Ostaköku brownie með pipp súkkulaði

min_IMG_2575Þessi dásamlega kaka var í eftirrétt hjá okkur í gær eftir vel heppnaðar heimabakaðar Eurovison partý pizzur.  Ég veit ekki hvort sú staðreynd að það er mjög langt síðan ég bakaði sem hefur áhrif á mat mitt á þessa köku en ég ég get svarið það að þetta er ein besta kaka sem ég hef smakkað. Hún er hrikalega mjúk og pínu klístruð og alls ekki of sæt þó maður myndi halda það allavega miðað við titilinn og svona.. Það er allavega mitt mat að kökur sem eru ofursætar falla yfirleitt ekki í góðan jarðveg hjá fólki. Ef maður getur varla klárað eina sneið án þess að vera við það að fá sykursjokk og langar ekki í meira, þá er of mikill sykur. Það er ekki svo með þessa köku. Maður gæti sennilega alveg borðað hálfa kökuna ef því væri að skipta.

min_IMG_2518Brownie:

 • 150 gr dökkt súkkulaði (t.d suðusúkkulaði og 70% súkkulaði til helminga)
 • 100 gr smjör
 • 3 egg
 • 75 grömm hrásykur eða kókospálmasykur (fæst t.d í heilsuhillunum í Bónus)
 • 2 msk flórsykur
 • 1 tsk vanilluextract
 • 4 msk hveiti eða fínmalað spelt
 • 1/2 tsk salt
 • 1 tsk lyftiduft
 • 100 gr piparmyntufyllt súkkulaði, t.d Pipp

Fyrir ostaköku blöndu:

 • 125 gr rjómaostur (1 lítil dós)
 • 1 egg
 • 3 msk flórsykur
 • 1 tsk vanilluextract
 • 2 msk brætt smjör eða bragðlítil olía
 • 1 msk hveiti eða fínmalað spelt

min_IMG_2508Aðferð: Hitið ofninn í 160 gráður með blæstri (annars 180 gráður) og klæðið hringlaga lausbotna kökuform með smjörpappír. (Ég notaði 23 cm form.) Byrjið á að bræða saman súkkulaði og smjör fyrir brownie kökuna í potti við lágan hita. Takið af hitanum og leyfið að kólna aðeins. Á meðan blandið þið saman ostakökunni. Byrjið á að þeyta rjómaostinn t.d með handþeytara þar til mjúkur. Bætið þá öllu hinu saman við og hrærið vel saman. Setjið til hliðar. Þeytið saman egg, sykur, flórsykur og vanillu þar til það verður létt og loftkennt. Hellið þá bræddu súkkulaðinu og smjörinu saman við og hrærið vel. Sigtið saman hveitið, lyftiduft og salt og hærið því saman við með sleikju. Hellið deiginu í kökuformið.min_IMG_2509 Raðið pipp súkkulaðibitunum jafnt yfir og hellið því næst ostaköku blöndunni yfir. min_IMG_2511min_IMG_2513Blandið þessu örlítið saman með litlum hníf eða teskeið. Bakið neðarlega í ofni í 30-35 mínútur. min_IMG_2516Ef þið stingið prjóni í kökuna á hún að vera frekar blaut og klístrast við prjóninn. min_IMG_2527Látið kökuna standa í a.m.k 1 klst áður en þið takið kökuna úr forminu og færið á kökudisk.min_IMG_2549min_IMG_2547Látið hana kólna alveg áður en þið skerið hana og berið fram með þeyttum rjóma og ferskum berjum. min_IMG_2571min_IMG_2570

Auglýsingar

14 athugasemdir við “Ostaköku brownie með pipp súkkulaði

 1. Þessi verður í saumó í kvöld !! 😀
  (þ.e.a.s. ef ég kveiki ekki í húsinu eða eitthvað álíka, eldhúsið er ekki vinur minn…)

  Líkar við

 2. Ég er enginn bakari og finnst hundleiðinlegt að baka. Var lengi að spá í hvort ég ætti að leggja í þessa, leit út fyrir að vera svo flókin eitthvað…lét svo vaða. Sé sko ekki eftir því. Gestirnir þvílíkt hrifnir og hver arða kláraðist. Ég ætla að baka hana aftur á morgun fyrir ungana mína sem ekkert fengu (og humm mig….). Þannig að þessi kaka fær 10!

  Líkar við

 3. vá þessi kaka er sjúklega góð !! mamma gerði hana fyrir matarboð og það voru allir mjög ánægðir, hún er jafnvel enn betri daginn eftir bara ein og sér 😀
  kv. Sigrún

  Líkar við

 4. Bakvísun: Sætur endir og jólakveðja.. | Eldhúsperlur

 5. Sæl, heldur þú að það sé í lagi að nota Pipp karamellusúkkulaði í stað piparmyntu
  er ekki hrifin af piparmyntu en elska rjómaost . Langar svo að prufa þessa köku

  Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s