• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Enskar spariskonsur

nóvember 29, 2012 by helenagunnarsd 9 Comments

Aðventuskreytingin tilbúin og þar sem fyrsta aðventuhelgin er nú framundan væri alveg upplagt að bjóða nokkrum vel völdum gestum í morgunmat eða bröns og baka þessar ljúffengu skonsur (sem eru einmitt stjarna síðunnar hérna fyrir ofan). Ég hafði ekki mikla trú á svona skonsum áður en ég prófaði þessar. Mundi bara eftir þessum sem maður getur keypt í bakaríi og finnst þær alltaf frekar þurrar og óspennandi. En þessar skonsur eru í miklu uppáhaldi á mínu heimili,  einstaklega sparilegar, léttar í sér og bráðna í munni.

Það er upplagt að baka þær á ljúfum sunnudagsmorgni og bjóða nokkrum gestum í bröns, þær eru líka sérlega vel til þess fallnar að baka á hátíðisdögum og bera fram til dæmis á jóladagsmorgni með heitu súkkulaði. Mér finnst best að borða þær með smjöri og góðri sultu eða ekta ensku ,,Lemon Curd‘‘ sem ég fæ í Pipar og Salt á Klapparstígnum.

Það er mjög gott að nota þurrkuðu trönuberin, þau gera þær alveg einstaklega góðar og jólalegar. Þau eru nú farin að fást í flestum matvöruverslunum og ég hef keypt þau bæði í Bónus og Nettó.

Enskar spariskonsur með trönuberjum – Breytt uppskrift frá Ina Garten 

  • 5 dl fínmalað spelt eða hveiti
  • 1 msk  vínsteinslyftiduft (það má alveg nota venjulegt en mér finnst vínsteins betra)
  • 1 msk hrásykur
  • ½ tsk salt
  • 150 gr kalt smjör skorið í litla teninga (ég nota alltaf venjulegt smjör, ekki ósaltað og aldrei smjörlíki)
  • 2 egg, hrærð létt saman
  • 1,5 dl rjómi
  • 2 dl þurrkuð trönuber og 1 msk hveiti – blandað saman (hér má líka nota rúsínur eða sleppa bara)
  • 1 egg pískað

Ofn hitaður í 200 gráður eða 180 gráður með blæstri.

Öllum þurrefnum blandað sama í hrærivélaskál, smjörinu síðan blandað saman við og hrært með K-hræraranum (ekki þeytaranum) þar til smjörið er komið gróflega saman við hveitið, smjörbitarnir í deiginu eiga að vera á stærð við baunir eða krónupeninga. Alls ekki að hrærast alveg saman við hveitið eins og þið væruð að fara að gera hnoðað deig. Það eru einmitt smjörbitarnir sem gera skonsurnar léttar og góðar!

Þá er eggjunum og rjómanum bætt við ásamt trönuberjunum með hveitinu. Þessu er létt blandað saman, ekki hæra lengi heldur bara þar til maður hættir að sjá hveitið í deiginu. Þá er þessu sturtað á hveitistráð borð, athugið að deigið er frekar blautt. Þetta er létt hnoðað og deigið flatt út um það bil 2,5 cm þykkt. Ég nota ekki kökukefli, vel hægt að nota bara hendurnar og ýta deiginu til og frá. Svo sting ég út hringi sem eru um 6-7 cm í þvermál. Það má líka skera deigið í ferninga eða þríhyrninga með hníf. Skonsurnar eru svo penslaðar með eggi og bakaðar frekar neðarlega í ofni í um það bil 18 mínútur.

Athugið að ef ekki er notuð hrærivél má einfaldlega mylja smjörið samanvið þurrefnin með fingrunum og blanda eggjunum og rjómanum samanvið með sleif. Það er ekkert mál.

Prófið þær.. í alvöru, þær eru æði!

Filed Under: Uncategorized Tagged With: breskar skonsur, brunch uppskriftir, góðar skonsur, Skonsur

Previous Post: « Magnaðir mánudagar
Next Post: Pasta alla Puttanesca »

Reader Interactions

Comments

  1. Sonja Baldursdóttir

    mars 31, 2013 at 12:40

    Þessar runnu ljúflega niður á páskadagsmorgni 🙂

    Svara
    • helenagunnarsd

      apríl 1, 2013 at 13:46

      En gaman 🙂 Já þær eru alveg ótrúlega góðar þessar..

      Svara
  2. Nafnlaust

    apríl 19, 2014 at 14:31

    Ég bakaði þessar áðan og þær voru mjög bragðgóðar en þær lyftu sér ekkert, virka svo “háar” á myndinni þinni.?!

    Svara
    • helenagunnarsd

      apríl 19, 2014 at 15:22

      Hmm.. Ég hef nú ekki lent í því. Gæti nokkuð verið að það hafi vantað lyftiduftið? Annars er mikilvægt að vinna deigið sem minnst og passa að smjörið sé kalt svo það haldist í bitum í deiginu. Og um að gera að fletja deigið ekki þunnt út heldur hafa það vel þykkt þegar skonsurnar eru skornar út. Þær eiga alveg að lyfta sér svolítið en tvöfaldast samt ekki… Vona að þetta hjálpi 🙂

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  3. Nafnlaust

    apríl 21, 2014 at 09:29

    Nei ég er klár á að hafa sett lyftiduftið í, en læturðu deigið “hefa sig” ? ….ætla sko örugglega að baka þessar aftur og langar að gera það rétt 🙂

    Svara
    • helenagunnarsd

      apríl 23, 2014 at 13:07

      Nei læt það ekki hefa sig. Passa bara að hafa deigið frekar þykkt þegar ég sker hringina út og smjörið ískalt og í litlum bitum í deiginu, og vinna deigið eins lítið og hægt er, bara þannig að þetta rétt loði saman. Hafa aldrei klikkað. Ég er búin að lagfæra uppskriftina aðeins. Sé að ég hef haft þvermálið á skonsunum aðeins of lítið en búin að laga það núna og eins minnka smjörið aðeins. Ég hef bakað þær svo oft að þær breytast og bætast nánast í hvert skipti sem ég geri þær. Vona að þú prófir aftur! 🙂

      Kær kveðja, Helena

      Svara

Trackbacks

  1. Nokkrar páskahugmyndir | Eldhúsperlur skrifar:
    mars 27, 2013 kl. 18:12

    […] Bestu skonsur í heimi […]

    Svara
  2. Grilluð bruschetta caprese og eggja-beikon bollar | Eldhúsperlur skrifar:
    ágúst 9, 2013 kl. 17:35

    […] í bröns þá finnst mér gott að bæta til dæmis við nýbökuðum skonsum eins og þessum hér eða þessum og bera fram með þeim osta, álegg og lemoncurd. Ef þið eigið gasgrill þá […]

    Svara
  3. Bröns? – Bestu uppskriftirnar.. | Eldhúsperlur skrifar:
    nóvember 9, 2013 kl. 21:02

    […] kveikja svo á kertum og dúka borð. Þá er komin þessi fína veisla án mikillar fyrirhafnar.Enskar spariskonsur trjóna ennþá á toppnum sem uppáhalds uppskriftin mín á Eldhúsperlum. Þær bráðna og eru […]

    Svara

Skildu eftir svar við Nokkrar páskahugmyndir | Eldhúsperlur Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme