• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Hamborgari uppskrift

Kjúklingaborgari með osti, beikoni og sinnepssósu

júlí 15, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_3254Við fjölskyldan höfum nú siglt inn í langþráð sumarfrí. Eða að minnsta kosti Heimir og Gunnar Þór. Ég er svona með annan fótinn í fríi og hinn við tölvuna en stefni þó á að taka mér hressilegt, ósvikið og dásamlegt alvöru frí innan skamms. Þar sem þetta var formlega séð fyrsti sumarfrísdagurinn þótti mér feykigott tilefni til að hafa þennan gómsæta hamborgara sem er í miklu uppáhaldi hér á heimilinu. Fróðara fólk en ég myndi kannski kalla þetta samloku frekar en hamborgara. En þar sem ég er bara alls ekki svo vel að mér í hamborgarafræðum eða mikið að pirra mig almennt yfir ýmiskonar skilgreiningum á því hvað matur er kallaður þá er mér bara alveg sama hvað þetta er kallað. Gott er það og einstaklega fljótlegt í eldun, það er nóg fyrir mig. Mér finnst líka alveg upplagt að bera kjúklingaborgarann fram án brauðs og hef þá gjarnan eitt spælt egg með í staðin fyrir brauðið. Rétturinn getur því vel verið vænlegur fyrir þá sem vilja skera niður kolvetni eða brauðmeti í sínu mataræði.min_IMG_3257

Uppskriftin er nú ekki flókin en það eru svona nokkur atriði sem mér finnst ómissandi við gerð borgarans. Krydd lífsins frá Pottagöldrum finnst mér nauðsynlegt til að krydda kjúklingabringurnar með, það er ein af mínum uppáhalds alhliða kryddblöndum og alveg upplögð að nota þegar maður vill fá mikið bragð og smá svona steikhússtemmningu í matinn. Annað sem er ómissandi er að nota góðan ost ofan á herlegheitin og þá finnst mér Maríbo osturinn langsamlega bestur. Gott beikon, vel þroskað avocado, stökkur rauðlaukur og eldrauðir tómatar breyta þessu svo í veislumáltíð.min_IMG_3262

Beikon- kjúklingaborgari með osti og sinnepssósu (fyrir 4-5):

  • 3 kjúklingabringur
  • 12 sneiðar beikon
  • Góður ostur sneiddur í þykkar sneiðar – ég nota Maríbó ost
  • Krydd lífsins frá Pottagöldrum
  • Hamborgarabrauð eða spælt egg (eða bæði fyrir þá sem vilja það!)

Sinnepssósa:

  • 4 msk majónes
  • 2 msk ab mjólk eða hrein jógúrt
  • 1 msk grófkorna dijon sinnep
  • 1 msk hunangs dijon sinnep eða venjulegt dijon sinnep
  • Svartur pipar eftir smekk

Ofan á hamborgarann:

  • Gott íslenskt lambhagasalat eða salatblanda
  • 2 Eldrauðir tómatar skornir í sneiðar
  • 1 rauðlaukur skorinn í sneiðar
  • 1 vel þroskað avocado skorið í sneiðar

Aðferð: Byrjið á að setja beikonsneiðarnar á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið við 220 gráður í 10 mínútur eða þar til beikonið er stökkt. min_IMG_3233Hrærið öllu innihaldinu í sósuna saman.min_IMG_3242Skerið niður grænmetið sem bera á fram með borgaranum.min_IMG_3236Kljúfið kjúklingabringurnar í tvennt á þykktina og kryddið. min_IMG_3232Hitið stóra pönnu og bræðið smá smjör á henni. min_IMG_3238Steikið bringurnar vel á báðum hliðum þar til næstum tilbúnar. min_IMG_3241Leggið tvær beikonsneiðar á hverja bringu. min_IMG_3244Setjið svo eina (eða tvær) væna ostsneið þar ofan á. min_IMG_3246Setjið lok á pönnuna, lækkið hitann og bíðið þar til osturinn bráðnar. min_IMG_3247Berið fram á hamborgarabrauði eða með spældu eggi, meðlætinu og sósunni og njótið.min_IMG_3257

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Beikonborgari, Hamborgari uppskrift, Heimagerður hamborgari, Kjúklingaborgari, Sinnepssósa, Sumarlegur matur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme