• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Lasagna uppskrift

Lasagne alla Bolognese

mars 5, 2013 by helenagunnarsd 2 Comments

IMG_1208Það kemur sífellt betur í ljós hversu mikilvægt það er að elda matinn sem við borðum frá grunni. Ég er reyndar vön því frá mínu æskuheimili að fjölbreyttur matur var alltaf á borðum og hann ætíð eldaður frá grunni. Unnar kjötvörur, pakkamatur og tilbúnir réttir heyrðu allavega til undantekninga og þannig er það ennþá. Það vefst því ekki mjög mikið fyrir mér nú þegar ég sé sjálf um mest alla eldamennsku að gera slíkt hið sama á mínu heimili. Að elda mat frá grunni er hvorki tímafrekt né flókið. Þetta er sennilega bara spurning um vana eins og með svo margt annað. Við þurfum svo ekkert að ræða hvað útkoman er miklu betri þegar við útbúum matinn sjálf og vitum nákvæmlega hvaða hráefni fór í hann.

Að venjast á að góðan og hollan mat sé auðvelt að elda heima við og að þekkja hvaða hráefni við notum í matinn, þykir mér vera eitt af því mikilvægasta sem ég kenni syni mínum. Við erum ekki á neinu sérstöku heilsufæði og erum svo heppin að vera ekki með ofnæmi eða þurfa að forðast einhverja fæðu svo við getum leikið okkur heilmikið með ýmis hráefni. Það er bara svo sorglegt þegar sjö ára börn þekkja ekki muninn á lauk og gulrót og vita ekki að það eru ekki til ”franska kartöflu tré”. Hafandi skrifað þetta vil ég taka fram að við erum ekki fullkomin og myndi ég seint halda því fram. Ég viðurkenni fúslega að einstaka pylsa og frönsk kartafla rata á okkar matardiska.. en það er líka undantekningin sem sannar regluna eins og einhver sagði.

IMG_1176Hafandi rausað þetta langar mig að gefa ykkur uppskrift að lasagna sem ég mallaði á dögunum. Þeir sem fylgjast með Eldhúsperlum á Facebook hafa eflaust séð þennan glænýja fagur rauða pott sem mér áskotnaðist á dögunum. Að sjálfsögðu gat ég ekki sleppt því að elda bolognese sósuna sem fór í lasagnað í þessum potti og er ekki frá því að bragðið hafi verið allt annað og betra fyrir vikið. Þessi kjötsósa er frekar klassísk bolognese kjötsósa og mætti vel nota hana sem slíka út á spaghetti. Ég bjó hins vegar til lasagna úr henni að ósk sonarins.

Ég hef ekki tölu á því hversu margar útgáfur af bolognese sósum ég hef mallað gegnum tíðina. Allt frá því að steikja hakk á pönnu og hella yfir tilbúinni sósu úr krukku, yfir í að elda sósuna úr úrvals hráefni og leyfa henni að malla í margar klukkustundir. Mig hefur lengi dreymt um að gera þessa ítölsku kjötsósu frá Ragnari, The doctor in the kitchen. Hans útgáfa kemst sennilega nær hinni upprunalegu uppskrift að bolognese kjötsósu en mín uppskrift. Ef sú uppskrift er þá til. Annars er ég ekkert svo vel að mér í sögu ítalskra kjötsósa.. Ég hef þó komist að því að galdurinn að baki ómótstæðilegri kjötsósu er að setja rauðvín út í hana, oggupínulítinn matreiðslurjóma til að vega upp á móti sýrunni í tómötunu og leyfa henni svo að malla helst í tvær klukkustundir. Svo er auðvitað fullt annað hægt að gera til að hún verði góð. En þetta er svona einfalda leiðin og ég held ég geti bara sagt að hún svínvirkar!

Lasagne Bolognese (Fyrir 5-6):

  • 3-4 skallottu laukar
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 stór gulrót
  • 1 grein rósmarín (eða 1 tsk þurrkað)
  • 600 grömm hreint ungnautahakk
  • 1 msk tómatpúrra
  • 1 rauðvínsglas (2,5 dl)
  • 5 vel þroskaðir tómatar
  • 1 krukka hakkaðir tómatar (eða tvær dósir, ég nota þessa lífrænu í glerkrukkunni frá Sollu)
  • 1/2 dl matreiðslurjómi
  • Ólífuolía
  • Smakkað til með sjávarsalti, nýmöluðum svörtum pipar og örlitlu hunangi, eða annari sætu
  • Ferskar lasagna plötur (eða þurrkaðar)
  • 1 stór dós kotasæla
  • 3 msk rifinn parmesan ostur
  • ca 1/4 tsk múskat
  • 2-3 lúkur rifinn ostur til að setja yfir í lokin

IMG_1181Aðferð: Steikið smátt saxaða gulrót, lauk og hvítlauk í um það bil 2 msk af ólífuolíu við meðalhita í um 2-3 mínútur. Hækkið þá hitann og setjið hakkið út á. Steikið þar til hakkið hefur brúnast. Bætið þá tómatpúrru og rósmarín út í og hellið rauðvíninu yfir. Leyfið því að sjóða niður og skrapið botninn á pottinum með sleifinni. Bætið út í söxuðum ferskum tómötum og tómötunum úr krukkunni, skolið krukkuna að innan með ca 2 dl af vatni og hellið því líka út í ásamt matreiðslurjómanum. IMG_1184Látið suðuna koma upp. Lækkið svo hitann og leyfið þessu að malla með lokinu á til hálfs í a.m.k 1,5 klst, helst 2 klst. Sósan þykknar og verður dásamlega góð við svona langa eldun. Smakkið til með salti og pipar og sætu ef ykkur finnst þurfa.

Page_1Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Hrærið saman kotasælu, múskat og 3 msk af parmesan osti. Setjið lasagnað saman þannig að á botninn í eldföstu móti fer smá kjötsósa, þá lasagna blöð, kotasæla og aftur kjötsósa. Endurtakið þar til allt er búið og endið á kotasælu og kjötsósu. Setjið dálítinn rifinn ost yfir og bakið við 170 gráður í um 25 mínútur (lengur ef þið notið þurrkaðar lasagna plötur). IMG_1192IMG_1198Berið fram með grænu salati, rauðvínsglasi og rifnum parmesan osti. Lokið augunum og þið farið beint til Ítalíu..

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bolognese sósa, Ítalskur matur, Ítölsk kjötsósa, Lasagna, Lasagna uppskrift

Fljótlegt spínatlasagna

janúar 14, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_1371Gerði ansi hreint fljótlegt og ljúffengt spínatlasagna í kvöld. Þetta átti reyndar upphaflega að verða spínatfyllt canelloni, en þar sem ég fór í tvær búðir að leita að ferskum lasagna plötum sem hægt væri að rúlla upp og fann þær ekki, breyttist rétturinn í lasagna með hefðbundnum þurrkuðum lasagnaplötum. Útkoman var ekki síðri.  Ég fékk hugmyndina að þessum rétti í Jamie Oliver matreiðsluþætti fyrir mörgum árum síðan, þá gerir hann svipaða útgáfu af canelloni. Rétturinn hefur svo breyst og þróast gegnum árin hjá mér og okkur finnst hann alltaf mjög góður. Þetta er allavega mjög góð leið til að fá krakka til að borða helling af spínati, þar sem heill stór spínatpoki fer í réttinn. Það tekur bara um 10 mínútur að undirbúa lasagnað og svo er það í 30 mínútur í ofninum svo þetta er fljótgert.

Spínatlasagna – fyrir 4

  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 2 msk ólífuolía
  • Salt, pipar og hálfur kjúklinga eða grænmetisteningur
  • 1 stór poki af spínati
  • 1 stór dós kotasæla
  • 1 dós 10% sýrður rjómi
  • 3 msk rifinn parmesan ostur
  • 1 krukka hakkaðir tómatar (ég notaði lífræna í krukku frá Sollu)
  • Lasagnaplötur
  • Rifinn ostur

Aðferð:

Ofn hitaður í 170 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Hvítlaukur steiktur uppúr olíunni við frekar vægan hita þar til hann mýkist, saltað og piprað og teningurinn mulinn yfir. Hitinn hækkaður aðeins og spínatinu bætt á pönnuna. Steikið spínatið þar til það hefur linast. Takin pönnuna af hitanum og bætið kotasælu, parmesan og sýrðum rjóma saman við. Salt og pipar eftir smekk. Lasagnað er svo sett saman þannig að neðst í eldfast mót fer örlítil ólífuolía og smá tómatmauk. Svo koma lasagnaplötur, spínatblanda, tómatamauk. Ég endurtók þetta þrisvar, endaði á spínatblöndu og tómatamauki. Stráði osti yfir og bakað í 30 mínútur. Lesið samt á pakkann á lasagnaplötunum, það stóð á mínum Barilla pakka að eldunartíminn á plötunum væru 20 mínútur, á sumum stendur þó alveg 30 – 40 mínútur.Slide1

Ég bar þetta fram með piccolotómötum og parmesan osti.

IMG_1385

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Fljótlegur matur, Góður grænmetisréttur, Grænmetislasagna, Grænmetisréttur, Lasagna, Lasagna uppskrift, Parmesan ostur, Piccolo tómatar, Spínat uppskrift, Spínatlasagna uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme