• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Ricotta ostur

Heimatilbúinn Ricotta ostur

apríl 9, 2013 by helenagunnarsd 10 Comments

IMG_1947Ostagerð hefur undanfarið heillað mig dálítið. Að geta búið til jafn dásamlega afurð og ost heima hjá sér er töfrandi iðja að mínu mati. Ég lofa því að þetta er einfaldara en þið getið ímyndað ykkur og útkoman er betri en nokkur ricottaostur sem þið getið keypt út í búð því ferskara gerist það varla. Hráefnin eru fá og einföld, mjólk, rjómi, salt og hvítvínsedik. Ég myndi halda að þetta væri einfaldasti ostur sem hægt er að gera heima hjá sér og það þarf engin sérstök hráefni eða útbúnað sem getur verið erfitt að nálgast. Ég er líka viss um að það er mun ódýrara að útbúa ferskan ricotta ost heima hjá sér heldur en að kaupa rándýran innfluttan ricotta ost úr búð, ef hann fæst þá í matvöruverslunum? Ég hef allavega ekki séð ricotta nýlega.IMG_1945Þegar osturinn hefur verið gerður má gera ýmislegt við hann. Til dæmis væri hægt að skera niður ferskar kryddjurtir, graslauk, chilli, dill eða hvítlauk og hræra saman við hann ásamt smá salti og pipar og þá er maður kominn með þennan fína kryddaða ricotta sem hægt er smyrja ofan á kex eða brauð, nota sem ídýfu og svo framvegis. Ricotta er nokkurskonar rjómaostur, upphaflega ítalskur og gjarnan búinn til í geitamjólk, kúamjólk eða jafnvel buffalamjólk. Ég myndi staðsetja hann mitt á milli rjómaosts og kotasælu. Hann er þó mun fituríkari en kotasæla. Ég gef hér uppskrift að grunnostinum, án allra bragðefna. Í kvöld ætla ég svo að nota hann til að fylla grillaðar kúrbítsrúllur sem ég baka í ofni. Meira um það síðar.

IMG_1929Það sem þarf í ostinn (Af þessu verða um 5 dl af osti):

  • 1 l nýmjólk
  • 5 dl rjómi
  • 1 tsk salt
  • 3 msk hvítvínsedik

Áhöld:IMG_1927

  • Pottur úr ryðfríu stáli eða húðaður að innan eins og t.d le creuset. (Ekki álpottur)
  • Stór skál
  • Minni skál
  • Sigti
  • Nýr bleyjuklútur eða grisjuklútur (fæst í öllum matvöruverslunum)

Aðferð:

Setjið sigtið yfir stóra skál. IMG_1918Vindið klútinn upp úr köldu vatni og leggið hann í sigtið þannig að hann þekji það alveg. Ef klúturinn er mjög gisinn er gott að hafa hann tvöfaldan. IMG_1922Setjið mjólk, rjóma og salt í pott og hleypið suðunni upp yfir meðalhita. Hrærið öðru hverju. IMG_1931Þegar suðan er komin upp slökkvið þá undir og hrærið edikinu saman við. Látið standa í eina mínútu. Þá skilur mjólkurblandan sig og verður kekkjótt. IMG_1934Hellið blöndunni í sigtið og látið standa í um 30 mínútur þannig að leki af ostablöndunni. IMG_1936IMG_1940Takið þá úr sigtinu og færi í skál. Notið strax eða setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp, geymist í 4-5 daga.IMG_1943 IMG_1948

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Heimatilbúinn ostur, Ricotta ostur, Ricotta uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme