• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Svívirðilegar súkkulaðibitakökur

september 25, 2013 by helenagunnarsd 16 Comments

min_IMG_3801Á dögunum blés Nói Siríus til uppskriftasamkeppni. Þar auglýstu þeir eftir uppskriftum sem hægt væri að birta í uppskriftabæklingi sem þeir gefa út fyrir hver jól. Ég var ekki lengi að hugsa mig um þegar ég mundi eftir uppskrift að alveg einstaklega (og þá meina ég einstaklega) góðum súkkulaðibitakökum sem ég bakaði fyrir síðustu jól. Í alvöru krakkar, þá er þetta með þeim bestu smákökum sem ég hef bakað og þær eru ólíkar öllum súkkulaðibitakökum sem ég hef smakkað. Nýbakaðar minna þær dálítið á pínulitlar franskar súkkulaðikökur eða brownies. Þær eru stökkar að utan og mjúkar inn í og haldast þannig í nokkra daga séu þær geymdar í lokuðu íláti. Það er mikið súkkulaði í þeim og uppskriftin og aðferðin er einföld, byrjar og endar á súkkulaði svo útkoman er dásamleg. min_IMG_4247Nói Siríus var allavega sammála mér og ég var svo heppin, ásamt þremur öðrum að hljóta í verðlaun fyrir uppskriftina, veglega gjafakörfu fulla af góðgæti og bökunarvörum frá Nóa Siríus. Uppskriftin mun þó ekki birtast í bökunarbæklingnum fyrir jólin en það var girnileg súkkulaðikaka með Pipp bananakremi frá Eldhússögum sem hlaut þann heiður. Það er því þeim mun meiri þörf á að birta uppskriftina að súkkulaðibitakökunum hér 🙂min_IMG_4251Aldeilis ekki ónýtt að fá svona fínerí og ég er ansi hrædd um að jólabaksturinn eigi eftir að innihalda ýmislegt úr þessari girnilegu körfu. En hér kemur uppskriftin. Endilega prófið og njótið, alveg voða vel.

min_IMG_3796Svívirðilegar súkkulaðibitakökur (ca. 20 kökur):

  • 200 gr 56% súkkulaði
  • 50 gr ósaltað smjör
  • 80 gr hveiti
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 2 egg
  • 150 gr ljós púðursykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 300 gr suðusúkkulaði

min_IMG_3807Aðferð: Hitið ofn í 160 gráður með blæstri annars 180. Byrjið á að bræða 56% súkkulaði og smjör í potti yfir vægum hita. Takið af hitanum og leyfið að kólna/ná stofuhita. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti og setjið til hliðar. Setjið 300 gr af suðusúkkulaði í plastpoka og berjið með hamri eða kökukefni svo súkkulaðið brotni í grófa misstóra mola, það má líka saxa súkkulaðið gróft með hnífi.min_IMG_3760

Þeytið eggin og púðursykurinn ásamt vanillu vel og lengi saman þar til ljóst og létt. Hellið brædda súkkulaðinu rólega út í eggjablönduna og hrærið varlega saman við. Setjið því næst hveitiblönduna út í og blandið varlega saman við, ekki þeyta á þessum tímapunkti, bara rétt hræra saman. Hellið súkkulaðibrotunum út í og blandið saman við með sleikju. min_IMG_3766Setjið eina vel fulla matskeið af deiginu á bökunarpappírsklædda plötu og hafið gott bil á milli. Athugið að deigið er dálítið blautt. Stingið tveimur til þremur súkkulaðimolum ofan á hverja köku. Bakið í 12-14 mínútur og leyfið kökunum að kólna á grind. Athugið að kökurnar eiga að vera blautar í miðjunni svo alls ekki baka þær of lengi.min_IMG_3787min_IMG_3798

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Góðar súkkulaðibitakökur, Jólabakstur, jólasmákökur, Smákökur, Súkkulaði uppskriftir, Súkkulaðibitakökur

Previous Post: « Sítrónu brownie
Next Post: Döðluterta með jarðarberjarjóma og súkkulaðikremi »

Reader Interactions

Comments

  1. Guðrún Gylfa

    nóvember 18, 2013 at 15:10

    Var að prófa þessar áðan… geggjaðar 🙂 verða örugglega bakaðar aftur fyrir jól… (skammturinn sem ég gerði núna klárast örugglega í dag) 🙂

    Svara
    • helenagunnarsd

      nóvember 18, 2013 at 17:10

      En gaman að vita það Guðrún. Ég hugsa að ég standist sjálf ekki freistinguna að baka þessar fyrir jólin 😉

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  2. Jenný Anna

    desember 11, 2013 at 10:13

    Ætla að baka þessar á eftir, líta glæsilega út, en ég ætla að minnka súkkulaðimagnið. Er það ekki óvenjumikið í 20 kökum?

    Svara
    • helenagunnarsd

      desember 11, 2013 at 10:25

      Sæl Jenný

      Vissulega er mikið súkkulaði í kökunum sem er einmitt það sem gerir þær svona góðar. Þetta eru svona sparikökur 🙂 Þú gætir sennilega alveg minnkað eitthvað saxaða súkkulaðið sem fer í þær en ég myndi ekki minnka það brædda, þá er hætta á að þær komi ekki eins út þar sem hlutföllin verða ekki rétt. Gangi þér vel.

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  3. Jenný Anna

    desember 11, 2013 at 10:48

    Takk kærlega.

    Svara
  4. Halla

    september 21, 2014 at 08:44

    Alveg sjúklega góðar kökur, þegar maður er til í mikið súkklaði þá er þetta einmitt málið 😉

    Svara
    • helenagunnarsd

      september 21, 2014 at 13:12

      Ó hvað ég er sammála þér Halla… 🙂

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  5. Hrönn

    nóvember 19, 2014 at 08:40

    Ertu með blástur á ofninum ?

    Svara
    • helenagunnarsd

      nóvember 19, 2014 at 19:33

      Já, ég er alltaf með blástur nema annað sé tekið fram 🙂

      Kv. Helena

      Svara
  6. Hersir

    nóvember 19, 2014 at 20:06

    Bakast þær betur á blæstri?

    Svara
    • helenagunnarsd

      nóvember 19, 2014 at 20:12

      Ég hef ekki samanburðinn. Mæli með því að nota blásturinn ef hann er til staðar. Annars er vel hægt að baka þær án blásturs. Gætu þó þurft örlítið lengri tíma í ofninum.

      Svara
  7. Darri Gunnarsson

    nóvember 21, 2014 at 18:17

    Er að baka svona núna með systir minni 🙂 Svaka spenntur!

    Svara
    • helenagunnarsd

      nóvember 21, 2014 at 19:57

      Spennandi – Vona að þið verðið ánægð 🙂

      Svara
  8. Sverrir

    desember 12, 2014 at 23:00

    Hvað geymast þessar lengi í góðu kökuboxi?

    Svara
    • helenagunnarsd

      desember 12, 2014 at 23:16

      Hmm.. Mér hefur nú ekki tekist að geyma þær lengi. En lokað box í 4 daga er fínt, framyfir það er gott að geyma þær í kæli eða frysta.

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  9. Freyja

    desember 18, 2014 at 18:20

    Mmmmmm namminamm Þær eru ÆÐI !

    Svara

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme