• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Eplakaka

Epla skúffukaka

febrúar 16, 2019 by helenagunnarsd 1 Comment

Ég lá í flensu á dögunum og til að stytta mér stundir datt ég inn í Great British Bakeoff á Stöðtvö Maraþon. Þvílíkir snilldar þættir! Fullkomið raunveruleikasjónvarp, samt laust við allt dramað sem fylgir oft svipuðum bandarískum þáttum. Ég mæli eindregið með þeim. Hið óhjákvæmilega þegar ég horfi á svona þætti er samt að eftir hvern þátt fyllist ég mikilli löngun í að baka.. Sem hefur vissulega sína kosti og galla. En þessi dásamlega mjúka eplakaka fékk semsagt innblástur frá þáttunum góðu, og því tilefni að maðurinn minn átti afmæli. Uppskriftin er upprunalega frá Mary Berry, dómara í British Bakeoff, og Helgu Sig þeirra Breta, en með smá tilfærslum. Vona að þið prófið og njótið.

Epla skúffukaka

  • 400 gr græn epli, skræluð og skorin í þunnar sneiðar (ég notaði tvö stór epli)
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • 2 msk kanilsykur
  • 250 gr mjúkt smjör
  • 200 gr ljós púðursykur (eða hvítur sykur og dökkur púðursykur til helminga)
  • 4 egg
  • 250 gr hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tsk kanill
  • 1 dl mjólk

Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Setjið eplasneiðarnar í skál, kreistið sítrónusafa yfir þær og stráið einni matskeið af kanilsykri yfir. Setjið til hliðar. Þeytið saman smjör og sykur þar til ljóst og létt og bætið eggjunum einu í einu út í og þeytið vel á milli. Pískið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda, salti og kanil og bætið út í smjörblönduna ásamt mjólkinni. Hrærið vel saman en gætið þess að hræra ekki of lengi.

Smyrjið skúffukökuform að innan eða þekjið með smjörpappír. Setjið helminginn af deiginu í botninn og dreifið vel út því, raðið helmingnum af eplasneiðunum yfir. Setjið svo restina af deiginu yfir eplin og dreifið vel úr. Raðið að lokum eplum yfir og stráið 1 msk af kanilsykri yfir allt. Bakið í 30-40 mínútur eða þar til prjóni stungið í miðja kökuna kemur hreinn upp og eplin eru orðin mjúk. Sigtið dálítinn flórsykur yfir kökuna þegar hún hefur kólnað aðeins, berið fram volga með þeyttum rjóma.

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bakstur, Eplakaka, Eplapæ, Eplaskúffa, Kanilkaka, Skúffukaka, Sunnudagskaka

Kryddkaka á hvolfi með eplum og karamellu

nóvember 1, 2013 by helenagunnarsd 2 Comments

min_IMG_4498Stundum er svo erfitt að ákveða sig. Það var einmitt þannig með þessa köku sem ég gerði á dögunum. Ég gat ekki ákveðið hvort ég ætti að baka gamaldags og ávalt góða kryddköku eða eplaköku sem er í einstaklega miklu uppáhaldi hjá manninum mínum. Ég gerði því það sem mér fannst á þeim tíma það eina rétta í stöðunni og bakaði köku sem sameinaði báðar kökurnar. Og já, bætti karamellu við. Ég hef allavega ekki ennþá rekist á köku sem verður verri af karamellu svo þetta hlaut að enda vel. Kakan er mjúk með frekar hefðbundnu kryddkökubragði og eplin með karamellunni gera svo útslagið. Ilmurinn á heimilinu getur svo varla orðið betri en þegar svona dásamlega krydduð eplakaka bakast í ofninum. Gæti jafnvel verið pínu jólalegt. Það má, enda kominn nóvember! Prófið þessa og gleðjið fjölskyldu og vini með notalegri köku.min_IMG_4505

Kryddkaka á hvolfi með eplum og karamellu:

  • 2-3 epli (fer eftir stærð)
  • 280 gr fínmalað spelt eða hveiti
  • 100 gr hrásykur
  • 2 tsk matarsódi
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 2 tsk kanell
  • 1/2 tsk engifer
  • 1/4 tsk negull
  • 1/4 tsk múskat
  • 1 msk kakó
  • 3 dl ab mjólk eða súrmjólk
  • 100 gr brætt smjör, brúnað
  • 2 egg
  • Karamella:
  • 4 msk smjör
  • 2 dl púðursykur
  • 2 msk rjómi
  • 2 msk hunang eða síróp
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1 tsk vanilluextract
  • 1/4 tsk kanill

min_IMG_4492

Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Smyrjið smelluform og setjið smjörpappír í botninn. Ef formið ykkar á það til að leka setjið þá álpappír utan um formið þar sem karamellan gæti lekið út. Flysjið eplin og skerið í sneiðar og raðið fallega í botninn á smelluforminu.

Brúnið smjörið í litlum potti. Hér má sjá góðar leiðbeiningar um hvernig á að brúna smjör. Ef þið nennið ekki að brúna smjörið er líka fínt að bræða það bara. En ég vil samt taka það fram að brúnað smjör gerir ALLT betra. Takið smjörið af hitanum og leyfið að kólna.

Setjið innihaldið í karamelluna í pott (sama og þið brædduð smjörið í óþarfi að þrífa hann á milli) og bræðið allt saman við meðalhita þar til sykurinn er allur uppleystur. Hellið helmingnum af karamellunni yfir eplin og geymið hinn helminginn þar til síðar.

Hrærið öll hráefnin í kökuna saman. Fyrst þurrefnin og svo eggin, súrmjólkina og smjörið. Ekki hræra of lengi, bara þannig að allt blandist saman. Deigið á að vera frekar þykkt. Dreifið kökudeiginu yfir eplin og bakið í 45 mínútur. Leyfið að kólna í 10-15 mínútur. Losið kökuna frá hliðunum með hnífi og hvolfið henni svo á tertudisk. Hellið restinni af karamellunni yfir og berið fram.min_IMG_4494

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Eplakaka, Eplakaka með karamellu, Hvolfkaka, Kaka á hvolfi, Karamella, Kryddkaka

Eplakaka með karamellusósu

nóvember 21, 2012 by helenagunnarsd 5 Comments

Æðisleg eplakaka úr bókinni Af bestu lyst I með smá karamellutwisti. Ég prófaði hana í boði þar sem ungir jafnt sem aldnir voru hæst ánægðir. Þessi kaka hefur oft verið bökuð í fjölskyldunni við hin ýmsu tilefni og alltaf verið jafn vinsæl, eins og reyndar margt annað úr þessari góðu matreiðslubók. Það er smá marsipan í kökunni sem gerir hana sparilega en því má vel sleppa. Ég set líka í hana kanil sem mér finnst ómissandi í eplakökum. Ég get þó fullyrt að jafnvel marsipan-fælur kunna að meta þessa köku.

Ég er vön að nota alltaf hrásykur, spelt og vínsteinslyftiduft í minn bakstur, einfaldlega því mér finnst það betra á bragðið og betra hráefni en mikið unnið hvítt hveiti, hvítur sykur og venjulegt lyftiduft sem einhver sagði mér að innihéldi ál. Það hljómar ekki vel í mínum eyrum. Það er þó nokkuð ljóst að þessi kaka eins og kökur almennt er engin heilsufæða og mér dytti ekki í hug að halda því fram. Mér finnst betra að baka aðeins sjaldnar og get því leyft mér að nota aðeins betra hráefni og útkoman verður oftast mjög góð.

Eplakaka með karamellusósu – breytt uppskrift úr bókinni Af bestu lyst

  • 300 grömm epli (skorin og flysjuð 
  • 1 msk hrásykur
  • 1 msk spelt
  • 1 tsk kanill

Eplin flysjuð, skorin í bita og blandað saman við sykurinn, speltið og kanilinn. Sett til hliðar.

  • 3 egg
  • 2 dl hrásykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 1.5 dl bragðlítil matarolía
  • 2 dl spelti (eða bara hveiti)
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft (eða 1 tsk venjulegt lyftiduft)
  • 100 grömm marsipan
  • 1 eggjahvíta

Hrærið saman egg, sykur, vanillu og olíu þar til ljóst og létt. Blandið speltinu og lyftiduftinu saman við. Setjið í smurt lausbotna kökuform eða hringlaga form með gati í miðjunni. Dreifið eplunum yfir deigið.

Hrærið saman marsipan og eggjahvítu og setjið yfir kökuna.

Bakið í miðjum ofni við 175 gráður í um það bil 40 – 45 mínútur.

Karamellusósan setur algjörlega punktinn yfir i-ið 😉 Upplagt að gera hana meðan kakan bakast.

  • 50 grömm smjör
  • 50 grömm púðursykur
  • 1/2 tsk vanilluextract
  • 1/4 tsk gróft salt t.d maldon
  • 1/2 dl rjómi

Öllu blandað saman í potti og látið malla við meðalhita í ca. 5 mínútur.

Þegar kakan er tilbúin er ágætt að láta bæði kökuna og karamellusósuna kólna í hálftíma áður en sósunni er hellt yfir.

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Besta eplakakan, eftirréttur, Eplakaka, eplakaka með marsipani, Karamellusósa

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme