• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Gott salat

bbq salat með chilli-sesam kjúkling

mars 23, 2016 by helenagunnarsd Leave a Comment

 

561458_1058825050842552_8671424417057541431_n

Það er ískyggilega langt síðan uppskrift hefur birst hér inni, ekki síðan í janúar! Myrkur á kvöldmatartíma spilar vissulega mikið inn í ásamt almennu annríki. Þið getið reglulega séð nýjar uppskriftir eftir mig inni á www.gottimatinn.is og ef þið fjárfestið í tímaritinu Húsfreyjunni má þar finna helling af skemmtilegum uppskriftum. En að þessu salati – Það er varla hægt að kalla þetta uppskrift svo einfalt er það. Hlutföllin eru alls ekki heilög eins og svo oft í svona matargerð og um að gera að nota það sem manni þykir gott. Svona þykir mér salatið best. Þessi réttur slær í gegn þar sem hann er borinn fram og alveg upplagður í saumaklúbba.

bbq salat með chilli-sesam kjúkling (fyrir fjóra):

  • 3-4 góðar handfyllir grænt salat (ég nota ferskt spínat og lambhagasalat)
  • 1/2 agúrka
  • 1 lítil rauð paprika
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 askja kirsuberjatómatar
  • 5-6 msk fetaostur í olíu
  • 3 kjúklingabringur
  • Olífuolía, salt og pipar
  • 2 dl bbq sósa (ég nota alltaf Hunts hickory brown sugar)
  • 1 tsk sambal oelek chillimauk (má sleppa ef maður vill ekki hitann)
  • 3 msk sesamfræ
  • Ofaná (ef vill):
  • Svartar Doritos flögur, muldar
  • 1 dós sýrður rjómi með 2 msk bbq sósu pískað saman við

Aðferð: Rífið salatið gróflega niður og leggið í botninn á fati eða stórum diski. Skerið grænmetið frekar smátt og dreifið ofan á. Skerið kjúklinginn í litla bita, kryddið með salti og pipar og steikið á pönnu uppúr smá olíu þar til hann hefur lokast á öllum hliðum. Hellið þá bbq sósunnu út á pönnuna ásamt chillimaukinu og látið þetta krauma saman við meðal-háan hita í um 5 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað og kjúklingurinn eldaður í gegn. Stráið þá sesamfræjunum yfir hrærið saman og takið af hitanum. Leyfið hitanum aðeins að rjúka úr kjúklingnum 5-10 mínútur og hellið honum svo yfir salatið. Skreytið með smá grænmeti og e.t.v. meiri bbq sósu og drefið svo fetaosti yfir allt saman. Berið fram með flögunum og kaldri sósu.

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur kjúklingaréttur, Fljótlegur kjúklingaréttur, Fljótlegur matur, Gott salat, Góður kjúklingaréttur, Grænmetisréttur, Kjúklingabringur uppskrift, Kjúklingaréttur, LKL uppskrift

Kjúklinga taco salat

október 24, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_4422Ég ætlaði svo innilega að ná að gera þetta salat tilbúið áður en myrkrið skall á í kvöld. Á öðru hundraðinu lenti Bónuspokinn á eldhúsborðinu, kveikt á barnaefninu á RÚV, pönnu skellt á eldavélina, kveikt undir, kápunni hent á stól og vörurnar eiginlega rifnar upp úr innkaupapokanum. Kjúklingabringur klofnar í tvennt, kryddaðar og dúndrað á sjóðandi heita pönnuna á meðan var restin af hráefnunum í salatið týnd til. Jú ég var enn dálítið vongóð. Birtan á pallinum alveg sæmileg og ég myndi sennilega ná þessu. Byrjaði að skola grænmeti, skera niður, náði í stóran disk og hálfpartin forðaðist að horfa á myrkrið hægt og rólega síga yfir eldhúsgluggann. Opnaði ostinn, reyndi að ná ostinum úr án þess að rífa pokana, það gekk ekki vel. Þeir sem þekkja mig geta ef til vill reynt að sjá fyrir sér pirringinn þegar ég í mikilli bræði stappaði niður fótunum yfir ostinum pikkföstum í !#%# pokunum. Það gæti skemmt einhverjum.

min_IMG_4429Jæja osturinn kominn á brettið, rifjárnið rifið upp og í millitíðinni hugað að kjúklingabringunum á pönnunni. Þetta var allt að smella. Bara eftir að setja salatið saman og búa til chillidressingu. Tíminn hefur sennilega liðið hraðar en ég gerði mér grein fyrir því á þessum tímapunkti voru táknmálsfréttirnar teknar við af barnaefninu og hið óhjákvæmilega hafði gerst. Það var komið svo mikið myrkur að ég sá ekki einu sinni köttinn sem mjálmaði á pallinum. Það mátti reyna en ég hefði sennilega aldrei náð þessu. Kannski næst. Ég skipti því yfir í lægri gír og kláraði salatið í ögn hægari takti sem ég kann svo mikið betur við í eldhúsinu og það færðist ró yfir heimilið. Salatið var myndað undir eldhúsljósunum. Útkoman bragðlega séð var alveg dásamleg svo ljósin skiptu minna máli. Samsetningin snarvirkaði.. gott salat er bara svo gott!

min_IMG_4433Kjúklinga taco salat (fyrir 3):

  • 2 kjúklingabringur
  • Gott bragðmikið krydd, t.d Chilli explosion og kjúklingakrydd
  • 1 höfuð lambhagasalat
  • 3 vænir eldrauðir tómatar
  • 1 – 2 lárperur
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 gul paprika
  • Ferskt kóríander eftir smekk
  • 2-3 dl rifinn góður ostur, ég notaði Maríbó og Óðalsost
  • Nokkrar nachosflögur muldar yfir. Ég notaði Blue corn chips sem ég fann í Bónus og gefa skemmtilegan lit.
  • 1 límóna

Chillidressing:

  • 1 msk majónes
  • 1 dl ab mjólk eða hrein jógúrt
  • 3 – 4 tsk chillimauk t.d Sambal Oelek, Sriracha sósa eða bæði
  • 1 tsk hunang
  • 2 tsk hvítvínsedik
  • Safi úr 1/2 límónu
  • Salt eftir smekk
  • Þynnt með smá vatni ca. 1-2 msk

Aðferð: Byrjið á að skera kjúklingabringurnar í tvennt á þykktina. Kryddið vel báðum megin og steikið þar til eldaðar í gegn. Takið þá af pönnunni og skerið í strimla. Skerið salatið niður og setjið á fat eða stóran disk. Skerið tómata, papriku, lárperu og lauk niður og stráið yfir ásamt helmingnum af rifna ostinum. Setjið kjúklingastrimlana ofan á. Stráið restinni af ostinum yfir ásamt nachosflögum og kóríander. Hellið smá chillidressingu yfir. Berið fram með chillidressingunni og límónubátum.min_IMG_4428

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Gott salat, Hugmyndir fyrir matarboð, Kjúklingasalat, Léttir réttir, Mexikóskt kjúklinga salat, Mexíkóskur matur, salat

Einfalt sumarsalat með brokkolí, jarðarberjum og piparosti

maí 6, 2013 by helenagunnarsd 2 Comments

min_IMG_2275Ég veit ekki með ykkur, en ég er alltaf í leit að einhverju góðu meðlæti. Þegar kemur að svona þessari daglegu eldamennsku vefst oft fyrir mér hvað ég ætti nú að útbúa til að hafa með kjötinu, eða fiskinum eða hverju því sem á boðstólnum er. Mér finnst sérstaklega þægilegt að geta klárað að gera meðlætið áður en ég elda aðalhráefnið og þurfa ekkert að hugsa um það meir. Núna þegar sólin er farin að skína og hitastigið örlítið farið að hækka er grillið oft dregið fram hér á heimilinu og þegar grillað er á virku kvöldi þegar allir eru svangir og þreyttir þurfa hlutirnir að gerast hratt!

Ég var með grillaða kjúklingaleggi á dögunum og með þeim bar ég fram þetta einstaklega sumarlega og matarmikla salat, sem ásamt kaldri sósu, stóð alveg eitt og sér sem meðlæti með kjúklingaleggjunum. Það þarf nefnilega ekki alltaf að vera að flækja hlutina krakkar mínir. Þetta er nú varla hægt að kalla uppskrift heldur meira upptalning á hráefnum, en gott var það. Og kannski eru einhverjir fleiri en ég þarna úti sem vantar alltaf hugmyndir að meðlæti.. aldrei að vita. Ég verð líka að koma því að hvað jarðarber og svartur piparinn í piparostinum passa einstaklega vel saman. Prófiði bara

min_IMG_2265Sumarlegt salat með brokkolí, jarðarberjum og piparosti (Meðlæti fyrir ca. 4-5):

  • 1 höfuð Lambhagasalat, frekar smátt skorið
  • 1/2 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
  • 1 msk hvítvínsedik
  • 1 avocadó, skorið í litla teninga
  • 1 lítið höfuð brokkolí, hlutað niður og skorið í litla munnbita
  • 1 bakki jarðarber skorin í fjóra hluta
  • 1 pakki rifinn piparostur
  • Ólífuolía, svartur pipar og smá sjávarsalt

Aðferð: Byrjið á að skera rauðlaukinn í þunnar sneiðar, setjið í skál og hellið yfir hann 1 msk af hvítvínsediki og hrærið af og til í lauknum meðan restin af salatinu er útbúið. Við þetta mýkist laukurinn, verður aðeins sætari og ramma laukbragðið hverfur. Blandið öllu hinu saman í stórri salatskál og setjið laukinn síðast saman við, ásamt edikinu. Hellið smá ólífuolíu yfir og sáldið örlitlu sjávarsalti og nýmöluðum svörtum pipar yfir. min_IMG_2280

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Fljótlegt meðlæti, Gott meðlæti, Gott salat, Meðlæti uppskrift, Salat uppskrift, Sumarlegt salat

Salat með klementínum, hráskinku og avocado

apríl 17, 2013 by helenagunnarsd 5 Comments

IMG_1751Um páskana þegar við vorum með hið dásamlega beef Wellington kom Sunna systir mín með þetta frábæra forrétta salat handa okkur sem við gæddum okkur á áður en nautasteikin var snædd. Ég hef nú loks fengið uppskriftina hjá henni og fæ að birta hana hér, mér til mikillar ánægju. Þetta salat er æði, segi það og skrifa. Það er svo lekkert að bera það fram sem forrétt eða jafnvel sem smárétt á léttu kvöldverðarborði. Þetta sameinar einmitt það sem mér þykir oft koma best út. Frekar fá gæða hráefni valin af alúð og sett saman af mikilli ást fyrir þá sem manni þykir vænt um. Þannig hljómaði uppskriftinni allavega frá Sunnu og ef þetta er haft í huga getur rétturinn ekki klikkað.  Vinagrettan sem hún setti yfir salatið gerði svo algjörlega útslagið. IMG_1758Með þessu góða salati drukkum við alveg frábæran dökkan belgískan bjór sem Sunna kom með og smell passaði hann við bragðið af salatinu eins og flís við rass. Bjórinn heitir Rodenbach Vintage 2010. Ég er nokkuð viss um að bjórinn fáist ekki í ríkinu en ég mæli eindregið með að smakka þessa tegund ef þið komist í tæri við hann og hafið gaman af að smakka öðruvísi bjór. Virkilega góður og eiginlega ekki eins og neinn bjór sem ég hafði áður smakkað. Hér eru t.d upplýsingar um bjórinn. Með salatinu væri þó sennilega líka gott að drekkar ískalt frekar þurrt hvítvín.

IMG_1754Forréttasalat fyrir 4-6:

  • 1/2 poki klettasalat.
  • 1 stórt avocado, skorið í sneiðar
  • 2 klementínur eða 1 appelsína
  • 1 bréf góð hráskinka (ca. 10-12 sneiðar)

Aðferð: Setjið klettasalatið í botninn á grunnu fati eða skál. Flysjið appelsínuna eða klementínurnar og raðið bátunum yfir salatið. Setjið því næst avocado sneiðarnar yfir og að lokum upprúllaðar hráskinkusneiðarnar.

Vinagretta:

  • Safi úr einni sítrónu
  • 6 msk ólífuolía
  • 1 msk balsamic edik
  • 1 msk grófkorna dijon sinnep
  • 1 msk vatn
  • Smá sjávarsalt og nýmalaður pipar

Aðferð: Allt hrisst saman í glasi eða krukku. Hellt yfir salatið rétt áður en það er borið fram.IMG_1748

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Avocado uppskrift, Einfaldur forréttur, Forréttir uppskrift, Forréttur, Gott salat, Góð salatdressing, Salat með avocado, Salat með hráskinku

Salat með grilluðum tígrisrækjum á spjóti og kaldri chilli sósu

mars 25, 2013 by helenagunnarsd 2 Comments

IMG_1697Enn ein helgin liðin og enn einu sinni kominn mánudagur. Helgin var alveg einstaklega skemmtileg hjá okkur þar sem við vorum með 10 manna matarklúbb á laugardagskvöldið með frábæru fólki og góðum mat og drykk. Gerist ekki mikið betra en það! Ég er reyndar alltaf líka hrifin af mánudögum svona almennt og skil ekki hvaða mánudagsmæða þetta er alltaf hreint í fólki. Það fólk hlýtur þá bara að vera í svona leiðinlegri vinnu eða almennt að sýsla við eitthvað sem veitir því ekki mikla ánægju í lífinu.. þetta er pæling.

IMG_1687En eins og ég hef talað um hér áður þá er það yfirlíst stefna á mínu heimili að hafa alltaf eitthvað gott og skemmtilegt í matinn á mánudögum. Þar sem veðrið í dag var svo yndislegt fannst mér upplagt að grilla eitthvað gómsætt. Þá mundi ég eftir tveimur pokum af tígrisrækjum sem á átti inni í frysti svo ég ákvað að búa til létt og sumarlegt salat með góðri bragðmikilli dressingu.

IMG_1711Salat með tígrisrækjum:

  • 2 pokar tígrisrækjur (um 600 grömm)
  • 3 msk ólífuolía
  • 1 hvítlauksrif, smátt saxað
  • 1/2 tsk rauðar chilli flögur
  • 2 msk söxuð fersk steinselja
  • 1 sítróna, börkurinn og safinn úr hálfri.
  • Salt og pipar
  • Það sem ég notaði í salatið:
  • Gott grænt salat, t.d blaðsalat, spínat og lollo rosso
  • Avocado
  • Tómatar
  • Kókosflögur
  • Sólþurrkaðir tómatar
  • Ólífuolía, t.d sítrónuolía, salt og pipar og sítrónusafi
  • Sósan:
  • 1 msk majónes
  • 4 msk sýrður rjómi
  • 1 msk sambal oelek chillimaukIMG_1679

Aðferð: Tígrísrækjur látnar þiðna og settar í skál. Ólífuolíu, hvítlauk, chilli flögum, steinselju, rifnum sítrónuberkinu, sítrónusafa, salti og pipar hrært saman og svo hellt yfir rækjurnar. Um að gera að smakka marineringuna til áður en henni er hellt yfir rækjurnar. Þær eru svo þræddar upp á spjót. Það er mjög gott að nota tvö spjót hlið við hlið þegar rækjurnar eru þræddar upp. Þá verður bæði auðveldara að snúa þeim og rækjurnar haggast ekki á spjótunum, þ.e hreyfast ekki þegar þeim er snúið við.IMG_1683IMG_1700 Útbúið svo salatið í stóra skál og hrærið innihaldið í sósuna saman. Grillið rækjurnar á útigrilli við háan hita í 3-5 mínútur á hvorri hlið og berið þær fram volgar ofan á salatinu ásamt chilli sósunni. Ískalt hvítvínsglas væri ekki úr vegi með þessu. Kalda kranavatnið dugði þó vel í þetta skiptið.IMG_1705

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Gott salat, Grillaðar risarækjur, Grillaðar tígrisrækjur, Léttur matur, Salat með risarækjum, Salat með tígrisrækjum, Sumarlegt salat

Kínóa Salat

janúar 4, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

Eftir endalausar kræsingar og stórsteikur finnst mér alltaf gott að útbúa eitthvað létt og gott í maga. Þetta salat kom upp í hugann í dag þegar ég var að reyna að ákveða hvað ætti að vera í matinn, langaði í eitthvað létt en bragðgott og smám saman týndist í hausinn á mér innihaldið í þetta fína salat. Samsetningin á þessu salati er í smá Miðjarðarhafsgír og smellur allt mjög vel saman, t.d sterkur chiili piparinn, fetaosturinn og döðlurnar sem er að mínu mati dásamlegt saman.

IMG_1198Það er sannarlega ekki auðvelt að ná góðum myndum af mat í þessu myrkri en við látum okkur hafa það.

Kínóa er í raun ekki korntegund heldur kemur það úr jurtaríkinu og hérna má lesa skemmtilegan fróðleik um það. Þess má geta að það er stútfullt af próteini og góðum fitusýrum og getur því vel komið í staðin fyrir kjöt eða fisk og stendur alveg fyrir sér sem máltið eitt og sér. Eins og ég gerði í þessum rétti 🙂  Það má í raun nota kínóa á ýmsan máta, t.d sem morgungraut eða í staðin fyrir kúskús eða hrísgrjón sem meðlæti. Kínóa er soðið í hlutföllunum 1 hluti kínóa á móti 2 hlutum af vatni og það er mikilvægt að skola það fyrir suðu. Það er frekar hlutlaust á bragðið og gengur nánast með hverju sem er, svipað og kúskús.

Kínóa salat – fyrir 3-4

  • 1 bolli ósoðið kínóa.
  • 1 lítill kúrbítur, skorinn í sneiðar
  • 3 vorlaukar, smátt skornir
  • 1 rauður chillipipar, fræhreinsaður og frekar smátt skorinn. (Ég hafði bitana frekar stóra svo auðvelt væri að taka þá frá fyrir þann 4 ára)
  • Handfylli söxuð steinselja
  • Aðeins minni handfylli söxuð mynta (má sleppa, ég átti hana bara til og hún kom mjög vel út)
  • 4 msk ristaðar furuhnetur
  • 1 krukka salat feti, vatnið sigtað frá.
  • 1 box piccolo tómatar, eða 1/2 askja kirsuberjatómatar. Skornir í tvennt.
  • Ca. 6 döðlur saxaðar smáttIMG_1179

Byrjið á að skola kínóað og sjóða það í 2 bollum af vatni. Suðan tekur um 15 mínútur. IMG_1183

Hinir yndislegu íslensku piccolo tómatar, bestu tómatar sem við höfum smakkað! ég fékk þá í Bónus.IMG_1185

Kúrbíturinn grillaður á grillpönnu og svo ristaði ég furuhneturnar á pönnunni þegar kúrbíturinn var tilbúinn.IMG_1191

Allt hitt skorið niður á meðan kínóað sýður og kúrbíturinn grillast, ég skar kúrbítinn svo aðeins smærra niður.IMG_1193

Þegar kínóað er soðið er það sett í skál og mesta hitanum leyft að rjúka úr því, það lítur um það bil svona út þegar það er tilbúið.

svo er bara öllu blandað saman og dressingunni hellt yfir að lokum.IMG_1197

Dressing:

Safi úr einni sítrónu kreist í glas, jafn mikið af ólífuolíu hellt samanvið, 1/2 tsk salt, 1/2 tsk pipar, 1 tsk hunang. Öllu blandað vel saman og hellt yfir salatið.IMG_1181

Salatið er alveg rosalega gott og bragðmikið og manni líður alveg einstaklega vel eftir að hafa borðað svona fallegan og góðan mat 🙂 Það geymist alveg ágætlega og væri t.d hægt að undirbúa daginn áður og bera fram í saumaklúbbi eða taka með sér í nesti. Ljúffengt !IMG_1202

Filed Under: Uncategorized Tagged With: Gott salat, Kínóa, Kínóa salat, Piccolo tómatar, Quinoa, Quinoa Salat, salat, Salat með kínóa

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme