• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Estragon kjúklingur með mango chutney og dijon sinnepi

maí 29, 2013 by helenagunnarsd 3 Comments

min_IMG_2686Í dag er stutt færsla og stutt uppskrift í stíl. Þrátt fyrir það er ég alveg ægilega spennt að deila þessari uppskrift með ykkur þar sem þetta er einhver besti kjúklingaréttur sem ég hef lengi smakkað. Svo er hann líka alveg einstaklega fljótlegur. Ætli það taki ekki um fimm mínútur að undirbúa hann og svo dansar hann bara alveg sjálfur í ofninum þar til hann er eldaður í gegn. Dijon sinnep er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef ósjaldan deilt hér uppskriftum með því þar sem ég nota það talsvert mikið í matargerð. Það koma reyndar oft svona tímabil hjá mér varðandi hvaða hráefni ég nota mest og svei mér þá ef það er ekki bara dijon sinnep tímabil núna. Þetta er eiginlega hálfgert leynivopn þegar kemur að matargerð og oft nóg að nota bara agnarlítið af góðu dijon sinnepi til að breyta miklu. Sósan með þessum rétti er alveg ofboðslega góð og ég mæli alveg með því að jafnvel tvöfalda magnið sem fer í hana, sérstaklega ef þið eruð með hrísgrjón með réttinum. Þið verðið að prófa þessa!

min_IMG_2687
Estragon kjúklingabringur með mango chutney og dijon sinnepi (fyrir 3):
  • 3 kjúklingabringur
  • 3 msk dijon sinnep
  • 3 msk sætt mango chutney
  • 1 msk rauðvínsedik (má sleppa eða nota t.d 1 msk sítrónusafa)
  • 1 tsk þurrkað estragon + aðeins meira til að strá yfir

Aðferð:

Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Leggið kjúklingabringurnar í eldfast mót. min_IMG_2675Hrærið saman sinnep, mango chutney, rauðvínsedik og estragon, hellið yfir bringurnar og veltið þeim upp úr sósunni. min_IMG_2676Stráið dálitlu af þurrkuðu estragoni yfir að lokum og bakið í 25 – 30 mínútur. min_IMG_2678Berið fram t.d með steiktu brokkolíi og hrísgrjónum. min_IMG_2681

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Besti kjúklingarétturinn, Einfaldur kjúklingaréttur, Fljótlegur kjúklingaréttur, Góður kjúklingaréttur, Kjúklingabringur uppskrift, Kjúklingur með dijon sinnepi, Kjúklingur með mango chutney

Previous Post: « Grænmetis bolognese með mascarpone
Next Post: Bláberjabaka með marengs »

Reader Interactions

Comments

  1. Gunnhildur

    júlí 7, 2013 at 21:08

    Geggjað góður kjúlli – sló í gegn í matarboði hjá mér. Verð sko pottþétt með hann aftur. Ótrúlega einfaldur en mjög bragðgóður!

    Svara
    • helenagunnarsd

      júlí 7, 2013 at 22:48

      En gaman. Já hann leynir á sér þessi. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef eldað hann og alltaf finnst mér hann einmitt jafngóður 😉

      Svara
  2. Ellabeta

    mars 18, 2017 at 13:23

    Mjog godur kjulla rettur! Eg setti 1 dl af nymjolk og 2 dl af matreidulurjoma til ad gera meiri sosu. Mjog gott. Einnig sett eg 2 raud epli i fatid og bakadi med. Mjog godur matur, takk fyrir 🙂

    Svara

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme