• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Súkkulaðikaka með Pipp

Ostaköku brownie með pipp súkkulaði

maí 19, 2013 by helenagunnarsd 14 Comments

min_IMG_2575Þessi dásamlega kaka var í eftirrétt hjá okkur í gær eftir vel heppnaðar heimabakaðar Eurovison partý pizzur.  Ég veit ekki hvort sú staðreynd að það er mjög langt síðan ég bakaði sem hefur áhrif á mat mitt á þessa köku en ég ég get svarið það að þetta er ein besta kaka sem ég hef smakkað. Hún er hrikalega mjúk og pínu klístruð og alls ekki of sæt þó maður myndi halda það allavega miðað við titilinn og svona.. Það er allavega mitt mat að kökur sem eru ofursætar falla yfirleitt ekki í góðan jarðveg hjá fólki. Ef maður getur varla klárað eina sneið án þess að vera við það að fá sykursjokk og langar ekki í meira, þá er of mikill sykur. Það er ekki svo með þessa köku. Maður gæti sennilega alveg borðað hálfa kökuna ef því væri að skipta.

min_IMG_2518Brownie:

  • 150 gr dökkt súkkulaði (t.d suðusúkkulaði og 70% súkkulaði til helminga)
  • 100 gr smjör
  • 3 egg
  • 75 grömm hrásykur eða kókospálmasykur (fæst t.d í heilsuhillunum í Bónus)
  • 2 msk flórsykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 4 msk hveiti eða fínmalað spelt
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tsk lyftiduft
  • 100 gr piparmyntufyllt súkkulaði, t.d Pipp

Fyrir ostaköku blöndu:

  • 125 gr rjómaostur (1 lítil dós)
  • 1 egg
  • 3 msk flórsykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 2 msk brætt smjör eða bragðlítil olía
  • 1 msk hveiti eða fínmalað spelt

min_IMG_2508Aðferð: Hitið ofninn í 160 gráður með blæstri (annars 180 gráður) og klæðið hringlaga lausbotna kökuform með smjörpappír. (Ég notaði 23 cm form.) Byrjið á að bræða saman súkkulaði og smjör fyrir brownie kökuna í potti við lágan hita. Takið af hitanum og leyfið að kólna aðeins. Á meðan blandið þið saman ostakökunni. Byrjið á að þeyta rjómaostinn t.d með handþeytara þar til mjúkur. Bætið þá öllu hinu saman við og hrærið vel saman. Setjið til hliðar. Þeytið saman egg, sykur, flórsykur og vanillu þar til það verður létt og loftkennt. Hellið þá bræddu súkkulaðinu og smjörinu saman við og hrærið vel. Sigtið saman hveitið, lyftiduft og salt og hærið því saman við með sleikju. Hellið deiginu í kökuformið.min_IMG_2509 Raðið pipp súkkulaðibitunum jafnt yfir og hellið því næst ostaköku blöndunni yfir. min_IMG_2511min_IMG_2513Blandið þessu örlítið saman með litlum hníf eða teskeið. Bakið neðarlega í ofni í 30-35 mínútur. min_IMG_2516Ef þið stingið prjóni í kökuna á hún að vera frekar blaut og klístrast við prjóninn. min_IMG_2527Látið kökuna standa í a.m.k 1 klst áður en þið takið kökuna úr forminu og færið á kökudisk.min_IMG_2549min_IMG_2547Látið hana kólna alveg áður en þið skerið hana og berið fram með þeyttum rjóma og ferskum berjum. min_IMG_2571min_IMG_2570

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Brownie með rjómaosti, Brownie uppskrift, Ostaköku brownie, Pipp kaka, Pipp súkkulaðikaka, Súkkulaði ostakaka, Súkkulaðikaka með piparmyntu, Súkkulaðikaka með Pipp, Súkkulaðikaka með rjómaosti

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme