• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Lúxus biti í skyndi..

desember 20, 2012 by helenagunnarsd 11 Comments

IMG_0677

Það er nú bara þannig að það þarf alltaf að vera eitthvað í matinn. Líka þó að jólin séu að koma 🙂 Þegar tíminn er naumur eins og eiginlega alltaf á virkum dögum langar mig svo oft í eitthvað gott í matinn en hef alls ekki tíma til að standa yfir pönnum og pottum svo tímunum skipti. Mér finnst því alltaf jafn ánægjulegt að elda rétti sem taka enga stund í undirbúningi og svo sér ofninn bara um restina og ég get gert eitthvað skemmtilegt eða gagnlegt á meðan.

Ég var eiginlega búin að gleyma hversu gott það getur verið að elda heilan kjúkling í ofni. Á sumrin grillum við hann reyndar oft heilan á standi (meira um það seinna). Við borðum oft kjúkling hérna á heimilinu og oft þegar ég er að ákveða hvað á að vera í matinn hugsa ég hvernig kjúkling geti ég eldað. Ég fékk hugmyndina að þessum rétti í amerískum matreiðsluþætti sem heitir Barefoot Contessa, það er allt gott sem þessi kona eldar svo ég ákvað að prófa og hef eldað þennann kjúkling oft og mörgum sinnum síðan og hann klikkar aldrei. Það er aðeins mismunandi hvaða grænmeti ég nota en mér finnst nauðsynlegt að hafa gulrætur og fennelið gefur alveg ofsaleg gott bragð. Mæli með því að þið prófið það. Svo hef ég alltaf kartöflur þar sem sá 4 ára er mikill kartöflu aðdáandi.

Ofnbakaður kjúklingur með kartöflum og grænmeti – Fyrir fjóra.

Það sem ég nota í þennan rétt er:

  • 1 heill kjúklingur (1.5kg)
  • 2-3 bökunarkartöflur eða nokkrar minni
  • 2-3 gulrætur
  • 1 frekar stór laukur
  • 1 fennel
  • 1 sítróna
  • 1 hvítlaukur
  • Salt, pipar, ólífuolía og rósmarín
  • 1/2 l kjúklingasoð (vatn og kraftur)

Aðferð:  Ofn hitaður í 200 gráður með blæstri (annars 210-220 gráður). Ég byrja alltaf á því að skola kjúklinginn og þerra hann vel með eldhúspappír. Því næst ber ég á hann vel af ólífuolíu, salta og pipra vel að innan sem utan. Svo sker ég sítrónuna og hvítlaukinn í tvennt, þversöm. Hef hýðið á hvítlauknum og sting þessu öllu saman inn í kjúklinginn.

IMG_0599

IMG_0600

Svo er bara að skera allt grænmetið frekar gróft niður og setja í botninn á eldföstu móti eða á bökunarplötu, krydda með salt og pipar og smá ólífuolíu. Leggja svo kjúklinginn ofan á grænmetið og strá smá rósmarín yfir allt saman. Það finnst mér alveg gera gæfumuninn. Svo helli ég kjúklingasoðinu í fatið.  Þetta er svo bakað í um það bil 50 mínútur, eða þar til kjarnhitinn er kominn í a.m.k 70 gráður.

IMG_0675Ég ber þetta bara svona fram eins og það kemur, er ekki með neitt aukalega með, enda bæði kartöflur og grænmeti og svo kemur alveg dásamleg soð sósa í botninn á fatinu af grænmetinu, sítrónunum og kjúklingnum. Þetta er alveg ofsalega gott 🙂

Filed Under: Uncategorized Tagged With: Heill kjúklingur, kjúklingur í ofni

Previous Post: « Pasta alla Puttanesca
Next Post: Myntu smákökur með bismark og hvítu súkkulaði »

Reader Interactions

Comments

  1. Amma Þura

    desember 23, 2012 at 17:06

    Verður alveg pottþétt
    á borðstólnum milli jóla og nýárs!

    Svara
  2. Guðrún Björg

    mars 12, 2013 at 19:35

    Namm hvað þetta er gott. Nú er ég búin að prófa fimm uppskriftir héðan og allt verið mjög gott. Næst á dagskrá er að prófa réttinn úr rauða pottinum 🙂

    Svara
    • helenagunnarsd

      mars 12, 2013 at 22:14

      Frábært! En gaman að vita að þú hafir verið ánægð 🙂

      Svara
  3. Nanna Gunnarsdóttir

    nóvember 16, 2013 at 19:05

    Það er bara dásamlegt að setja sítrónu eða appelsínu, engifer og hvítlauk og jafnvel chili inn í kjúkling, þá verður hann svoooo safaríkur því ávextirnir gefa honum gufu sem sígur út í kjötið. Hrein snilld, ég nota mikið appelsínur og sítrónur og límónur og geri þetta líka við kalkúninn um jólin. Klikkar ekki… og sítrónusafi gerir kjöt líka meyrara, svo ef mmaður er með lakari bita má bæta þá verulega með því að ýra sítronusafa yfir.

    Svara
    • helenagunnarsd

      nóvember 17, 2013 at 20:16

      Sammála Nanna. Eftir að hafa prófað nokkrar aðferðir þá trjónir þessi aðferð sannarlega á toppnum. Hlakka einmitt svo til að prófa að elda kalkún á þennan máta.

      Svara
  4. bogga

    nóvember 27, 2013 at 20:01

    hæhæ var að spá í að gera þetta en helduru að ég geti ekki sett bara í leirpottinn minn eða er verra að elda þetta með loki?

    Svara
    • helenagunnarsd

      nóvember 27, 2013 at 20:47

      Sæl Bogga

      Mér þykir gott að fá stökka húð á kjúklinginn, ég myndi persónulega sleppa lokinu og hafa hann í opnu íláti.

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  5. Hjördís Guðlaugsdóttir

    október 1, 2015 at 08:24

    Setur þú sítrónuna með berkinum á inn í kjúklinginn?

    Svara
    • helenagunnarsd

      október 5, 2015 at 20:13

      Já! Með berkinum og öllu 🙂 sker bara í báta eða tvennt.

      Svara

Trackbacks

  1. Nokkrar páskahugmyndir | Eldhúsperlur skrifar:
    mars 27, 2013 kl. 18:12

    […] Heill ofnbakaður kjúklingur með sítrónu og hvítlauk […]

    Svara
  2. Tælensk massaman súpa | Eldhúsperlur skrifar:
    febrúar 25, 2014 kl. 09:06

    […] um að gera að nota það sem til er í ísskápnum hverju sinni. Ég átti til dæmis afgang af grilluðum kjúklingi eins og þessum hér, með bökuðum gulrótum. Svo átti ég lítið blómkálshöfuð í grænmetisskúffunni ásamt […]

    Svara

Skildu eftir svar við bogga Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme