• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Grillaðar kjúklingabringur

Fljótleg satay kjúklingaspjót

júní 24, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_3033Það er ýmislegt í minni eldamennsku sem ég á alls ekki erfitt með að viðurkenna og það kinnroðalaust. Til dæmis nota ég oft grænmetis- eða kjöt kraft í formi teninga eða dufts sem ég veit að sumir fá svima af. Og mér þykir það bara allt í lagi, ekki sviminn sko heldur að nota teningana. Ég reyni oftast að kaupa góða teninga eða kraft sem inniheldur ekki MSG og fjárfesti stundum í lífrænum krafti. En ef ég finn það ekki notast ég við gamaldags Knorr kraft og það með góðum árangri. Ég veit að það hljómar æðislega rómantískt að búa til sitt eigið soð, leyfa kjöti eða grænmeti að malla við hæga suðu þar til það sýður niður og eitthvað töfrandi gómsætt gerist. Það er jú vissulega stundum staður og stund fyrir það. En eldamennska af þessum toga er kannski ekki eitthvað sem maður er að malla heima hjá sér svona dags daglega.

Fleira sem ég skammast mín ekki fyrir að nota tilbúið er t.d satay sósa, pestó, hummus og curry paste tilbúið úr krukku. Þar gildir hið gamalkunna að reyna að finna góða tegund sem manni líkar vel og svo er sjálfsagt að hressa aðeins upp á innihaldið með nokkrum leynivopnum úr ísskápnum. Allt þetta má þó vel útbúa heima hjá sér frá grunni sem er virkilega gaman svona inn á milli. Satay kjúklingaspjótin sem ég gerði í gær eru einmitt marineruð úr tilbúinni satay sósu sem ég hressti aðeins upp á. Flljótlegur matur sem er tilvalinn á grillið og virkilega ljúffengur.

min_IMG_3028Satay kjúklingaspjót (fyrir 3):

  • 2-3 vænar kjúklingabringur
  • 1 krukka satay sósa (Ég nota Blue Dragon satay sósu úr glerkrukku)
  • 1 msk sojasósa
  • 1 hvítlauksrif, smátt saxað eða rifið
  • Sítróna, skorin í tvennt
  • 1/2 kjúklingateningur
  • Krydd t.d Pasta Rossa eða Chilli explosion (Ég notaði bæði)

Aðferð: Byrjið á að skera kjúklingabringurnar í litla bita. Ég sker bringuna í tvennt á langveginn og sker hana svo í átta jafna bita. Setjið kjúklingabitana í skál. Hellið helmingnum af satay sósunni yfir kjúklinginn ásamt sojasósunni, hvítlauknum og safanum úr hálfri sítrónu. Blandið þessu vel saman og þræðið upp á teina og kryddið svo.min_IMG_3024 Grillið á vel heitu grilli í 10-15 mínútur og snúið nokkuð oft. Afganginn af satay sósunni hita ég rólega upp í potti ásamt 1 dl af vatni, 1/2 kjúklingatening og safanum úr hálfri sítrónu og ber fram með kjúklingaspjótunum. min_IMG_3031Ég bar spjótin fram með kúskús og salati ásamt satay sósunni sem ég hitaði upp. min_IMG_3030

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Grillaðar kjúklingabringur, Kjúklingabringur grillaðar, Kjúklingabringur uppskrift, Satay kjúklingaspjót, Satay kjúklingur, Satay kjúklingur á spjóti

Grillaðar kryddlegnar kjúklingabringur og litríkt kúskús salat með pikkluðum vorlauk

mars 14, 2013 by helenagunnarsd 4 Comments

IMG_1448Lóan er komin. Hvort hún hafi orðið innligsa hérna í vetur og sé nýlega skriðin undan einhverjum skafli greyið eða hvort hún er nýkomin úr langflugi frá Afríku skiptir ekki öllu. Hún fannst og hún er mætt. Að ég tali nú ekki um blessaða dagsbirtuna sem varir nú langt fram yfir kvöldmatartíma! Hún er líka mætt. Þá er samkvæmt mínum bókum kominn tími til að draga út grillið. Þessi réttur er sannarlega ljúfur og vorlegur eins og vorboðinn ljúfi og bragðið af grilluðum marineruðum kjúklingabringunum og litríku kúskús salatinu smella saman. Pikklaður rauðlaukur er í miklu uppáhaldi hjá mér og ofsalega gott að nota hann út í svona salöt þar sem sterka lauk bragðið dofnar dálítið og laukurinn verður mjög gómsætur. Mæli sannarlega með því að elda þetta á einhverju komandi vorkvöldinu..

Kryddlegnar kjúklingabringur:

  • 3 meðalstórar kjúklingabringur, klofnar í tvennt svo úr verði tvö þunn stykki úr hverri bringu.
  • 4 msk ólífuolía
  • 1 tsk cummin
  • 1 tsk kóríander
  • 1 tsk þurrkað óreganó
  • 1 tsk gróft sjávarsalt
  • 1/2 tsk svartur nýmaðalur pipar
  • Börkur af ca. hálfri sítrónu
  • 1 tsk hunang

IMG_1444Aðferð: Öllu blandað saman í skál og hellt yfir bringurnar og nuddað vel inn í þær. Látið marinerast við stofuhita í 30 mínútur. Ef kjúklingurinn á að marinerast lengur þarf hann að vera í ísskáp. Grillið kjúklingabringurnar í um það bil 7 mínútur á hvorri hlið. Varist að ofelda þar sem þetta eru frekar þunn stykki.

Á meðan kjúklingabringurnar eru að marinerast er upplagt að búa til kúskús salatið.

IMG_1415Kúskús salat með pikkluðum rauðlauk:

  • 3-4 dl hreint kúskús, kryddað með paprikudufti, cummin, kóríander og sjávarsalti. Ca. 1 tsk af hverju. Kúskúsið svo eldað skv. leiðbeiningum á pakkanum.
  • 1 lítill rauðlaukur skorinn í tvennt og svo í þunnar sneiðar.
  • 3 msk hvítvínsedik eða annað hvítt edik og örlítið salt
  • 8-10 þurrkaðar apríkósur
  • 1 lítill poki furuhnetur, ristaðar
  • 1/2 krukka hreinn fetaostur í vatni
  • 1/2-1 sítróna, safinn kreistur úr (fer eftir stærð, sítrónur eru mjög misjafnar)
  • 1 avocado skorið í teninga
  • 1 mangó skorið í teninga

IMG_1426Aðferð: Byrjið á að undirbúa pikklaða rauðlaukinn. Setjið þunnt skorinn laukinn í skál og hellið edikinu yfir ásamt smá salti. Leyfið þessu að liggja í ca. 30 mínútur og hrærið í lauknum af og til. Hann á að breyta aðeins um lit, verður eiginlega skærbleikur og aðeins mýkri.IMG_1417Kúskúsið er svo undirbúið, kryddað og eldað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Þá er að rista furuhneturnar, skera apríkósurnar, avocadoið og mangóið í litla bita og hella vökvanum af fetaostinum. Smakkið kúskúsið til með sítrónusafanum og kannski smá meira salti. Svo er öllu blandað saman og mangóinu og avocadoinu dreift yfir að lokum.IMG_1434Ég bar þetta fram með léttri jógúrtsósu sem passaði mjög vel við þetta. Hrærði saman sýrðan rjóma og ab mjólk til helminga. Kryddaði til með salti, pipar, cummin, orageno og örlitlu hunangi.IMG_1458

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur kjúklingaréttur, Góður kjúklingaréttur, Grillaðar kjúklingabringur, Kjúklingabringur uppskrift, Kúskús salar, Kúskús salat, Léttur kjúklingaréttur, Marinering á kjúklingabringur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme