• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

rabbarbarakaka

Rabarbarakaka með marsipani og vanillusósu

júní 16, 2014 by helenagunnarsd 16 Comments

min_IMG_5976Í Stokkhólmi, og sennilega víðar í Svíþjóð er varla þverfótað fyrir kaffihúsum, krúttlegum bakaríum, kökuhúsum og litlum dúllustöðum þar sem hægt er að setjast niður fá sér kaffisopa og ”fika”, sumsé fá sér eitthvað sætt og gott með kaffinu. Við rákumst inn á eitt slíkt á meðan við vinkonurnar dvöldum í Stokkhólmi um daginn. Þar var meðal annars boðið upp á himneska berjaböku með vanillusósu. Bragðlaukarnir dönsuðu af kæti og ég mundi þá hvað vanillusósa og sænskt sumar er dásamleg blanda. Og ég hugsaði með mér: Af hverju er ekki bara alltaf vanillusósa með öllu? Svo kom ég heim og gleymdi þessu nostalgíuvanillusósukasti mínu þar til ég rakst á uppskrift að rabarbaraköku á sænsku matarbloggi. Vanillusósu minningin kom þá eins og himnasending og ég varð að athuga hvernig vanillusósa færi með slíkri köku. Útkoman var svo góð að ég get ekki annað en deilt gleðinni með ykkur. Svo þykir mér líka bara fátt þjóðlegra en glænýr rabarbari sem virðist spretta undir hverjum húsvegg á landinu nema mínum. Elsku bakið kökuna og gerið vanillusósu með, kakan er reyndar líka æðisleg með þeyttum rjóma. min_IMG_5973

Rabarbarakaka með marsipani og vanillusósu:

  • 3 egg
  • 2 dl hrásykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 100 gr brætt smjör
  • 2.5 dl fínmalað spelt eða hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • Sjávarsalt á hnífsoddi
  • 150 gr rabarbari, skorinn í litla bita
  • 2 tsk kartöflumjöl
  • 125 gr marsipan

min_IMG_5992Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður, bræðið smjörið og leyfið aðeins að kólna. Þeytið saman egg, sykur og vanillu þar til létt og ljóst. Hellið bræddu smjörinu út í á meðan þið hrærið. Bætið mjölinu, lyftiduftinu og salti saman við og hrærið létt þar til allt er komið saman. Hellið í smurt smelluform. Hrærið kartöflumjölinu saman við rabarbarann og dreifið honum yfir deigið, ýtið aðeins ofan í deigið. Rífið marsipanið á grófu rifjárni yfir rabarbarann. Bakið í 35-40 mínútur. Ef ykkur finnst marsipanið dökkna mikið leggið þá álpappír yfir kökuna eftir ca. 25 mínútur.

min_IMG_5989Vanillusósa:

  • 2 dl rjómi
  • 2,5 dl mjólk
  • 1 dl hrásykur
  • 1 vanillustöng, kornin skafin úr
  • 1 sléttfull msk kartöflumjöl
  • 1 msk mjólk
  • 1 eggjarauða

min_IMG_5994Aðferð: Setjið rjóma, mjólk, sykur og vanillukorn í lítinn pott. Hitið við vægan-meðalhita þar til blandan hefur hitnað vel og vanillan vel blönduð saman við mjólkina, ekki sjóða. Hrærið kartöflumjölið saman við eina matskeið af mjólk og hellið út í vanillublönduna í pottinum. Pískið saman við þar til blandan er alveg að fara að sjóða eða rétt byrjuð að sjóða, froða byrjar að myndast í köntunum og rýkur úr blöndunni. Takið af hitanum og pískið áfram og látið aðeins kólna. Bætið eggjarauðunni þá út í og pískið áfram þar til blandan hefur þykknað aðeins og kólnað. Hellið sósunni gegnum sigti og berið fram volga með rabarbarakökunni. Sósan geymist í ísskáp í lokuðu íláti en þynnist aðeins þegar hún kólnar. min_IMG_5995

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: ávaxtakaka, eftirréttur, góð kaka, marsipankaka, Rabarbarakaka, rabarbarapæ, rabbarbarakaka, Rabbarbari uppskriftir, Uppskriftir að rabarbarakökum

Rabarbarapæ með engifer og svörtum pipar

maí 19, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_5714Það er frekar fyndið að setja inn aðra pæ uppskrift sem lítur næstum alveg eins út og síðasta uppskrift sem ég setti inn. En auðvitað allt öðruvísi á bragðið með allt öðru hráefni. Pæ hafa öðlast nýtt líf í eldhúsinu mínu og ég kann afskaplega vel við að útbúa svona ”röstic” (íslenskt orð óskast) pæ, hvort sem þau eru sæt eða matarmeiri. Möguleikarnir að fyllingum eru endalausir og svo þykja mér þau svo falleg, svona ófullkomin, beygluð og krúttleg. Ást mín á rabarbara er svo eitthvað sem þarf varla að ræða. Mér tekst á hverju einasta sumri að snýkja mér rabarbara úr garði góðhjartaðra ættingja eða vina og helst vill ég snýkja hann snemma því hann verður súrari eftir því sem líður á sumarið. Að þessu sinni var það elskuleg kórsystir mín sem var svo hugguleg að leyfa mér að koma í garðinn og fá hluta af dásamlega rabarbaranum hennar. Myndarlegur, eldrauður og flottur, og alls ekki svo súr, fyrsta flokks rabarbari. Takk Ásdís! min_IMG_5713Ég hvet ykkur til að prófa þessa útgáfu af rabarbarapæi, engiferið og svarti piparinn passar einstaklega vel við súrt og sætt bragðið af ávextinum. Maður tekur ekki beint eftir því þegar maður smakkar pæið en það rífur örlítið í og gefur alveg extra sérstakan keim.. Prófið bara.

min_IMG_5699Rabarbarapæ með engifer og svörtum pipar:

  • Botninn:
  • 3 dl spelt, ég notaði fínt og gróft til helminga
  • 1/4 tsk salt
  • 3 msk sykur
  • 100 gr kalt smjör skorið í litla bita
  • 1/2 dl vatn (sett smám saman út í, gæti þurft aðeins meira eða aðeins minna)
  • Fylling:
  • 1 msk smjör
  • 7 dl saxaður rabarbari
  • 1 dl sykur (smakkið rabarbarann, stundum þarf meira og stundum minna)
  • 1/2 tsk engiferduft
  • 1/4 tsk nýmalaður svartur pipar
  • 3 tsk maíssterkja eða kartöflumjöl
  • 1 egg
  • 1 msk grófur demerara sykur/hrásykur

min_IMG_5700Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður og gerið botninn. Myljið smjörið saman við mjölið, sykurinn og saltið með fingrunum þar til frekar vel blandað saman og smjörið komið í litla bita, á stærð við poppbaunir. Bætið vatninu smám saman út í eftir þörfum og vinnið saman með höndunum þar til deigið loðir saman og er ekki of blautt. (Athugið að nota alls ekki allt vatnið ef deigið er komið saman). Hnoðið deigið létt saman með höndunum. Setjið deigið á smjörpappír og leggið aðra smjörpappírsörk ofan á. Fletjið út með kökukefli þar til laglegur um það bil hringur hefur myndast og fyllir nánast út í bökunarplötu. Fjarlægið efri smjörpappírsörkina af útflöttu deiginu og leggið deigið á smjörpappírnum á bökunarplötu. Geymið á meðan fyllingin er útbúin.

Bræðið smjör á pönnu við meðalhita. Bætið rabarbara, sykri, engifer, pipar og maíssterkju út á pönnuna og látið malla í 5 mínútur á meðalhita eða þar til sykurinn leysist upp og vökvinn sem kemur af rabarbaranum þykknar aðeins. Hellið rabarbara blöndunni á miðjuna á deiginu og dreifið aðeins úr en gætið þess að skilja eftir smá kant. Flettið köntunum á deiginu upp á fyllinguna og athugið að þetta á ekki að vera fullkomið. Penslið kantana með eggi og stráið hrásykrinum yfir kantana og rabarbarann. Bakið neðarlega í ofni í 20-25 mínútur. Leyfið að kólna í 10-15 mínútur áður en pæið er skorið. Berið fram volgt með góðum vanilluís.min_IMG_5712

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: góður eftirréttur, hugmyndir að eftirréttum, pæ, Rabarbarakaka, rabarbarapæ, rabarbari uppskriftir, rabbarbarakaka, Rabbarbari uppskriftir

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme