• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Kjúklingur

Chilli og sítrónu kjúklingur með marokkósku kúskús salati, möndluflögum og apríkósum

nóvember 4, 2013 by helenagunnarsd 2 Comments

min_IMG_4540Ég hef játað mig sigraða og verð nú að horfast í augu við myrkur á kvöldmatartíma. Þar sem ég hef ekki tök á að elda mat eða baka á daginn nema einstaka sinnum er þetta óhjákvæmlegur fylgifiskur vetrarins. Mér þykir bara svo gaman að deila með ykkur uppskriftum þegar vel tekst til að ég læt mig hafa það að mynda matinn undir eldhúsljósunum. Þið harkið bara af ykkur. Þessi kjúklingaréttur flokkast sannarlega undir mat sem tókst vel. Sunna systir sagði mér á dögunum frá kjúklingarétti sem hún hafði fengið hjá vinkonu sinni, rétturinn var svo góður að hún hafði ekki getað hætt að hugsa um hann.

min_IMG_4538Það er skemmst frá því að segja að aðeins eru nokkrir dagar síðan hún sagði mér frá réttinum en samt er ég búin að elda hann tvisvar. Þetta er nýjasta æðið! Ég get svo svarið það. Rétturinn er ótrúlega einfaldur en galdurinn er marineringin á hann. Chillimaukið Sambal oelek blandað saman við dijon sinnep og sítrónu er hættulega góð samsetning og eiginlega ávanabindandi. Ég get því ekki annað en þakkað Árdísi vinkonu fyrir hugmyndina að snilldarmarineringu á kjúkling og mælt með því að þið prófið. Ég bjó til marokkóskt kúskús salat sem meðlæti í þetta skiptið sem mér fannst smellpassa við bragðmikinn kjúklinginn.

Kjúklingurinn (fyrir 5):

  • 1 kg úrbeinuð kjúklingalæri
  • 2 msk Sambal oelek chillimauk
  • 1 msk dijon sinnep (ég notaði hunangsdijon og venjulegt til helminga)
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 tsk gott sjávarsalt
  • Nýmalaður svartur pipar
  • 3 msk fetaostur
  • 1 sítróna skorin í báta

Aðferð: Hitið ofn í 200 gráður. min_IMG_4522Hærið saman chillimauki, dijon sinnepi, ólífuolíu, salti og pipar. Makið þessu vel á kjúklingalærin og leggið þau í eldfast mót. Stingið sítrónubátum inn á milli kjúklingabitanna, stráið fetaostinum yfir og bakið í 30 mínútur. Á meðan kjúklingurinn er í ofninum gerið þið svo kúskúsið tilbúið. min_IMG_4530

Kúskús og meðlætið:

  • 200 gr kryddað kúskús
  • 10 þurrkaðar apríkósur
  • 50 gr ristaðar möndluflögur
  • 2 tómatar skornir í grófa bita
  • 1 lítill rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
  • 1/2 rauður chilli smátt skorinn
  • Ferskt saxað kóríander eða steinselja til skrauts (má sleppa)

Aðferð: Eldið kúskúsið skv. leiðbeiningum á pakkanum. min_IMG_4519Ég hellti því bara í eldfasta mótið sem ég notaði til að bera matinn fram, stráði apríkósunum yfir og hellti sjóðandi heitu vatni þar til rétt flaut yfir. min_IMG_4524min_IMG_4526Ristið möndluflögurnar á þurri pönnu en gætið þess að brenna þær ekki. Hafið pönnuna á meðalhita. min_IMG_4527Þegar kúskúsið er tilbúið, hrærið það upp með gaffli og stráið möndlunum yfir. min_IMG_4528Leggið kjúklingalærin ofan á kúskúsið, hellið soðinu úr fatinu yfir og kreistið bakaðar sítrónurnar líka yfir. min_IMG_4533Dreifið tómatabitunum og rauðlauknum yfir að lokum og stráið e.t.v yfir ferskum kóríander eða steinselju, möndluflögum, chilli og smá fetaosti.min_IMG_4537Berið fram og njótið !

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Chilli kjúklingur, Einfaldur kjúklingur, Góður kjúklingaréttur, Kjúklingalæri uppskrift, Kjúklingur, Kúskús salat, Marokkóskur kjúklingur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme