• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Ekta súkkulaðiterta

Mjúk amerísk súkkulaðiterta með ekta súkkulaðikremi

júlí 17, 2013 by helenagunnarsd 2 Comments

min_IMG_3315Áður en þið lesið lengra er kannski best að ég vindi mér strax að umræðuefninu en það er að sjálfsögðu þessi dúnmjúka og unaðslega súkkulaðiterta. Og áður en þið lesið ennþá lengra er kannski best að ég láti ykkur vita strax að það er majónes í henni í staðin fyrir smjör eða olíu. Mér líður allavega strax betur, en ykkur? Málið er semsagt að þessi kaka er sennilega mýksta og besta súkkulaðikaka sem ég hef smakkað og hef ég marga fjöruna sopið í þeim efnum. Ekki hræðast majónesið, það er alveg óþarfi. Majónes hatarar munu aldrei finna bragðið af því og þið munuð gleyma orðinu majónes eftir fyrsta bitann.min_IMG_3327

Það virðast voða margir vera sífellt að leita að hinni fullkomnu súkkulaðiköku og er ég engin undantekning. Það skal meira að að segja viðurkennast hér með að á tímabili þóttu mér kökur búnar til úr tilbúnu kökumixi úr pakka sennilega bestu súkkulaðikökurnar. Alltaf eitthvað svo mjúkar og djúsí. En eftir smá grúsk á netinu datt ég niður á nokkrar gamaldags amerískar súkkulaðitertu uppskriftir og þar virtist vera mál málanna að notast við majónes, vilji menn mjúka köku sem ekki er þurr. Og það vilja menn auðvitað. Ég notaði ekta súkkulaðikrem ofan á kökuna, sem samanstendur af bræddu súkkulaði og rjóma eða ganache, sem er svo þeytt svo það verði svona loftkennt. Mér finnst stundum of sætt að setja flórsykurs-smjörkrem á svona tertur. Mér finnst svo alveg æðislegt að setja smá sultu á neðri botninn undir súkkulaðikremið. Maður finnur ekki beint fyrir henni en hún gerir alveg gæfumuninn. Þið verðið að prófa þessa köku, hreinlega verðið!min_IMG_3321

Mjúk amerísk súkkulaðiterta (Bollamálið sem ég nota er 2,4 dl):

  • 2 bollar hveiti eða fínmalað spelt
  • 2/3 bolli ósætt kakóduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 3 egg
  • 1 og 2/3 bolli sykur eða hrásykur
  • 1 tsk vanillu extract
  • 1 bolli majónes
  • 1 og 1/3 bolli vatn

Ofan á og á milli:

  • 4 msk jarðarberja eða hindberjasulta
  • Þeytt súkkulaði canache krem – Búið til ganache krem, kælið í 1-2 klst í ísskáp, þar til kremið hefur stífnað aðeins. Þeytið svo með handþeytara eða í hrærivél í 1-2 mínútur þar til kremið verður létt og ljóst.  Ýtið hér til að sjá uppskriftina!

Aðferð: Byrjið á að hita ofn í 160 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Smyrjið tvö 24 cm kökuform og dustið þau með smá hveiti. Af því að ég var með lausbotna form og deigið er ansi fljótandi þykir mér betra að setja álpappír undir formin og upp með hliðunum, svo ekkert leki út. min_IMG_3266Sigtið saman hveitið, kakóduftið, matarsódann og lyftiduftið. min_IMG_3268Þeytið eggin, sykurinn og vanilluna á miklum hraða í 3-5 mínútur þar til blandan er orðin ljós og loftkennd. IMG_3272Bætið majónesinu út í og hrærið rólega á meðan. Hér dugar ekki eitthvað létt majónes, það verður að vera alvöru. min_IMG_3269Setjið þurrefnin og vatnið saman við til skiptis og passið að blanda deiginu vel saman án þess að þeyta það mikið. Deigið verður mjög fljótandi og það er allt í lagi.IMG_3274 Hellið deiginu í kökuformin tvö og bakið í 30 mínútur eða þar til tannstöngli sem stungið er í miðja kökuna kemur hreinn upp. min_IMG_3276Kælið botnana á grind a.m.k í 1 klst.min_IMG_3280Losið botnana þá úr formunum og leggið annan botninn á tertudisk.
min_IMG_3281Smyrjið sultunni og 1/3 af súkkulaðikreminu á neðri botninn.min_IMG_3297Leggið hinn botninn ofan á og smyrjið restinni af kreminu ofan á og á hliðarnar. Skreytið t.d með gamaldags kokteilberjum.min_IMG_3320Berið fram með bros á vör og njótið –min_IMG_3337min_IMG_3336

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Amerísk súkkulaðiterta, Besta súkkulaðikakan, Ekta súkkulaðikrem, Ekta súkkulaðiterta, Gamaldags súkkulaðikaka, Mjúk súkkulaðikaka, Súkkulaðikaka, Súkkulaðikaka með majónesi, Súkkulaðiterta uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme