• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Jólabakstur

Snickers marengstoppar með rjómasúkkulaði, karamellu og salthnetum

desember 1, 2020 by helenagunnarsd Leave a Comment

Ef ykkur finnst snickers gott eiga þessir eftir að hitta beint í mark. Stökkir að utan og mjúkir að innan með rjómasúkkulaði og stökkum salthnetum. Þetta getur ekki klikkað.

Hráefni:

4 eggjahvítur

240 gr púðursykur

100 gr saxaðar salthnetur

200 gr smátt saxað rjómasúkkulaði

2 lítil Daim súkkulaði, smátt söxuð

Ofaná:

100 gr brætt suðusúkkulaði

4 msk smátt saxaðar salthnetur

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 140 gráður með blæstri
  2. Þeytið eggjhvítur og púðursykur þar til mjög stífir og glansandi toppar myndast. Mæli með að nota hrærivél og þeyta á mesta hraðanum í 10 mínútur.
  3. Blandið hnetum, súkkulaði og Daim varlega saman við eggjablönduna með sleikju.
  4. Setjið með tveimur teskeiðum á bökunarpappír á plötu og bakið í 20 mínútur.
  5. Kælið kökurnar alveg. Bræðið súkkulaði og dreifið yfir þær ásamt smátt söxuðum salthnetum.

Góð ráð:

  • Ef þið eigið margar plötur er best að baka á tveimur til þremur hæðum í einu. Eggjahvítudeig getur ekki staðið mjög lengi á borðinu áður en það er bakað án þess að falla.
  • Ég nota litla ískúluskeið til að setja kökurnar á plötuna. Þá verða þær frekar jafnar að lögun og allar jafn stórar.
  • Það er best að geyma kökurnar í lokuðu íláti við stofuhita. Þær eru langbestar nýjar en geymast vel í viku og jafnvel lengur en þorna við langa geymslu.

Ef þið bakið megið þið endilega deila með mér afrakstrinum á Instagram: @EldhusperlurHelenu – https://www.instagram.com/eldhusperlurhelenu/

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Jólabakstur, Marengs, Marengstoppar, Smákökur, Toppar

Súkkulaðikossar með Baileyskremi..

nóvember 3, 2019 by helenagunnarsd Leave a Comment

Það er löngu komin á sú hefð að prófa að minnsta kosti eina nýja smákökuuppskrift í aðdraganda aðventu. Þessar dúllur hittu lóðbeint í mark og eru jafn dásamlegar og þær hljóma. Athugið að ef þið vijlið getið þið vel sleppt því að nota Baileys í uppskriftina og notað í staðin rjóma. Það er alls ekki síðra.

  • 150 gr mjúkt smjör
  • 200 gr sykur
  • 2 egg
  • 2 tsk vanilluextract
  • 160 gr hveiti
  • 60 gr kakó
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 3 msk Baileys líkjör (eða rjómi)

Aðferð:

  1. Ofn hitaður í 160 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Smjör og sykur þeytt mjög vel saman þar til ljóst og létt. Eggin fara út í og þeytt vel saman.
  2. Hveiti, kakó, salti og matarsóda blandað saman og bætt út í ásamt Baileys eða rjóma og blandað saman í deig og kælt í ísskáp í 10-15 mínútur.
  3. Deigið sett með tveimur teskeiðum á ofnplötu. Úr þessari uppskrift næ ég um það bil 60 kökum og miða við að setja 20 kökur á hverja ofnplötu.
  4. Bakið kökurnar í 7-9 mínútur. Takið út og kælið. Athugið að kökurnar eiga að vera mjúkar en ekki stökkar.

Baileys smjörkrem

  • 150 gr mjúkt smjör
  • 200 gr flórsykur
  • 80 ml Baileys (eða 80 ml rjómi og 1 msk kakó)
  • 1 tsk vanilluextract

Aðferð:

  1. Smjör þeytt mjög vel þar til ljóst og létt.
  2. Flórsykur fer út í og þetta þeytt aftur mjög vel saman. Kremið á að vera létt og loftmikið.
  3. Hellið Baileys og vanillu saman við á meðan þið þeytið, skafið vel hliðarnar og þeytið vel áfram.
  4. Sprautið kreminu á helminginn af kökunum og leggið köku ofan á til að mynda samloku.
  5. Kökurnar geymast vel í lokuðu íláti í ísskáp í nokkra daga en geymast líka mjög vel í frysti.

Endilega fylgið með mér á Instagram: @helenagunnarsd – og taggið mig ef þið prófið Eldhúsperlur í ykkar eldhúsi!

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Baileyskökur, Bakstur, Bestu smákökurnar, Jólabakstur, Smákökur, Súkkulaðikökur

Hafrakossar

nóvember 26, 2013 by helenagunnarsd 39 Comments

min_IMG_4360Ó þessir hafrakossar. Þegar Vikan hafði samband við mig og bað mig um að senda inn uppskriftir fyrir matgæðing vikunnar voru þessar dúllur fyrstar að koma upp í hugann. Þetta er svona næstum of gott til að vera satt og getur eiginlega ekki annað en slegið í gegn. Ég fékk hugmyndina að kökunum á síðunni sem bandarísku hjónin Kevin og Amanda halda úti. Þar má oft finna skemmtilegar uppskriftir, fallegar ljósmyndir og hugmyndir að hinu og þessu. Uppskriftirnar á síðunni eiga það hins vegar all flestar sameiginlegt að ekkert er til sparað í smjeri, sykri og öðru fíneríi svo þær flokkast algjörlega undir mat sem fólk ætti ekki að hafa oft á borðum. En maður minn, ef þú vilt gera vel við þig og þína og baka guðdómlegar kökur til að eiga á aðventunni, já þá eru þessar bara málið, ég lofa!

min_IMG_4358Hafrakossar (Breytt uppskrift frá www.kevinandamanda.com):

  • 250 gr mjúkt smjör við stofuhita
  • 2 dl púðursykur
  • 1 dl sykur
  • 1 egg
  • 2 tsk vanilluexract
  • 3 dl hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • ½ tsk kanill
  • 6 dl haframjöl (ath ekki grófir hafrar)

Aðferð:

Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljós. Bætið egginu og vanillu út í og blandið vel saman við.

Hrærið saman hveiti, matarsóda, salti og kanil. Bætið út í smjörblönduna og hrærið létt saman. Bætið höfrunum út í og blandið þar til rétt svo komið saman. Setjið deigið með tveimur teskeiðum á plötu, þrýstið aðeins ofan á hverja köku og bakið í 8-10 mínútur. Kælið á grind.

Krem:

  • 150 gr smjör
  • 250 gr flórsykur
  • 2 msk rjómi
  • 1 tsk vanilluextract

Aðferð: Þeytið allt vel saman og sprautið eða smyrjið á kældar kökurnar og leggið aðra köku ofan á. min_IMG_4359

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Baka fyrir jólin, Bestu smákökurnar, Hafrakökur, Hafrakossar, Haframjölskökur, Jólabakstur, jólasmákökur, Kökur með kremi, Smákökur, Uppáhalds smákökurnar

Svívirðilegar súkkulaðibitakökur

september 25, 2013 by helenagunnarsd 16 Comments

min_IMG_3801Á dögunum blés Nói Siríus til uppskriftasamkeppni. Þar auglýstu þeir eftir uppskriftum sem hægt væri að birta í uppskriftabæklingi sem þeir gefa út fyrir hver jól. Ég var ekki lengi að hugsa mig um þegar ég mundi eftir uppskrift að alveg einstaklega (og þá meina ég einstaklega) góðum súkkulaðibitakökum sem ég bakaði fyrir síðustu jól. Í alvöru krakkar, þá er þetta með þeim bestu smákökum sem ég hef bakað og þær eru ólíkar öllum súkkulaðibitakökum sem ég hef smakkað. Nýbakaðar minna þær dálítið á pínulitlar franskar súkkulaðikökur eða brownies. Þær eru stökkar að utan og mjúkar inn í og haldast þannig í nokkra daga séu þær geymdar í lokuðu íláti. Það er mikið súkkulaði í þeim og uppskriftin og aðferðin er einföld, byrjar og endar á súkkulaði svo útkoman er dásamleg. min_IMG_4247Nói Siríus var allavega sammála mér og ég var svo heppin, ásamt þremur öðrum að hljóta í verðlaun fyrir uppskriftina, veglega gjafakörfu fulla af góðgæti og bökunarvörum frá Nóa Siríus. Uppskriftin mun þó ekki birtast í bökunarbæklingnum fyrir jólin en það var girnileg súkkulaðikaka með Pipp bananakremi frá Eldhússögum sem hlaut þann heiður. Það er því þeim mun meiri þörf á að birta uppskriftina að súkkulaðibitakökunum hér 🙂min_IMG_4251Aldeilis ekki ónýtt að fá svona fínerí og ég er ansi hrædd um að jólabaksturinn eigi eftir að innihalda ýmislegt úr þessari girnilegu körfu. En hér kemur uppskriftin. Endilega prófið og njótið, alveg voða vel.

min_IMG_3796Svívirðilegar súkkulaðibitakökur (ca. 20 kökur):

  • 200 gr 56% súkkulaði
  • 50 gr ósaltað smjör
  • 80 gr hveiti
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 2 egg
  • 150 gr ljós púðursykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 300 gr suðusúkkulaði

min_IMG_3807Aðferð: Hitið ofn í 160 gráður með blæstri annars 180. Byrjið á að bræða 56% súkkulaði og smjör í potti yfir vægum hita. Takið af hitanum og leyfið að kólna/ná stofuhita. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti og setjið til hliðar. Setjið 300 gr af suðusúkkulaði í plastpoka og berjið með hamri eða kökukefni svo súkkulaðið brotni í grófa misstóra mola, það má líka saxa súkkulaðið gróft með hnífi.min_IMG_3760

Þeytið eggin og púðursykurinn ásamt vanillu vel og lengi saman þar til ljóst og létt. Hellið brædda súkkulaðinu rólega út í eggjablönduna og hrærið varlega saman við. Setjið því næst hveitiblönduna út í og blandið varlega saman við, ekki þeyta á þessum tímapunkti, bara rétt hræra saman. Hellið súkkulaðibrotunum út í og blandið saman við með sleikju. min_IMG_3766Setjið eina vel fulla matskeið af deiginu á bökunarpappírsklædda plötu og hafið gott bil á milli. Athugið að deigið er dálítið blautt. Stingið tveimur til þremur súkkulaðimolum ofan á hverja köku. Bakið í 12-14 mínútur og leyfið kökunum að kólna á grind. Athugið að kökurnar eiga að vera blautar í miðjunni svo alls ekki baka þær of lengi.min_IMG_3787min_IMG_3798

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Góðar súkkulaðibitakökur, Jólabakstur, jólasmákökur, Smákökur, Súkkulaði uppskriftir, Súkkulaðibitakökur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme