Fimm mínútna súkkulaði- og perukaka

min_IMG_3366

Ég verð alveg ómöguleg ef ég næ ekki að setja hingað inn allavega eina uppskrift á viku. Það er alveg merkilegt hvað manni fer að þykja vænt um svona síðu og svo auðvitað fólkið sem kíkir inn á hverjum degi! 🙂 Það er alltaf leiðinlegt að kíkja á svona matarblogg og sjá ekki nýja uppskrift reglulega. En þessi uppskrift er alveg viðeigandi núna þar sem ég gef mér örlitla stund til að setjast niður við tölvuna og henda henni inn svona á milli sólbaða. Það tekur nefnilega bara örlitla stund að baka þessa köku. Skál og sleif, dósaopnari, bollamál, ein dós af perum og málið er dautt. Svona að mestu allavega. Það er alveg upplagt að skella sér inn í 5 mínútur í góða veðrinu og hræra í þessa köku til að bera fram með kaffinu eða sem eftirrétt. Það er svo alveg nauðsynlegt að bera hana fram volga með góðum vanilluís.min_IMG_3368

Fimm mínútna súkkulaðikaka með perum (Bollamálið sem ég nota er 2.4 dl – uppskriftin dugar vel sem eftirréttur fyrir 6 fullorðna):

 • 2 bollar hveiti eða fínmalað spelt
 • 1 bolli sykur eða hrásykur
 • 1/2 bolli ósætt kakó
 • 2 tsk lyftiduft
 • 2 stór egg
 • 1 stór dós niðursoðnar perur (safinn og allt)
 • 50 gr. 70% súkkulaði brotið í litla bita

Aðferð: Blandið þurrefnunum saman í skál, bætið eggjunum út í ásamt safanum af perunum og hrærið saman þar til deigið er komið saman. Notið sleif eða písk, rafmagnsgræjur eru óþarfar, passið þó að hræra ekki of lengi, bara rétt þannig að deigið sé að mestu slétt. Hellið perunum í smurt eldfast mót, ég skar þær í tvennt en þær mega alveg vera heilar. Hellið deiginu yfir og stingið súkkulaðimolunum jafnt yfir kökuna. Bakið við 160 gráður með blæstri í 30 mínútur. Hitinn og baksturstími fer þó alltaf eftir ofnum. Berið kökuna fram heita með vanilluís eða rjóma.min_IMG_3367

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Fimm mínútna súkkulaði- og perukaka

  • En hvað það var nú leiðinlegt að vita. Ég er vön að baka kökuna við þennan hita í 30 mínútur, kannski stundum 5 mínútum lengur en ég vil hafa hana svolítið blauta í miðjunni. Ofninn minn er hins vegar afar kraftmikill og hitnar mjög vel þegar ég nota blásturstillingu eins og ég gef upp í þessari uppskrift. Ofnar geta verið svo mismunandi eins og ég tek fram í uppskriftinni.

   Vona að það gangi betur næst 🙂

   Kær kveðja, Helena

   Líkar við

  • Sæl Sjöfn

   Það er rétt. Þumalputtareglan mín er að hækka hitastigið um 20 gráður þegar ekki er notaður blástur, þannig að kakan væri bökuð við 180 gráður í þessu tilfelli án blásturs. Hins vegar eru ofnar óskaplega misjafnir svo oft erfitt að gefa upp nákvæmt hitastig.

   Kær kveðja, Helena

   Líkar við

   • Hef gjarnan leitt hjá mér uppskriftir sem gefa bara upp hitastig í blástursofni. Takk fyrir að upplýsa mig um þumalputtaregluna þína.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s