• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Góðar muffins

Hindberjamuffins með rjómaostafyllingu og hnetumulningi

apríl 5, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

IMG_1873Ég veit ekki alveg hvað gerðist þennan föstudags seinnipart.. Eftir páskasukk, súkkulaði og stórsteikur hef ég tekið þann vinkil að vera eingöngu með létt, hollt og gott fæði. Sem útskýrir ef til vill uppskrifta skort hér á síðunni. En salöt, kjúklingabringur, fiskur, grænmeti og annað léttmeti hafa einkennt matseðil okkar fjölskyldunnar þessa vikuna, sem er bara hið besta mál. Það var svo þar sem ég var nýbúin að sækja þreyttan og dálítið úfinn einkasoninn í leikskólann síðdegis að sá stutti hálf veinaði í aftursætinu: ”mammaaa mig laaangar svo að baka einhverja góða teertu!!”.. Tertu? Sagði barnið tertu? Ekki var móðirin alveg á þeim buxunum að fara að baka tertu svo að við mættumst á miðri leið og ég félst á að baka möffins þegar heim væri komið.

IMG_1850Matarbloggarinn fór þá á flug og fór að hugsa hvaða gómsætu muffins uppskrift hægt væri að baka, slá tvær flugur í einu höggi, baka fyrir barnið og setja einhverja nýja uppskrift hingað inn til að vega upp á móti uppskrifta andleysi síðustu daga. Eftir dálitla umhugsun og þá staðreynd að ég nálgaðist matvörubúðina á ógnarhraða, þurfti að taka ákvörðun. Hindberja, rjómaosta muffins skyldi það verða. Óþarfa fínheit myndi þá kannski einhver segja, en þetta eru afar einfaldar kökur að gera þrátt fyrir að líta kannski út fyrir að vera flóknar. Maður þarf ekki einu sinni hrærivél. Útkoman var alveg yndislegar, mjúkar muffins. Ostakökudeigið og hindberin smellpassa saman og hnetumulningurinn á toppnum gefur góða, stökka áferð. Það má svo að sjálfsögðu skipta hindberjunum út fyrir önnu ber, til dæmis bláber eða jarðarber. Hindberin fannst mér hins vegar alveg svínvirka í þetta skiptið. Ég mæli sannarlega með því að skella í þessar gómsætu muffins um helgina og gleðja heimilisfólkið í leiðinni!

IMG_1849Hinberjamuffins með rjómaostafyllingju og hnetumulningi:

Í rjómaostakremið:

  • 200 gr rjómaostur
  • 2 msk sýrður rjómi
  • 1 tsk vanilluextract
  • 4 msk flórsykur

IMG_1821Aðferð: Öllu blandað saman með písk eða handþeytara þar til komið er slétt rjómaostakrem. Sett til hliðar.

Í muffins (bollamálið mitt er 2.4 dl):

  • 2 bollar hveiti eða fínmalað spelt
  • 1/2 bolli hrásykur
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft (eða 1 tsk venjulegt)
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 1/3 bolli bragðlítil olía
  • 1 bolli ab mjólk, súrmjólk eða hrein jógúrt
  • 1 stórt egg
  • 1 tsk vanilluextract
  • Rifinn börkur af 1/2-1 sítrónu (fer eftir stærð)
  • 1 1/2 bolli frosin hindber+1 msk hveiti

IMG_1819Aðferð: Byrjið á að blanda saman öllum þurrefnunum (hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti). Hrærið eggi, olíu, súrmjólk, vanillu og sítrónuberki saman í annarri skál og hellið saman við þurrefnin. Hrærið þessu varlega saman, rétt svo þannig að þetta blandist. Alls ekki ofhræra. Dustið hveiti yfir hindberin. Það kemur í veg fyrir að þau sökkvi á botninn þegar kökurnar eru bakaðar. Bætið hindberjunum svo út í og blandið þeim varlega saman við.IMG_1822

Hnetumulningur:

  • 2 msk kalt smjör
  • 2 msk hveiti eða fínt spelt
  • 2 msk púðursykur
  • 4 msk muldar valhnetur

IMG_1820Aðferð: Blandið öllu saman og vinnið saman með fingrunum þar til mulningur myndast og smjörið er samlagað þurrefnunum.

Page_1Samsetning: Hitið ofn í 180 gráður með blæstri. Pappírsklæðið um það bil 18 álmuffinsform og setjið um 2 msk af hindberjadeiginu í botninn á hverju formi. Setjið því næst um 1 msk af rjómaostakreminu ofan í og svo aftur 1 msk af hindberjadeiginu. Toppið hverja köku með 1 tsk af hnetumulningnum. Bakið í 18-20 mínútur. IMG_1834IMG_1835Leyfið kökunum að kólna í forminu í um það bil 20-30 mínútur áður en þið takið þær upp úr.IMG_1840IMG_1858IMG_1867IMG_1874

Njótið!

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Berja muffins, Bollakökur með rjómaosti, Góðar muffins, Hindberja muffins, Muffins uppskrift, Ostaköku muffins, Rjómaosta muffins, Uppskrift muffins

Sítrónumuffins með birkifræjum

janúar 30, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

IMG_0428Hér hefur ekki verið eldað mikið undanfarna daga. Svona af kvöldmat allavega. Varla neitt síðan bjórkjúklingurinn góði var eldaður (sem við erum reyndar enn að hugsa um og ætlum að elda aftur við fyrsta tækifæri). Við höfum verið dálítið út um hvippinn og hvappinn, fórum á þorrablót og matarboð og svona allskonar fínerí. Auk þess hefur verið mikið að gera í skólanum og almennt kvöldmatar andleysi gert vart við sig hjá mér. Hver kannast ekki við andlausa kokkinn? Sem betur fer stoppar hann nú yfirleitt stutt við hjá mér svo ég býst við að skella hingað inn einhverjum góðum kvöldmat vonandi á næstunni.

IMG_0417Okkur var jú einmitt boðið í matarboð í kvöld svo ég ákvað að nota tækifærið fyrst ég þurfti ekki að gera kvöldmat og baka þessar indælis muffins til að fara með í matarboðið, verandi komin í hálfgerð eldhús og blogg fráhvörf. Þessar kökur eru í miklu, miklu uppáhaldi á heimilinu, sérstaklega hjá eiginmanninum. Hann rifjar reglulega upp hversu góðar þær eru og hvort ég þurfi ekki bráðum að fara að baka þær aftur. Sem er kannski ekkert skrýtið því þær eru dásamlegar. Ofsalega mjúkar og góðar og afar fljótgerðar. Birkifræin gefa þeim svo alveg sérstaklega skemmtilega áferð og bragðið er ljúffengt. Ég mæli heilshugar með þessum svolítið öðruvísi muffins kökum.

Sítrónumuffins með birkifræjum:

  • 150 gr smjör
  • 3 egg
  • 100 gr hrein jógúrt
  • Hýðið af tveimur sítrónum rifið af með rifjárni (bara þetta gula)
  • 1 tsk vanilluextract
  • 150 gr hrásykur
  • 225 gr fínt spelt eða hveiti
  • 2 msk birkifræ
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft (eða venjulegt)
  • 1 tsk matarsódi

Page_1Aðferð:

Ofn hitaður í 180 gráður, eða 170 með blæstri. Smjörið brætt og aðeins leyft að kólna. Sykri, spelti, lyftidufti, matarsóda og birkifræjum blandað saman í skál. Egg, jógúrt, vanilla og sítrónuhýðið hrært vel saman. Eggjablöndunni svo blandað saman við þurrefnin og smjörinu svo bætt saman við. Hrært saman með sleif og sett í 12 pappírsklædd muffinsform. Bakað í 20 mínútur.

IMG_0408Glassúr:

  • Safi úr einni sítrónu
  • 3-4 dl flórsykur

Hrært saman þar til ákjósanlegri áferð er náð. Sítrónur eru misstórar og ég mældi ekki nákvæmlega hversu mikill flórsykur fór í glassúrinn. Byrjið á 3 dl af flórsykri og sítrónusafanum og bætið svo smám saman flórsykri út í þar til glassúrinn er dálítið þykkur en lekur samt af skeið. Þegar kökurnar hafa kólnað í u.þ.b 20 mínútur er sett um 1 tsk rúmlega af glassúr á hverja köku og dreift aðeins úr honum með skeiðinni. IMG_0430

IMG_0415

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Góðar muffins, Muffins, Muffins með birkifræjum, Sítrónumuffins

Bláberja og banana muffins

janúar 15, 2013 by helenagunnarsd 4 Comments

ImageMér fannst alveg upplagt að gera þessar bláberja banana muffins seinnipartinn í dag með stráknum mínum. Rigning, þoka og mánudagur og ég veit ekki um betra tækifæri en einmitt á svoleiðis dögum en að baka smotterí og leyfa litla manninum að taka þátt. Þessar muffins eru mjög einfaldar svo krakkar geta alveg tekið þátt í bakstrinum. Auk þess eru þær bara frekar lítið óhollar.. 🙂 Allavega er lítill sykur í þeim og það er alltaf plús þegar kemur að bakstri fyrir börn í mínum bókum. Svo luma ég enn á nokkrum pokum í frystinum af aðalbláberjum síðan í haust og finnst nú ekki ónýtt að nota þau í svona fínerí. Uppskriftin gefur um það bil 18 muffins og ég baka þær í pappírsklæddum muffinsformum. Það er upplagt að frysta helminginn en þær geymast í 2-3 daga ófrystar. Þær eru mjúkar og mjög góðar með smá kanilbragði sem gerir gæfumuninn.

Uppskrift:

  • 2 vel þroskaðir bananar, stappaðir
  • 2 egg
  • 1 dl hrásykur
  • 1/2 dl olía (hvaða olía sem er, t.d kókos eða ólífu)
  • 2 dl hrein jógúrt (hér má líka nota ab mjólk eða jafnvel sýrðan rjóma)
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk vanilluextract
  • Salt á hnífsoddi
  • 5 dl spelt
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 2 dl frosin bláberImage

Aðferð:

Ofn hitaður í 170 gráður með blæstri. Stöppuðum bönunum, eggjum, jógúrti, olíu, sykri, vanillu og kanil blandað vel saman með sleif. Spelt, lyftiduft, matarsóda og salti blandað saman, bætt út í og rétt blandað saman, ekki hræra of mikið. Bláberjum hrært létt saman við. Sett í muffinsform og bakað í 20 mínútur.

IMG_1406

Image

 Þessir litlu puttar áttu frekar erfitt með að bíða eftir að þær kólnuðu en biðin var þess virði 🙂 Verði ykkur að góðu !

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Banana og bláberjamuffins, Bananamuffins, Bananar uppskrift, Bláber uppskrift, Bláberjamuffins, Góðar muffins, Hollar muffins, Hollar múffur, Muffins, Múffur uppskrift, Uppskrift muffins

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme