• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Semífreddó

Semí fljótlegt semifreddo með marengs, jarðarberjum og Daimsúkkulaði

febrúar 28, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_5121Einu sinni bjó ég til þetta semifreddo sem er nú varla frásögu færandi nema hvað að ég tók svo fáar og lélegar myndir af því að ég vildi eiginlega ekki setja það hingað inn. Í dag tók ég mig taki, girti í brók og ákvað að þetta væri einfaldlega of sniðug og semí fljótleg og skemmtileg uppskrift til að láta myndasnobb standa í vegi fyrir birtingu. Semifreddo er ítalskt orð og þýðir einfaldlega hálf kalt eða hálf frosið, þið hljótið að vera sammála mér að ítalska orðið sigrar íslensku þýðinguna í þetta skiptið og því held ég mig við það. Það eru til ótal útgáfur af þessum ljúffenga hálf frosna eftirrétti og er þessi útgáfa sem ég gerði bæði fljótleg og krefst ekki margra hráefna. Það er alveg nauðsynlegt að taka semifreddo úr frysti góðri klukkustund áður en það er borið fram, annars er það bara hart eins og gler. Svo má líka búa það til og frysta í um það bil 2-3 klukkustundir eða þar til það er rétt svo byrjað að frjósa og bera það svo fram. Eins og svo oft áður eru hlutföllin í þessum rétti ekki heilög og um að gera að nota það sem manni þykir best. Þetta er skemmtilegur og einfaldur eftirréttur sem hér um bil allir elska.

min_IMG_5118Semí fljótlegt semifreddo með marengs, jarðarberjum og Daimsúkkulaði:

  • 4 dl rjómi
  • 1 púðursykurs marengsbotn
  • 200 gr Daim súkkulaði, ég notaði Milka súkkulaði með Daim
  • 1 bakki jarðarber

Aðferð: Þeytið rjómann. Skerið jarðarberin í litla bita, saxið 150 gr af súkkulaðinu smátt og brjótið marengsinn í litla bita. Hrærið þessu saman við þeytta rjómann. Klæðið stórt formköku form eða hringlaga kökuform með plastfilmu þannig að filman nái vel yfir kantana. Hellið blöndunni í formið og lokið vel yfir með plastfilmu. Frystið í 6-8 tíma eða yfir nótt. Takið úr frysti 1 – 1 1/2 klst áður en borið ef fram. Hvolfið á disk og fjarlægið plastfilmuna. Saxið restina af súkkulaðinu smátt og dreifið yfir. Það er svo ekki úr vegi að bera þetta fram með heitri súkkulaðisósu.min_IMG_5117

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Fljótlegur eftirréttur, Semífreddó

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme