• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Hunangs agúrku og tómatasalat með sýrðum rjóma og kryddjurtum

júlí 28, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_3504Ég fékk frábæra uppskrift að stórgóðu salati hjá henni mömmu í vikunni sem leið. Hún hafði borið það fram með grilluðum silungi og lofaði það í bak og fyrir. Hún mamma er ansi sniðug í að reka augun í eða láta sér detta í hug, nýjar uppskriftir sem hljóma kannski örlítið skringilega í fyrstu en eru svo alveg stórgóðar og fela í sér eitthvað alveg nýtt bragð og skemmtilega framsetningu. Þetta salat er einmitt svoleiðis. Lítur eiginlega út eins og kartöflusalat svona í fjarska en er svo bara alls ekkert kartöflusalat. Heldur fullt af agúrkum og tómötum, létt og gott en samt eitthvað svo rjómakennt. Ég hef sagt það áður og mun örugglega segja það aftur: þetta verðið þið að prófa, sérstaklega með grillmatnum! Bæði fljótlegt og ljúffengt. Mamma notaði basil og kóríander í salatið sitt, ég átti ekki til basil svo ég notaði steinselju í staðin og svo kóríander sem mér finnst eiginlega ómissandi. Það er alveg hægt að leika sér aðeins með kryddjurtinar eftir því hvað maður á til hverju sinni.min_IMG_3505

Hunangs gúrku og tómatasalat með sýrðum rjóma og ferskum kryddjurtum (passlegt meðlæti fyrir 2-3):

  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1 msk hunang
  • 1 msk hvítvínsedik
  • Fínsaxað ferskt kóríander og basil eða steinselja (lítil handfylli af hvor)
  • Smá salt og pipar
  • 1/2 agúrka, flysjuð og skorin í  teninga
  • 2-3 plómutómatar (ílangir) skornir í báta

Aðferð: Sýrði rjóminn hærður út, hunangi, edik og kryddjurtir hrært saman við. Smakkað til með salt og pipar. Agúrkunni og tómötunum hrært bætt saman við. Geymt í ísskáp þar til salatið er borið fram.IMG_3506

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Meðlæti, Meðlæti með grillmatu

Previous Post: « Fimm mínútna súkkulaði- og perukaka
Next Post: Útilegu marengsbomba með rjómasúkkulaði rúsínum, ávöxtum og pipp sósu »

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme