið upp og skerið í ca. 1,5 cm þykkar sneiðar. IMG_4582Leggið á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið þar til gullinbrúnir og eldaðir í gegn, 12-14 mínútur. Kælið snúðana á grind og berið fram stofuheita.min_IMG_4590Ef snúðana á að frysta er ekkert mál að skella þeim í 180 gráðu heitan ofn í 5-10 mínútur og þá verða þeir eins og nýjir aftur.

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bröns, Einfaldir smáréttir, Forréttir, Forréttur, Hugmyndir fyrir veislu, Smáréttir, Smjördeig, Smjördeigssnúðar, Snúðar, Sultaður rauðlaukur

Bröns? – Bestu uppskriftirnar..

nóvember 9, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

Að bjóða fólki í bröns er eitthvað það skemmtilegasta sem ég geri. Vakna snemma á laugardags- eða sunnudagsmorgni og dunda í eldhúsinu í kyrrðinni þykir mér alveg einstaklega notalegt. Það er næstum því takmarkalaust hvað hægt er að bjóða upp á í slíkum matarboðum og um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Mér finnst samt ágætt að hafa eitt í huga þegar fólki er boðið í mat, hvenær dags sem það nú er. Það er að hafa fáa en þeim mun betri rétti í boði.

Það er ekki þess virði að vera á hlaupum við að búa til 17 sortir af smáréttum, bakkelsi eða elda fimmréttaða máltíð og vera svo ein taugahrúga þegar gestina ber að garði. Svo var sumt kannski ágætt en annað ekkert spes. Nei, fátt en gott er lykilatriði að mínu mati og svo er það miklu, miklu einfaldara. Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhalds bröns uppskriftum og hvet ykkur til að prófa einhverjar þeirra. Mér finnst ágætt að hafa á bakvið eyrað að búa til frá grunni eina sæta tegund og eina ósæta fyrir svona bröns matarboð. Kaupa svo gott álegg og osta, skera niður grænmeti og ávexti, hella upp á kaffi og setja góðan ávaxtasafa í fallega könnu með klökum, kveikja svo á kertum og dúka borð. Þá er komin þessi fína veisla án mikillar fyrirhafnar.img_0587Enskar spariskonsur trjóna ennþá á toppnum sem uppáhalds uppskriftin mín á Eldhúsperlum. Þær bráðna í munni og eru einu númeri of góðar. Ég geri þær á hátíðisdögum eins og páska- og jóladag og allir sem smakka þær kikna í hnjánum. img_0137Brúnkur Nigellu – Ég hef ennþá ekki smakkað þær betri. Þetta er spari og fullkominn sætur endir!img_1088Að bjóða upp á bökur í matarboði er snilld því þær má gera daginn áður og velgja upp eða borða stofuheitar. Brokkolíbaka með geitaosti er bæði einföld og ákaflega góð!img_1867Þessar hindberja- ostaköku múffur með hnetumulningi hafa ekki fengið næga athygli að mínu mati, þær eiga svo miklu meira skilið. Prófið þær og látið sannfærast.min_img_3576Egg og beikon saman í bolla með osti. Óskaplega gott, fljótlegt og getur ekki klikkað. Berið fram heitt eða bakið með góðum fyrirvara og hafið stofuheitt. min_img_3647Vöfflur – ekki hvaða vöfflur sem er, heldur bestu vöfflur í heimi. Þær má bera fram með ferskum berjum, sírópi, hunangi, nutella, bönunum.. möguleikarnir eru endalausir.img_0529Einfaldar kotasælubollur eru sannarlega einfaldar. Skál og skeið er allt sem þarf í þessar og ekkert ger eða lyftivesen. Nýbakaðar bollur eru alltaf góðar.min_img_3559Bruschetta með tómötum og mozarella er einfaldur en einstaklega góður réttur á bröns borðið. Gaman að bera fram eitthvað létt og öðruvísi og setja smá sumar á disk.min_img_3420

Þessar dásmlegu osta- og graslauks skonsur eru skuggalega góðar og bragðmiklar. Bornar fram með silkiskorinni góðri skinku og gúrkusneiðum og allir verði hamingjusamir. Þær eru frábærar!

Bjóðið nú fólkinu ykkar í bröns og hafið það huggulegt!

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bröns, Bröns hugmyndir

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme