• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Speltbollur

Gróf ostarúnstykki

maí 2, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_2158Hef haft aðeins of mikið að gera undanfarnar vikur. Ansi hreint mikið að gera í skólanum, kennslu, kórastarfi og öðru skemmtilegu. Þessar bollur eru því alveg í stíl við annríkið sem hefur verið á mér þar sem það tekur aðeins um 5 mínútur að hræra í þær og 20 mínútur að baka þær. Þær verða alveg ótrúlega léttar og góðar og miklu, miklu betri en rúnstykki úr Bakaríi, heimatilbúið er bara næstum alltaf betra. Ég bauð upp á þessar bollur í morgunkaffi sem ég var með um síðustu helgi. Hrærði í þær rétt áður en gestirnir komu og bar þær svo fram með eggjum, ostum og hinu ýmsasta áleggi. Afganginn bar ég svo fram með súpunni sem ég eldaði seinna í vikunni.

Uppskriftin er mjög svipuð og sú af kotasælubollunum. Í staðin fyrir kotasæluna er bara notast við rifinn ost. Svo er alveg nauðsynlegt að setja rifinn ost ofan á þær til að fá ekta bakarís-ostarúnstykkja útlit á bollurnar.

min_IMG_2157Gróf ostarúnstykki:

  • 5 dl spelt (Ég notaði 2 dl fínt og 3 dl gróft)
  • 3 tsk vínsteinslyftiduft (eða 2 tsk venjulegt lyftiduft)
  • 3 msk sesamfræ
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 3 dl rifinn ostur
  • 2 dl ab mjólk eða hrein jógúrt
  • 1 msk ólífuolía
  • 2-2,5 dl sjóðandi heitt vatn (Setjið fyrst 1-2 dl og sjáið svo hvort það þurfi meira vatn þar sem mjöl tekur misvel við vökva)

Ofn hitaður í 180 gráður með blæstri. Þurrefnum blandað saman í skál. 2 dl af rifnum osti, ab mjólk og olíu bætt út í og vatninu svo bætt út í. Gott getur verið að bæta vatninu smám saman við en ekki öllu í einu. Það getur verið að þið þurfið ekki allt vatnið. Áferðin á deiginu á að vera eins og þykkur hafragrautur og klístrast við sleifina. Alls ekki hræra lengi.

min_IMG_2152Búið til 9 stærri eða 12 minni bollur með tveimur matskeiðum og setjið á pappírsklædda bökunarplötu. Dreifið restinni af rifna ostinum yfir hverja bollu. Þær stækka ekki það mikið að 12 bollur eiga vel að komast fyrir á einni plötu. Bakað í 18-20 mínútur. min_IMG_2161

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bakaðar bollur, Bollur, Gerlaust brauð, Gróf rúnstykki, Grófar bollur, Osta rúnstykki, Spelt brauð, Speltbollur, Speltbrauð

Einfaldar kotasælubollur með sesamfræjum

febrúar 3, 2013 by helenagunnarsd 8 Comments

IMG_0529Við erum öll í bollunum þessa dagana. Hingað kom gott fólk í ljómandi notalegt bollu afmæliskaffi í dag og gæddi sér á vatnsdeigsbollum gærdagsins, sem hafði auðvitað verið umbreytt í rjómabollur. Mér fannst nú ekki ganga að bjóða fólkinu eingöngu upp á rjóma og súkkulaði svo ég ákvað að halda mig við bolluþemað og var líka með þessar kotasælubollur á kaffiborðinu. Þær voru virkilega góðar og runnu jafnvel enn hraðar út en systur þeirra með rjómanum.

Það er mjög fljótlegt að skella í svona bollur og ekkert flóknara sem þarf til en skál og sleif og þær þurfa ekkert að lyfta sér. Það er mjög gott að bera fram með þeim t.d osta og niðurskorið grænmeti en einnig finnst mér þær mjög góðar sem meðlæti með súpu. IMG_0508

Kotasælubollur (12 bollur):

  • 5 dl spelt (Ég notaði 2 dl fínt og 3 dl gróft)
  • 3 tsk vínsteinslyftiduft (eða 2 tsk venjulegt lyftiduft)
  • 1 lítil dós kotasæla (u.þ.b 2 dl)
  • 1 dl ab mjólk
  • 2-2,5 dl sjóðandi heitt vatn (Setjið fyrst 1-2 dl og sjáið svo hvort það þurfi meira vatn þar sem mjöl tekur misvel við vökva)
  • 1 msk ólífuolía
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 1 dl sesamfræ

IMG_0513Aðferð:

Ofn hitaður í 180 gráður með blæstri. Öllu blandað saman í skál og hrært með sleif þar til rétt blandað saman. Gott getur verið að bæta vatninu smám saman við en ekki öllu í einu. Áferðin á deiginu á að vera eins og þykkur hafragrautur og klístrast við sleifina. Alls ekki hræra lengi.

Búið til 9 stærri eða 12 minni bollur með tveimur matskeiðum og setjið á pappírsklædda bökunarplötu. Ca 1 tsk af sesamfræjum stráð yfir hverja bollu. Þær stækka ekki það mikið að 12 bollur eiga vel að komast fyrir á einni plötu. Bakað í 20 mínútur. IMG_0526

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Brauðbollur, Kotasælubollur, Speltbollur, Speltbollur uppskrift, Súpubollur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme