• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Góðar kjötbollur

Ítalskar parmesan kjötbollur í tómatsósu

október 20, 2013 by helenagunnarsd 3 Comments

min_IMG_4404Það var ekki mikið spjallað við matarborðið um kvöldið þegar þessi réttur var á borðum. Sem annað hvort er vísbending um að við séum svona leiðinleg eða að maturinn hafi verið það góður að það mátti enginn vera að því að tala. Ég vona allavega að það hafi verið það síðarnefnda og grunar það sterklega miðað við hljóðin sem fjölskyldumeðlimir gáfu frá sér við matarborðið. Gunnar átti hugmyndina að matnum og aðstoðaði af áhuga við kjötbollugerðina. Útkoman var einhverjar bestu ítölsku kjötbollur og sósa sem við höfum smakkað.

Ég er búin að vera að prófa mig aðeins áfram með kjötbollur og er svona eiginlega komin á að lykillinn að mjúkum kjötbollum er að bleyta brauðmylsnu eða góðan brauðrasp í mjólk áður en því er svo blandað saman við kjötið. Þetta gerir algjörlega gæfumuninn! Svo mæli ég líka með því að þið sleppið því að steikja bollurnar áður en þær eru settar út í sósuna, mér þykir mikið betra að láta þær detta beint út í sjóðandi sósuna og leyfa þeim að malla þar í rólegheitum. Þá verða þær jafnvel enn safaríkari og mýkri og sósan og bollurnar eiginlega fullkomna hvort annað. Þið verðið að prófa.

min_IMG_4411Ítalskar kjötbollur

  • 2.5 dl brauðmylsna (ég notaði Panko í þetta skiptið)
  • 1.5 dl mjólk
  • 600 gr hreint ungnautahakk
  • 75 gr rifinn parmesan
  • 1 msk þurrkuð steinselja
  • 2 msk smátt söxuð fersk steinselja
  • 2 pressuð hvítlauksrif
  • 2 tsk sjávarsalt
  • 1 tsk svartur nýmalaður pipar
  • 1 egg

Aðferð: Mjólkinni hellt yfir brauðmolanna og látið standa í 5 mínútur. Öllu blandað vel saman, ég set allt í hrærivél og blanda þannig saman. Litlar bollur mótaðar úr hakkinu og geymdar í kæli á meðan sósan er gerð.

Sósa

  • 3 msk ólífuolía
  • 1 smátt saxaður rauðlaukur
  • 2 pressuð hvítlauksrif
  • 1/2 tsk sjávarsalt og  smá nýmalaður pipar
  • 500 ml tómata passata eða maukaðir tómatar
  • 1 dl vatn
  • 3 msk tómatpúrra
  • 2 tsk hunang eða önnur sæta
  • 2 greinar ferskt timían eða 1 tsk þurrkað
  • 1.5 dl þurrt hvítvín eða rauðvín
  • 1 dl rjómi
  • Góð lúka ferskt basil, gróft saxað

min_IMG_4395Aðferð: Olía hituð í potti við meðalhita. Laukur og hvítlaukur steikt þar til mýkist, kryddað með salti og pipar. Tómatmauki, vatni, tómatpúrru, hunangi, hvítvíni, timíani og rjóma bætt út í og suðunni hleypt upp. Leyft að malla í 5 mínútur og smakkað til með salti og pipar. Athugið þó að bollurnar eru bragðmiklar og munu gefa frá sér bragð þegar þær koma út í sósuna. Kjötbollur settar útí ásamt basil og leyft að malla við vægan hita með lokið að hálfu yfir, þannig að gufi upp af sósunni og hún þykkni aðeins í u.þ.b 20 mínútur. Borið fram með spaghetti eða tagliatelle og nýrifnum parmesan osti.min_IMG_4412

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Góðar kjötbollur, Hugmyndir fyrir matarboð, Ítalskar kjötbollur, Kjötbollur, Kjötbollur og spagettí, Litlar kjötbollur

Kjötbollur í mildri chilli rjómasósu

febrúar 21, 2013 by helenagunnarsd 5 Comments

IMG_0930Ég er búin að vera með þennann rétt á heilanum síðan við komum heim úr sólinni á Tenerife og hef eiginlega ekki komist í almennilega ró fyrr en bara núna eftir að hafa eldað hann. Að koma úr 25 stiga hita og sól í 1 gráðu og Suðaustan sjö kallar á eitthvað eitthvað heitt og gott að borða, svona ekta spari þægindamat. Þetta er hugsanlega einn mesti þægindamaturinn hérna á síðunni og er liggur við of einfaldur til að gefa uppskrift af. Hann er líka þeim mun ljúffengari og upplagður þegar maður vill gera vel við sig og sína, jafnt fullorðna sem börn án mikillar fyrirhafnar. Enda enginn hollusturéttur, þetta er sko rjómasósa gott fólk! Þetta er ein af þeim sósum sem er ekki hægt að gera of mikið af því hún hverfur jafn harðan ofan í mannskapinn.

Það var því ekkert annað að gera en að bjóða nokkrum vel völdum í mat og gera réttinn. Ég fékk þennan rétt í fyrsta skiptið í matarboði hjá góðu fólki fyrir nokkuð löngu síðan og fékk uppskriftina á munnlegu formi svona eiginlega í dyragættinni á leiðinni út. Hef verið á leiðinni að elda hann síðan en ekki alveg vitað nákvæmlega hvað var í honum. Ég gerði því bara mína útgáfu sem var byggð á grunn upplýsingum frá eðal kokknum sem ég smakkaði hann hjá fyrst.

Myndirnar hefðu vel mátt verða fleiri og betri en gestirnir voru komnir og græðgin of mikil fyrir langar myndatökur. Ég mæli hins vegar óhikað með þessum rétti, ekki láta myndaleysi gabba ykkur 🙂

Kjötbollur í chilli rjómasósu (fyrir 6 fullorðna):

Kjötbollur

  • 2 bakkar (1kg) ungnautahakk
  • 1 pakki púrrulaukssúpa
  • 1 pakki Tuc kex, mulið smátt
  • 1 egg
  • 1 tsk nýmalaður svartur piparPage_1

Aðferð: Öllu blandað vel saman, ég set allt innihaldið í hrærivélaskál og læt vélina um erfiðið. Þegar allt er komið saman mótið bollur á stærð við golfkúlur úr hakkinu. Hitið örlitla olíu á pönnu og brúnið bollurnar við frekar háan hita. Færið þær svo yfir í stórt eldfast mót en hellið frá umfram fitunni sem kemur á pönnuna.

Sósan:

  • 3,5 dl rjómi
  • 1 flaska Heinz chilli sósa
  • 1 tsk karrý

Ofaná

  • 1 rauð paprika
  • 1 tsk hunang

Aðferð: Létt þeytið rjómann í skál. Blandið chilli sósunni og karrýinu saman við með sleif og hellið sósunni jafnt yfir bollurnar í eldfasta mótinu. Sneiðið paprikuna þá í frekar mjóa strimla og steikið á vel heitri pönnu. Þegar strimlarnir eru orðnir dálítið vel steiktir setjið þá hunangið á pönnuna þannig að paprikustrimlarnir verði vel hunangsgljáðir. Hellið yfir kjötbollurnar og sósuna og bakið í við 180 gráðu í 20 mínútur. Ég bar réttinn fram með taglietelle og góðu grænu salati.IMG_0935

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Góðar kjötbollur, Kjötbollur, Kjötbollur í rjómasósu, Kjötbollur með chillisósu

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme