Grillaðar kryddlegnar kjúklingabringur og litríkt kúskús salat með pikkluðum vorlauk

IMG_1448Lóan er komin. Hvort hún hafi orðið innligsa hérna í vetur og sé nýlega skriðin undan einhverjum skafli greyið eða hvort hún er nýkomin úr langflugi frá Afríku skiptir ekki öllu. Hún fannst og hún er mætt. Að ég tali nú ekki um blessaða dagsbirtuna sem varir nú langt fram yfir kvöldmatartíma! Hún er líka mætt. Þá er samkvæmt mínum bókum kominn tími til að draga út grillið. Þessi réttur er sannarlega ljúfur og vorlegur eins og vorboðinn ljúfi og bragðið af grilluðum marineruðum kjúklingabringunum og litríku kúskús salatinu smella saman. Pikklaður rauðlaukur er í miklu uppáhaldi hjá mér og ofsalega gott að nota hann út í svona salöt þar sem sterka lauk bragðið dofnar dálítið og laukurinn verður mjög gómsætur. Mæli sannarlega með því að elda þetta á einhverju komandi vorkvöldinu..

Kryddlegnar kjúklingabringur:

 • 3 meðalstórar kjúklingabringur, klofnar í tvennt svo úr verði tvö þunn stykki úr hverri bringu.
 • 4 msk ólífuolía
 • 1 tsk cummin
 • 1 tsk kóríander
 • 1 tsk þurrkað óreganó
 • 1 tsk gróft sjávarsalt
 • 1/2 tsk svartur nýmaðalur pipar
 • Börkur af ca. hálfri sítrónu
 • 1 tsk hunang

IMG_1444Aðferð: Öllu blandað saman í skál og hellt yfir bringurnar og nuddað vel inn í þær. Látið marinerast við stofuhita í 30 mínútur. Ef kjúklingurinn á að marinerast lengur þarf hann að vera í ísskáp. Grillið kjúklingabringurnar í um það bil 7 mínútur á hvorri hlið. Varist að ofelda þar sem þetta eru frekar þunn stykki.

Á meðan kjúklingabringurnar eru að marinerast er upplagt að búa til kúskús salatið.

IMG_1415Kúskús salat með pikkluðum rauðlauk:

 • 3-4 dl hreint kúskús, kryddað með paprikudufti, cummin, kóríander og sjávarsalti. Ca. 1 tsk af hverju. Kúskúsið svo eldað skv. leiðbeiningum á pakkanum.
 • 1 lítill rauðlaukur skorinn í tvennt og svo í þunnar sneiðar.
 • 3 msk hvítvínsedik eða annað hvítt edik og örlítið salt
 • 8-10 þurrkaðar apríkósur
 • 1 lítill poki furuhnetur, ristaðar
 • 1/2 krukka hreinn fetaostur í vatni
 • 1/2-1 sítróna, safinn kreistur úr (fer eftir stærð, sítrónur eru mjög misjafnar)
 • 1 avocado skorið í teninga
 • 1 mangó skorið í teninga

IMG_1426Aðferð: Byrjið á að undirbúa pikklaða rauðlaukinn. Setjið þunnt skorinn laukinn í skál og hellið edikinu yfir ásamt smá salti. Leyfið þessu að liggja í ca. 30 mínútur og hrærið í lauknum af og til. Hann á að breyta aðeins um lit, verður eiginlega skærbleikur og aðeins mýkri.IMG_1417Kúskúsið er svo undirbúið, kryddað og eldað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Þá er að rista furuhneturnar, skera apríkósurnar, avocadoið og mangóið í litla bita og hella vökvanum af fetaostinum. Smakkið kúskúsið til með sítrónusafanum og kannski smá meira salti. Svo er öllu blandað saman og mangóinu og avocadoinu dreift yfir að lokum.IMG_1434Ég bar þetta fram með léttri jógúrtsósu sem passaði mjög vel við þetta. Hrærði saman sýrðan rjóma og ab mjólk til helminga. Kryddaði til með salti, pipar, cummin, orageno og örlitlu hunangi.IMG_1458

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Grillaðar kryddlegnar kjúklingabringur og litríkt kúskús salat með pikkluðum vorlauk

 1. Bakvísun: Nokkrar sumarlegar uppskriftir | Eldhúsperlur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s