• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

jólasmákökur

Hnetusmjörskökur með sultutoppi

desember 2, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_4644Ég ætlaði að nota titilinn ”Glútenlausar hnetusmjörskökur með sultutoppi” en hætti snarlega við því ég var svo hrædd um að þá héldu allir að þetta væru vondar kökur. Sem þær eru ekki. Orð sem enda á –skert eða –laust hljóma bara ekki vel. Samanber fituskert, sykurskert, fitulaust, hveitilaust, hef þó aldrei heyrt um hveitiskert bakkelsi, það væri nýtt. Nei þessi orð eiga það sameiginlegt að vera bara alls ekkert freistandi. Þó að desember sé kannski ekki sá tími sem fólk er mikið að spá í hvort að smákökur séu hveiti- sykur, mjöllausar eða skertar þá getur það varla verið annað en gott þegar kökur sem eru svona dásamlega góðar og auðveldar séu líka t.d með öllu lausar við hveiti og annað mjöl og lítið mál að skipta sykrinum út fyrir sætuefni. Möguleikarnir eru endalausir! Svo hlýtur það líka að vera plús að þurfa ekkert nema litla skál og matskeið til að búa þær til. Svoleiðis uppskriftir falla alltaf vel í kramið hjá mér og eru eiginlega alveg að slá í gegn núna á aðventunni, má ég minna á Nutella kökurnar?? Ef þið eruð hrifin af hnetusmjöri mæli ég með því að þið prófið þessar kökur hið snarasta. Fylgist vel með þeim í ofninum og passið bara að ofbaka þær ekki. Verið svo ekkert að spara sultuna ofan á. Namm.

min_IMG_4641Hnetusmjörskökur með sultutoppi:

  • 200 gr hreint hnetusmjör (t.d frá Sollu)
  • 2 egg
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 2 msk púðursykur (eða önnur sætuefni)
  • 2 msk hrásykur (eða önnu sætuefni)
  • 1 tsk vanilluextract eða 1/2 tsk vanilludropar
  • Góð sulta, ég notaði jarðarberjasultu.

Í staðin fyrir sultu mætti vel nota t.d Nutella… Um að gera að prófa sig áfram.

Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri annars 180. Hrærið saman hnetusmjöri, eggjum, matarsóda, púðursykri, hrásykri og vanillu. Athugið að fyrst um sinn er auðvelt að hræra deigið, þegar það kemur saman verður erfiðara að hræra það og deigið mun virka þurrt og skrýtið. Það er eðlilegt. Hrærið bara þar til allt er komið saman. Mótið kúlur úr 1 msk af deiginu og setjið á bökunarplötu (ég nota svona litla ísskeið við verkið). Gerið holu í hverja köku t.d með vísifingri, gott að dýfa fingrinum í vatn eða smá olíu svo deigið festist ekki við.min_IMG_4628 Bakið í 8 mínútur. Takið út og ýtið aðeins aftur í holuna t.d með endanum á sleif. Setjið eina góða teskeið af sultu í hverja köku.min_IMG_4630Bakið áfram í 3 mínútur en fylgist vel með kökunum og passið að taka þær út áður en sultan fer að sjóða því þá lekur hún upp úr. min_IMG_4632Kælið á grind og njótið!min_IMG_4643

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: glútenfrír bakstur, Glútenlausar smákökur, Hnetusmjörskökur, jólasmákökur, Kökur með hnetusmjöri, LKL bakstur, LKL smákökur, Smákökur með hnetusmjöri

Hafrakossar

nóvember 26, 2013 by helenagunnarsd 39 Comments

min_IMG_4360Ó þessir hafrakossar. Þegar Vikan hafði samband við mig og bað mig um að senda inn uppskriftir fyrir matgæðing vikunnar voru þessar dúllur fyrstar að koma upp í hugann. Þetta er svona næstum of gott til að vera satt og getur eiginlega ekki annað en slegið í gegn. Ég fékk hugmyndina að kökunum á síðunni sem bandarísku hjónin Kevin og Amanda halda úti. Þar má oft finna skemmtilegar uppskriftir, fallegar ljósmyndir og hugmyndir að hinu og þessu. Uppskriftirnar á síðunni eiga það hins vegar all flestar sameiginlegt að ekkert er til sparað í smjeri, sykri og öðru fíneríi svo þær flokkast algjörlega undir mat sem fólk ætti ekki að hafa oft á borðum. En maður minn, ef þú vilt gera vel við þig og þína og baka guðdómlegar kökur til að eiga á aðventunni, já þá eru þessar bara málið, ég lofa!

min_IMG_4358Hafrakossar (Breytt uppskrift frá www.kevinandamanda.com):

  • 250 gr mjúkt smjör við stofuhita
  • 2 dl púðursykur
  • 1 dl sykur
  • 1 egg
  • 2 tsk vanilluexract
  • 3 dl hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • ½ tsk kanill
  • 6 dl haframjöl (ath ekki grófir hafrar)

Aðferð:

Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljós. Bætið egginu og vanillu út í og blandið vel saman við.

Hrærið saman hveiti, matarsóda, salti og kanil. Bætið út í smjörblönduna og hrærið létt saman. Bætið höfrunum út í og blandið þar til rétt svo komið saman. Setjið deigið með tveimur teskeiðum á plötu, þrýstið aðeins ofan á hverja köku og bakið í 8-10 mínútur. Kælið á grind.

Krem:

  • 150 gr smjör
  • 250 gr flórsykur
  • 2 msk rjómi
  • 1 tsk vanilluextract

Aðferð: Þeytið allt vel saman og sprautið eða smyrjið á kældar kökurnar og leggið aðra köku ofan á. min_IMG_4359

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Baka fyrir jólin, Bestu smákökurnar, Hafrakökur, Hafrakossar, Haframjölskökur, Jólabakstur, jólasmákökur, Kökur með kremi, Smákökur, Uppáhalds smákökurnar

Nutella smákökur

nóvember 21, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_4373Það er alveg með ólíkindum hvað fólk almennt virðist hafa gaman að því að lesa um mat. Ég verð allavega pínulítið feimin þegar ég átta mig á því hversu margir lesa þessa litlu uppskriftasíðu mína sem í byrjun átti aðeins að vera fyrir mig og mína og til að hafa uppskriftirnar allar á einum stað. Mér þykir svo ótrúlega vænt um að þið viljið líta hingað inn og ég tala nú ekki um þegar þið skiljið eftir ykkur spor eða sendið mér línu. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað það er gaman að halda úti svona síðu og hvað það gefur mér mikið að geta veitt öðrum innblástur þegar kemur að bakstri og matargerð. Það er svo stutt síðan ég sat hinum megin við borðið, þræddi matarblogg (sem ég geri sannarlega ennþá) og uppskriftasíður og hugsaði um að kannski ætti maður bara að skella saman einu svona bloggi til að koma skikki á uppskriftasafnið.

Í dag, 21. nóvember er heilt ár liðið síðan fyrsta uppskriftin birtist á Eldhúsperlum, gestum hefur jafnt og þétt fjölgað og uppskriftirnar eru orðnar vel á annað hundrað. Undanfarnar vikur hefur heimsóknateljarinn á síðunni hvað eftir annað slegið eigið met og greinilegt að mataráhugi fólks fer ekki dvínandi. í febrúar ákvað ég að stofna Facebook síðu utan um bloggið. Ég setti mér það markmið að ef sú síða myndi ná 1000 ”like-um” fyrir árslok 2013 ætlaði ég halda áfram með hana. Mér fannst einfaldlega eitthvað svo sorgleg tilhugsun að vera með síðu sem næði ekki inn sterkum lesendahópi. Síðan er núna komin yfir 2600 ”like” svo markmiðinu er náð og gott betur. Eins og er get ég ekki hugsað mér að hætta að skrifa um mat eða að bæta nýjum færslum inn á Eldhúsperlur, þetta er svo gaman! Við ykkur langar mig einfaldlega að segja TAKK. Takk fyrir að lesa og takk fyrir að vera svona skemmtileg. Ég hlakka mikið til næsta Eldhúsperluárs með nýjum uppskriftum og tryggum lesendum.

min_IMG_4370Í tilefni dagsins læt ég hér fylgja með einhverja einföldustu en bestu smákökuuppskrift sem ég hef prófað. Uppskriftin birtist í Vikunni fyrr í mánuðinum svo það er kominn tími til að hún birtist hér. Ég mæli með að þið prófið þessar og vona að þið njótið vel!

Nutella smákökur með sjávarsalti:

  • 200 gr nutella
  • 2 msk hrásykur
  • 1 egg
  • 1 tsk vanilluextract
  • 1 tsk instant kaffiduft (ég mala það í morteli)
  • 1,5 dl fínmalað spelt eða hveiti
  • 1 dl (eða meira) dökkir eða ljósir súkkulaðidropar eða saxað súkkulaði
  • Gott sjávarsalt í flögum t.d Maldon eða Saltverk

min_IMG_4214Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri, annars 180. Hrærið nutella, egg, vanillu, sykur og kaffiduft saman með sleif þannig að það blandist vel saman. Bætið hveitinu út í ásamt súkkulaðidropunum og hrærið þar til það hefur rétt svo samlagast deiginu. min_IMG_4212Kælið í 15-30 mínútur. Setjið deigið með tveimur teskeiðum á bökunarplötu, stráið örlitlu sjávarsalti ofan á hverja köku og bakið í 7-9 mínútur. Mér finnst betra að baka þær aðeins of lítið og leyfa þeim svo að kólna. Þá verða þær mjúkar í miðjunni og dásamlegar.min_IMG_4219 Athugið að kökurnar eiga að vera mjúkar í miðjunni. Kælið á grind. min_IMG_4229

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Auðveldar smákökur, Að baka úr Nutella, Bakstur fyrir börnin, Einfaldar smákökur, jólasmákökur, Nutella, Nutella smákökur, Smákökur

Svívirðilegar súkkulaðibitakökur

september 25, 2013 by helenagunnarsd 16 Comments

min_IMG_3801Á dögunum blés Nói Siríus til uppskriftasamkeppni. Þar auglýstu þeir eftir uppskriftum sem hægt væri að birta í uppskriftabæklingi sem þeir gefa út fyrir hver jól. Ég var ekki lengi að hugsa mig um þegar ég mundi eftir uppskrift að alveg einstaklega (og þá meina ég einstaklega) góðum súkkulaðibitakökum sem ég bakaði fyrir síðustu jól. Í alvöru krakkar, þá er þetta með þeim bestu smákökum sem ég hef bakað og þær eru ólíkar öllum súkkulaðibitakökum sem ég hef smakkað. Nýbakaðar minna þær dálítið á pínulitlar franskar súkkulaðikökur eða brownies. Þær eru stökkar að utan og mjúkar inn í og haldast þannig í nokkra daga séu þær geymdar í lokuðu íláti. Það er mikið súkkulaði í þeim og uppskriftin og aðferðin er einföld, byrjar og endar á súkkulaði svo útkoman er dásamleg. min_IMG_4247Nói Siríus var allavega sammála mér og ég var svo heppin, ásamt þremur öðrum að hljóta í verðlaun fyrir uppskriftina, veglega gjafakörfu fulla af góðgæti og bökunarvörum frá Nóa Siríus. Uppskriftin mun þó ekki birtast í bökunarbæklingnum fyrir jólin en það var girnileg súkkulaðikaka með Pipp bananakremi frá Eldhússögum sem hlaut þann heiður. Það er því þeim mun meiri þörf á að birta uppskriftina að súkkulaðibitakökunum hér 🙂min_IMG_4251Aldeilis ekki ónýtt að fá svona fínerí og ég er ansi hrædd um að jólabaksturinn eigi eftir að innihalda ýmislegt úr þessari girnilegu körfu. En hér kemur uppskriftin. Endilega prófið og njótið, alveg voða vel.

min_IMG_3796Svívirðilegar súkkulaðibitakökur (ca. 20 kökur):

  • 200 gr 56% súkkulaði
  • 50 gr ósaltað smjör
  • 80 gr hveiti
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 2 egg
  • 150 gr ljós púðursykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 300 gr suðusúkkulaði

min_IMG_3807Aðferð: Hitið ofn í 160 gráður með blæstri annars 180. Byrjið á að bræða 56% súkkulaði og smjör í potti yfir vægum hita. Takið af hitanum og leyfið að kólna/ná stofuhita. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti og setjið til hliðar. Setjið 300 gr af suðusúkkulaði í plastpoka og berjið með hamri eða kökukefni svo súkkulaðið brotni í grófa misstóra mola, það má líka saxa súkkulaðið gróft með hnífi.min_IMG_3760

Þeytið eggin og púðursykurinn ásamt vanillu vel og lengi saman þar til ljóst og létt. Hellið brædda súkkulaðinu rólega út í eggjablönduna og hrærið varlega saman við. Setjið því næst hveitiblönduna út í og blandið varlega saman við, ekki þeyta á þessum tímapunkti, bara rétt hræra saman. Hellið súkkulaðibrotunum út í og blandið saman við með sleikju. min_IMG_3766Setjið eina vel fulla matskeið af deiginu á bökunarpappírsklædda plötu og hafið gott bil á milli. Athugið að deigið er dálítið blautt. Stingið tveimur til þremur súkkulaðimolum ofan á hverja köku. Bakið í 12-14 mínútur og leyfið kökunum að kólna á grind. Athugið að kökurnar eiga að vera blautar í miðjunni svo alls ekki baka þær of lengi.min_IMG_3787min_IMG_3798

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Góðar súkkulaðibitakökur, Jólabakstur, jólasmákökur, Smákökur, Súkkulaði uppskriftir, Súkkulaðibitakökur

Myntu smákökur með bismark og hvítu súkkulaði

desember 21, 2012 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_0835

Eru annars ekki að koma jól?? 🙂 Ég verð nú eiginlega að skella hérna inn einni smákökuuppskrift sem ég rakst á um daginn og varð að prófa, enda mynta og súkkulaði heilög jólatvenna í mínum bókum. Útkoman varð alveg hreint ljómandi góð og ef þið ætlið að baka eina aukasort um helgina, eða bara eina sort í það heila mæli ég eindregið með þessari. Þær eru svakalega jólalegar og góðar.

Jólasmákökur með myntu og hvítu súkkulaði (Breytt uppskrift af marthastewart.com):

  • 225 gr smjör
  • 1,5 bolli sykur eða hrásykur
  • 1/2 tsk piparmyntu extract (fæst t.d í Kosti, líka hægt að sleppa og nota bara vanillu extract)
  • 1 stórt egg
  • 2 1/2 bolli hveiti eða fínt spelt
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft, eða venjulegt lyftiduft.
  • 1 bolli litlir dökkir súkkulaðidropar

(Ég nota ameríska bollastærð sem er 2.4 dl)

Aðferð: 

Ofninn hitaður í 180 gráður með blæstri, 190 gráður án blásturs. Smjör, sykur og piparmyntu extract þeytt þar til létt og ljóst, egginu bætt út í og hrært vel. Hveitinu og lyftiduftinu bætt út, hrært létt saman og síðast er súkkulaðidropunum hrært saman við. Ég sett deigið svo á plastfilmu rúllaði því upp í lengju og geymdi í ísskáp í þrjá sólahringa. Það var nú bara af því ég hafði ekki tíma til að baka þær strax. Það er í góðu lagi baka úr því strax og það er tilbúið!

IMG_0799

IMG_0818

Svo skar ég deigrúlluna í sneiðar og rúllaði kúlur úr deiginu. Setti þær á plötu með góðu millibili og þrýsti aðeins ofan á hverja kúlu með fingrunum. Þetta bakaði ég í 9 mínútur.

IMG_0826

Eða þangað til að kökurnar litu svona út. Þá lét ég þær kólna alveg og útbjó það sem átti að fara ofan á þær.

Ofan á:

  • 200 gr. Hvítt súkkulaði, brætt yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
  • 1/2 poki Bismark brjóstsykur, mulinn.

IMG_0824

Ég notaði hvíta súkkulaðidropa sem ég fékk í Kosti og bræddi þá yfir vatnsbaði.

IMG_0823

Muldi Bismark brjóstsykurinn.

IMG_0840Svo setti ég um það bil 2 tsk af hvíta súkkulaðinu á hverja köku og stráði svo smá muldum brjóstykri yfir. Ég gerð þetta ekki við allar kökurnar, sumar hafði ég bara svona allsberar og þær voru líka mjög góðar þannig.

IMG_0838

Þetta er auðvitað bara algjört nammi ! Verði ykkur að góðu 🙂

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: jólasmákökur, piparmynta og súkkulaði, Smákökur, súkkulaðibitaköku uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme