• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Sykurlaus bakstur

Hollari hafraklattar með banana og hnetusmjöri

september 19, 2014 by helenagunnarsd 5 Comments

min_IMG_6543Kvöldmaturinn undanfarnarna daga hefur einkennst af réttum sem elda sig helst sjálfir, eru tilbúnir á undir 10 mínútum eða afgangar. Á svona dögum verð ég hálf óróleg og sakna þess svo að hafa ekki tíma til að dunda mér í eldhúsinu á mínum hraða. Þá dett ég stundum í gír seinna um kvöldið, barnið sofnað og allt komið í ró. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að eldamennska og bakstur á rólegu nótunum er fyrir mig eins og besta slökun eða íhugun. Ég ákvað svo eitt kvöldið í vikunni þegar ég hafði ekki haft tíma fyrir rólegan kvöldmat lengi að panta mat frá Eldum rétt fyrir næstu viku. Hef aldrei prófað það áður svo ég er voða spennt. Hlakka til að prófa réttina en er líka pínu hrædd um að það verði engin leið til baka.. Þetta verði bara of þægilegt! Sjáum til. Kem með fréttir að tilraunum loknum. min_IMG_6545En þessar kökur urðu einmitt til í vikunni í rólegri eldhússtund. Þær eru kjörinn morgunmatur eða millibiti og ákaflega bragðgóðar. Áferðin á þeim er svolítið eins og af hráu hafra smákökudeigi.. Veit ekki með ykkur en það hringir allavega bjöllum hjá mér. Við vorum mjög ánægð með þær og líka sá fimm ára sem er næstum alltaf besti mælikvarðinn að mínu mati.

min_IMG_6537Hollari hafrakökur með banana og hnetusmjöri:

Bollamálið mitt er 2.5 dl

  • 2 og 1/3 bolli haframjöl
  • 1 tsk kanill
  • 1/4 tsk gott sjávarsalt
  • 1/2 bolli möndluflögur eða hakkaðar möndlur (líka hægt að nota hnetur)
  • 1/2 bolli rúsínur (má sleppa)
  • 1 bolli ósætt hnetu- eða möndlusmjör
  • 3 msk hunang
  • 2 msk kókosolía
  • 2 stórir þroskaðir bananar stappaðir
  • 1 tsk vanilluextract

Aðferð: Hitið ofn í 160 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Hrærið þurrefnunum saman í skál. Blandið saman hnetusmjöri, hunangi, kókosolíu, bönunum og vanillu og hrærið saman við þurrefnin. Setjið deigið á smjörpappírsklædda plötu með tveimur matskeiðum eða ísskeið. Hver kaka er um 2 msk af deigi. Ýtið aðeins ofan á kökurnar, þær renna ekkert út við bakstur. Bakið í 13-15 mínútur eða þar til þær eru aðeins byrjaðar að brúnast í köntunum. Geymast vel í ísskáp í a.m.k viku.min_IMG_6553

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Hafraklattar, Hafrakökur, Hafrakossar, Haframjölskökur, Hollar kökur, Hollar smákökur, Hollir hafraklattar, Smákökur, Sykurlaus bakstur, Sykurlausar hafrakökur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme