• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

salsa kjúklingur

Salsa kjúklingur með Mexíkó osti

nóvember 14, 2013 by helenagunnarsd 12 Comments

min_IMG_4601Þetta mikla gúmmelaði þykir mér alveg kjörinn föstudags- eða helgarmatur. Ég eldaði réttinn á dögunum og stóð sennilega ekki lengur en 15 mínútur við eldavélina og lét ofninn sjá um restina. Svoleiðis réttir finnst mér svo frábærir, þetta er bæði auðveldara og fljótlegra (og betra) en að panta pizzu! Sósan er bragðmikil svo ef þið eða börnin ykkar eruð mjög viðkvæm fyrir sterku bragði er um að gera að nota milda salsa sósu og jafnvel hægt að skipta Mexíkó ostinum út og nota papriku eða pepperoni ost í staðin. Okkur þótti þetta hins vegar alveg mátulega bragðmikið, meira að segja þeim fimm ára.

min_IMG_4603Salsa kjúklingur með Mexíkó osti (fyrir 6):

  • 6 kjúklingabringur
  • 1-2 msk olía eða smjör
  • Krydd, t.d chilli explosion eða önnur góð kryddblanda
  • 1 stór krukka (350 gr) salsa sósa
  • 1 askja Philadelphia light rjómaostur
  • 1 Mexíkó ostur, smátt skorinn
  • 1/2 kjúklingateningur
  • Nokkrar tortillaflögur
  • 1 dl rifinn ostur
  • Smátt saxað ferskt kóríander (má alveg sleppa)

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður og kveikið undir pönnu á meðal-háum hita. Skerið bringurnar í tvennt, kryddið og steikið upp úr smjöri eða olíu þar til bringurnar hafa brúnast. Leggið kjúklinginn í eldfast mót.min_IMG_4595 Hellið salsa sósunni á pönnuna ásamt smátt skornum Mexíkó ostinum og rjómaostinum og hálfum kjúklingateningi. Setjið 1 dl af vatni í salsakrukkuna, lokið á og hristið og hellið á pönnuna. Hitið sósuna þar til allt bráðnar en það er allt í lagi að hafa smá Mexíkó osta bita í henni, bara betra. Hellið yfir kjúklingabringurnar. Stráið yfir rifna ostinum og nokkrum lúkum af muldum tortillaflögum. Bakið í 20 mínutur.min_IMG_4597 Stráið smátt söxuðum kóríander yfir og berið fram með tortillaflögum, gróft skornum tómötum og avocado. Það má líka gjarnan bera þetta fram með hrísgrjónum, brauði eða salati.min_IMG_4601

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur kjúklingaréttur, Góður kjúklingaréttur, kjúklingur með mexíkó osti, salsa kjúklingur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme