Kryddkaka á hvolfi með eplum og karamellu

min_IMG_4498Stundum er svo erfitt að ákveða sig. Það var einmitt þannig með þessa köku sem ég gerði á dögunum. Ég gat ekki ákveðið hvort ég ætti að baka gamaldags og ávalt góða kryddköku eða eplaköku sem er í einstaklega miklu uppáhaldi hjá manninum mínum. Ég gerði því það sem mér fannst á þeim tíma það eina rétta í stöðunni og bakaði köku sem sameinaði báðar kökurnar. Og já, bætti karamellu við. Ég hef allavega ekki ennþá rekist á köku sem verður verri af karamellu svo þetta hlaut að enda vel. Kakan er mjúk með frekar hefðbundnu kryddkökubragði og eplin með karamellunni gera svo útslagið. Ilmurinn á heimilinu getur svo varla orðið betri en þegar svona dásamlega krydduð eplakaka bakast í ofninum. Gæti jafnvel verið pínu jólalegt. Það má, enda kominn nóvember! Prófið þessa og gleðjið fjölskyldu og vini með notalegri köku.min_IMG_4505

Kryddkaka á hvolfi með eplum og karamellu:

 • 2-3 epli (fer eftir stærð)
 • 280 gr fínmalað spelt eða hveiti
 • 100 gr hrásykur
 • 2 tsk matarsódi
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 2 tsk kanell
 • 1/2 tsk engifer
 • 1/4 tsk negull
 • 1/4 tsk múskat
 • 1 msk kakó
 • 3 dl ab mjólk eða súrmjólk
 • 100 gr brætt smjör, brúnað
 • 2 egg
 • Karamella:
 • 4 msk smjör
 • 2 dl púðursykur
 • 2 msk rjómi
 • 2 msk hunang eða síróp
 • 1/2 tsk sjávarsalt
 • 1 tsk vanilluextract
 • 1/4 tsk kanill

min_IMG_4492

Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Smyrjið smelluform og setjið smjörpappír í botninn. Ef formið ykkar á það til að leka setjið þá álpappír utan um formið þar sem karamellan gæti lekið út. Flysjið eplin og skerið í sneiðar og raðið fallega í botninn á smelluforminu.

Brúnið smjörið í litlum potti. Hér má sjá góðar leiðbeiningar um hvernig á að brúna smjör. Ef þið nennið ekki að brúna smjörið er líka fínt að bræða það bara. En ég vil samt taka það fram að brúnað smjör gerir ALLT betra. Takið smjörið af hitanum og leyfið að kólna.

Setjið innihaldið í karamelluna í pott (sama og þið brædduð smjörið í óþarfi að þrífa hann á milli) og bræðið allt saman við meðalhita þar til sykurinn er allur uppleystur. Hellið helmingnum af karamellunni yfir eplin og geymið hinn helminginn þar til síðar.

Hrærið öll hráefnin í kökuna saman. Fyrst þurrefnin og svo eggin, súrmjólkina og smjörið. Ekki hræra of lengi, bara þannig að allt blandist saman. Deigið á að vera frekar þykkt. Dreifið kökudeiginu yfir eplin og bakið í 45 mínútur. Leyfið að kólna í 10-15 mínútur. Losið kökuna frá hliðunum með hnífi og hvolfið henni svo á tertudisk. Hellið restinni af karamellunni yfir og berið fram.min_IMG_4494

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Kryddkaka á hvolfi með eplum og karamellu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s