Kjötbollur í mildri chilli rjómasósu

IMG_0930Ég er búin að vera með þennann rétt á heilanum síðan við komum heim úr sólinni á Tenerife og hef eiginlega ekki komist í almennilega ró fyrr en bara núna eftir að hafa eldað hann. Að koma úr 25 stiga hita og sól í 1 gráðu og Suðaustan sjö kallar á eitthvað eitthvað heitt og gott að borða, svona ekta spari þægindamat. Þetta er hugsanlega einn mesti þægindamaturinn hérna á síðunni og er liggur við of einfaldur til að gefa uppskrift af. Hann er líka þeim mun ljúffengari og upplagður þegar maður vill gera vel við sig og sína, jafnt fullorðna sem börn án mikillar fyrirhafnar. Enda enginn hollusturéttur, þetta er sko rjómasósa gott fólk! Þetta er ein af þeim sósum sem er ekki hægt að gera of mikið af því hún hverfur jafn harðan ofan í mannskapinn.

Það var því ekkert annað að gera en að bjóða nokkrum vel völdum í mat og gera réttinn. Ég fékk þennan rétt í fyrsta skiptið í matarboði hjá góðu fólki fyrir nokkuð löngu síðan og fékk uppskriftina á munnlegu formi svona eiginlega í dyragættinni á leiðinni út. Hef verið á leiðinni að elda hann síðan en ekki alveg vitað nákvæmlega hvað var í honum. Ég gerði því bara mína útgáfu sem var byggð á grunn upplýsingum frá eðal kokknum sem ég smakkaði hann hjá fyrst.

Myndirnar hefðu vel mátt verða fleiri og betri en gestirnir voru komnir og græðgin of mikil fyrir langar myndatökur. Ég mæli hins vegar óhikað með þessum rétti, ekki láta myndaleysi gabba ykkur 🙂

Kjötbollur í chilli rjómasósu (fyrir 6 fullorðna):

Kjötbollur

 • 2 bakkar (1kg) ungnautahakk
 • 1 pakki púrrulaukssúpa
 • 1 pakki Tuc kex, mulið smátt
 • 1 egg
 • 1 tsk nýmalaður svartur piparPage_1

Aðferð: Öllu blandað vel saman, ég set allt innihaldið í hrærivélaskál og læt vélina um erfiðið. Þegar allt er komið saman mótið bollur á stærð við golfkúlur úr hakkinu. Hitið örlitla olíu á pönnu og brúnið bollurnar við frekar háan hita. Færið þær svo yfir í stórt eldfast mót en hellið frá umfram fitunni sem kemur á pönnuna.

Sósan:

 • 3,5 dl rjómi
 • 1 flaska Heinz chilli sósa
 • 1 tsk karrý

Ofaná

 • 1 rauð paprika
 • 1 tsk hunang

Aðferð: Létt þeytið rjómann í skál. Blandið chilli sósunni og karrýinu saman við með sleif og hellið sósunni jafnt yfir bollurnar í eldfasta mótinu. Sneiðið paprikuna þá í frekar mjóa strimla og steikið á vel heitri pönnu. Þegar strimlarnir eru orðnir dálítið vel steiktir setjið þá hunangið á pönnuna þannig að paprikustrimlarnir verði vel hunangsgljáðir. Hellið yfir kjötbollurnar og sósuna og bakið í við 180 gráðu í 20 mínútur. Ég bar réttinn fram með taglietelle og góðu grænu salati.IMG_0935

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Kjötbollur í mildri chilli rjómasósu

 1. Bakvísun: Nokkrar páskahugmyndir | Eldhúsperlur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s