Einfaldar kotasælubollur með sesamfræjum

IMG_0529Við erum öll í bollunum þessa dagana. Hingað kom gott fólk í ljómandi notalegt bollu afmæliskaffi í dag og gæddi sér á vatnsdeigsbollum gærdagsins, sem hafði auðvitað verið umbreytt í rjómabollur. Mér fannst nú ekki ganga að bjóða fólkinu eingöngu upp á rjóma og súkkulaði svo ég ákvað að halda mig við bolluþemað og var líka með þessar kotasælubollur á kaffiborðinu. Þær voru virkilega góðar og runnu jafnvel enn hraðar út en systur þeirra með rjómanum.

Það er mjög fljótlegt að skella í svona bollur og ekkert flóknara sem þarf til en skál og sleif og þær þurfa ekkert að lyfta sér. Það er mjög gott að bera fram með þeim t.d osta og niðurskorið grænmeti en einnig finnst mér þær mjög góðar sem meðlæti með súpu. IMG_0508

Kotasælubollur (12 bollur):

 • 5 dl spelt (Ég notaði 2 dl fínt og 3 dl gróft)
 • 3 tsk vínsteinslyftiduft (eða 2 tsk venjulegt lyftiduft)
 • 1 lítil dós kotasæla (u.þ.b 2 dl)
 • 1 dl ab mjólk
 • 2-2,5 dl sjóðandi heitt vatn (Setjið fyrst 1-2 dl og sjáið svo hvort það þurfi meira vatn þar sem mjöl tekur misvel við vökva)
 • 1 msk ólífuolía
 • 1 tsk sjávarsalt
 • 1 dl sesamfræ

IMG_0513Aðferð:

Ofn hitaður í 180 gráður með blæstri. Öllu blandað saman í skál og hrært með sleif þar til rétt blandað saman. Gott getur verið að bæta vatninu smám saman við en ekki öllu í einu. Áferðin á deiginu á að vera eins og þykkur hafragrautur og klístrast við sleifina. Alls ekki hræra lengi.

Búið til 9 stærri eða 12 minni bollur með tveimur matskeiðum og setjið á pappírsklædda bökunarplötu. Ca 1 tsk af sesamfræjum stráð yfir hverja bollu. Þær stækka ekki það mikið að 12 bollur eiga vel að komast fyrir á einni plötu. Bakað í 20 mínútur. IMG_0526

Auglýsingar

8 athugasemdir við “Einfaldar kotasælubollur með sesamfræjum

 1. er alltaf að reyna að gera einhverskonar bollur en það tekst aldrei hjá mér, reyndi að gera þessar og þær verða bara flatar, degið of blautt og þær leka bara niður hvað get ég verið að gera vitlaust

  Líkar við

  • Sæl Margrét. Það er spurning hvað gæti verið að. Ég gerði einmitt aðra uppskrift í gær alveg eins og þessa sem heppnaðist vel. Það getur verið nóg að setja bara 2 dl af vatninu eins og segir í uppskriftinni. Og settirðu ekki örugglega lyftiefnið? (ég gleymdi sjálf að skrifa lyftiduftið inn og bætti því inn í uppskriftina í gærmorgun):) Svo getur þurft meiri vökva ef um gróft spelt er að ræða eða aðeins minni vökva ef maður notar einungis fínt spelt. Það borgar sig eflaust að setja fyrst um 1 dl af vatninu og bæta svo smám saman við. Annars bara um að gera að æfa sig. Áferðin á deiginu á að vera eins og þykkur grautur og klístrast dálítið mikið við skeiðarnar þegar deigið er mótað í bollur á bökunarpappírnum. Gangi þér vel! 🙂

   Líkar við

 2. Bakvísun: Nokkrar páskahugmyndir | Eldhúsperlur

 3. Bakvísun: Gróf ostarúnstykki | Eldhúsperlur

 4. Bakvísun: Döðluterta með jarðarberjarjóma og súkkulaðikremi | Eldhúsperlur

 5. Bakvísun: Bröns? – Bestu uppskriftirnar.. | Eldhúsperlur

 6. þessi uppskrift er MJÖG svipuð þegar ég bý til spelt-brauð 😀
  rosalega gott bragð 😉
  ég prufaði líka að henda þurrkuðum trönuberjum útí brauðuppskriftina og það var ÞVÍLÍKT gott, mæli með því 😉

  Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s