• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Grilluð bruschetta caprese og eggja-beikon bollar

ágúst 9, 2013 by helenagunnarsd 11 Comments

min_IMG_3576Ég útbjó þennan ljúfa og einfalda bröns handa okkur fjölskyldunni á dögunum. Nú eru síðustu sumarfrísdagarnir að líða og við notum hvert tækifæri til að hafa það huggulegt og gera okkur dagamun áður en rútínan fer á fullt aftur. Mér finnst um bröns eða ”dögurð” (kann einhvernhveginn ekki við það orð) eins og svo margt annað, að einfalt er oftast best. Ef ég býð upp á bröns hlaðborð kýs ég allavega að bjóða upp á frekar fáar tegundir en vel eitthvað sem ég veit að er gómsætt og fellur í góðan jarðveg. min_IMG_3559Þar sem við vorum nú bara þrjú að borða í þetta skiptið lét ég þessar tvær tegundir duga og var með vínber og góðan appelsínusafa með. Ef ég fæ til mín gesti í bröns þá finnst mér gott að bæta til dæmis við nýbökuðum skonsum eins og þessum hér eða þessum og bera fram með þeim osta, álegg og lemoncurd. Ef þið eigið gasgrill þá mæli ég alveg eindregið með því að þið grillið brauðið fyrir bruschetturnar á því. Það kemur alveg ótrúlega gott grillbragð sem gerir alveg gæfumuninn, svo tekur bara 1-2 mínútur að grilla sneiðarnar á vel heitu grillinu. Það er bara hressandi að kveikja á grillinu svona í morgunsárið!

Grilluð bruschetta með tómötum og mozarella:

  • 1 snittubrauð
  • 1 kúla mozarella ostur
  • 2-3 eldrauðir tómatar
  • Nokkur blöð af ferskum basil
  • Góð ólífuolía
  • 1 msk nýkreistur sítrónusafi
  • Sjávarsalt og nýmalaður pipar

min_IMG_3565Aðferð: Skerið snittubrauðið á ská í passlegar sneiðar. Dreypið smá ólífuolíu yfir sneiðarnar og sáldrið örlitlu sjávarsalti ofan á. Grillið við háan hita í stutta stund þar til brauðið hefur aðeins tekið lit. Raðið sneiðunum á disk. Saxið tómatana í litla teninga ásamt mozarella ostinum. Setjið í skál. Hellið 1-2 msk af ólífuolíu yfir, sítrónusafa, salti og pipar (smakkið ykkur áfram). Skerið basilið smátt og bætið saman við. Hrærið öllu saman og dreifið þessu jafnt yfir allar brauðsneiðarnar. Skreytið e.t.v með smá basil.

min_IMG_3582Eggja- beikon bollar:

  • 6 egg
  • 12 sneiðar gott beikon (ég notaði þykkar beikonsneiðar frá Ali)
  • 6 tsk sýrður rjómi með lauk og graslauk
  • Salt og pipar
  • Góð handfylli Rifinn ostur
  • Saxaður graslaukur

Aðferð: Hitið ofninn í 200 gráður. Raðið beikonsneiðunum á bökunarplötu og bakið í 8-10 mínútur eða þar til beikonið er eldað en ekki alveg orðið stökkt. Náið ykkur í möffinsform og raðið tveimur beikonsneiðum í hvert hólf.min_IMG_3548 Ég sett eina í hring og reif hina svo í tvennt og lagði í botninn. Brjótið eitt egg í hvert hólf og kryddið aðeins með salti og pipar. min_IMG_3550Setjið eina teskeið af sýrðum rjóma í hvert hólf og stráið svo osti yfir.min_IMG_3552 Bakið í 8-12 mínútur. min_IMG_3572Ef þið viljið hafa eggið linsoðið ættu 8 mínútur að duga, lengur ef þið viljið hafa rauðuna harðsoðna. Stráið söxuðum graslauk yfir og berið fram.

 

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bröns hlaðborð, Bröns uppskriftir, Bruschetta uppskrift, Egg og beikon, Hollar muffins, Hugmyndir að bröns, LKL uppskriftir, Tómata bruschetta

Previous Post: « Bragðmikið kúskús salat með ofnbökuðu grænmeti, avocado og parmesan osti
Next Post: Mozarella og tómatar – Insalata caprese »

Reader Interactions

Comments

  1. Filippía Þóra

    ágúst 14, 2013 at 10:41

    …fallegt, girnilegt…En afskaplega er ég leið og ósátt yfir orðinu “bröns”..þegar við eigum svona fallegt, íslenskt orð, íslenskan DÖGURÐ …Er þetta undirlægjuháttur okkar að verða alltaf að sletta, ..Fyrst voru það Danir, svo Kaninn..af hverju erum við ekki stoltari af íslenskri tungu en þetta?..Góðar kveðjur og takk fyrir uppskriftirnar : )

    Svara
  2. helenagunnarsd

    ágúst 14, 2013 at 14:10

    Sæl Filippía og takk fyrir kveðjuna.

    Já satt segirðu með dögurðin, það er sannarlega fallegt íslenkt orð. Ætli þetta sé nú ekki frekar spurning um vana en eitthvað annað, allavega í mínu tilfelli. ”Bröns” orðið er bara komið í vana, en auðvitað er sjálfsagt að notast við góð og gild íslensk orð í stað þess að sletta svona 🙂

    Svara
  3. Guðrún Björg

    ágúst 14, 2013 at 21:14

    Get alveg mælt með þessum réttum, prófaði að elda þetta fyrir nokkrum dögum….mjög gott 🙂

    Svara
  4. helenagunnarsd

    ágúst 14, 2013 at 23:05

    En gaman að vita það Guðrún Björg 🙂

    Svara
  5. Sigríður Einarsdóttir

    nóvember 9, 2013 at 23:17

    Þetta er alveg meiriháttar og LOKSINS er komin rétt uppskrift af þessum yndislegu Bruschettum – nema það gleymdist eitt – og það mikilvægt – en það er hvítlaukurinn!! Takk fyrir þessar girnilegu uppskriftir 🙂 Mér finnst líka gaman að hafa brunch.

    Svara
    • helenagunnarsd

      nóvember 10, 2013 at 16:24

      Takk fyrir kæra Sigríður og takk fyrir kveðjuna!

      Já ég er sammála þér með hvítlaukinn, oft nudda ég brauðið meðan það er heitt með hvítlauksrifi, það er voða gott 🙂

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  6. Nanna Gunnarsdóttir

    nóvember 17, 2013 at 15:12

    Mér finnst dögurður ekki sérlega gott orð yfir þetta en er sammála því, svolítil hreintrúarmanneskja í íslensku, að bröns er heldur ekki sérlega gott.
    Veit ekki en mér finnst dögurður svolítið tilgerðarlegt. Sumir kalla þetta árbít en það er bara ekki rétt, því árbítur er morgunverður. Mér hefur dottið í hug dagverður (sbr. kvöldverður, morgunverður, hádegisverður), held reyndar að dögurður sé afbökun á því en samt ekki nógu þjált, einhvern veginn.

    Svara
    • helenagunnarsd

      nóvember 17, 2013 at 20:20

      Já, þetta getur verið vandasamt. Mér þykir einmitt dögurður dálítið tilgerðarlegt og á erfitt með að skrifa það í pistlana mína hér á bloggið. Sérstaklega vegna þess að hér vil ég frekar skrifa óformlegt mál sem líkist helst mínu eigin talmáli. Svo verður orðið ”bröns” kannski einhverntímann samþykkt í íslensku líkt og t.d orðið ”blogg”.. 😉

      Svara
  7. Nafnlaust

    janúar 13, 2014 at 02:32

    Á ég að byrja á að baka beikonið í ofninum í 10 mínútur, svo setja það í möffins form og klára dæmið?

    Svara
    • helenagunnarsd

      janúar 13, 2014 at 09:28

      Já, ég geri það til að beikonið verði stökkt en það þarf ekki. Gangi þér vel 🙂

      Kveðja, Helena

      Svara

Trackbacks

  1. Bröns? – Bestu uppskriftirnar.. | Eldhúsperlur skrifar:
    nóvember 9, 2013 kl. 21:02

    […] athygli að mínu mati, þær eiga svo miklu meira skilið. Prófið þær og látið sannfærast.Egg og beikon saman í bolla með osti. Óskaplega gott, fljótlegt og getur ekki klikkað. Berið fram heitt eða bakið með góðum […]

    Svara

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme