• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Brauð – ið

janúar 21, 2013 by helenagunnarsd 12 Comments


IMG_0669Já, þetta brauð er bara brauð-IÐ. Ég hef gert margar tilraunir gegnum árin til að baka brauð, úr geri. Þó ég geri alls ekki mikið af því langar mig samt að geta það skiljiði? Fólk er að baka gerbrauð hérna hægri vinstri og gerir það með einari. Af hverju gat ég það ekki líka? Ég hef boðið fólki í mat og gefið því brauðbollur með matnum sem hefðu sómað sér vel sem tennisboltar. Þið sem borðuð þær, þið vitið hver þið eruð. Þetta var eitthvað svona bullandi flókið brauð sem þurfti að hnoða og hnoða og það var hveiti út um ALLT í eldhúsinu. Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki hrifin af svoleiðis óreiðu. Nei ég þurfti eitthvað einfalt sem virkaði bara.

Ég rakst svo sumsé á þessa aðferð/uppskrift á síðunni hennar Nönnu Rögnvaldar fyrir nokkru síðan. Þetta hefur bjargað orðspori mínu þegar kemur að gerbakstri og allir sem smakka þetta halda að maður sé klárari en Jói Fel. Barn gæti bakað þetta, svo einfalt er það, barn getur líka borðað mikið af því, því svo gott er það. Ekkert hnoð bull og hveiti út um allt og það þarf ekki að baka þetta í einhverjum forláta potti. Þetta er einfalt og virkar, ég lofa. Ég hef gert ýmislegt úr þessari uppskrift, venjulegt brauð, baguette, bollur, pizzabotn og meira að segja brauðbollukarl í 4 ára afmæli sonar míns.

IMG_0663Þessi aðferð að brauðbakstri gengur líka undir nafninu ”Artisan Bread in Five Minutes a Day”. og ef þið smellið á þennan link getið þið horft á indælisfólk gera svona brauð og séð hvað það er einfalt. Grunn uppskriftin er bara með hvítu venjulegu hveiti. Það er best að æfa sig bara á því eins og Nanna segir og þegar maður er kominn með lag á því má fara að breyta um korntegund og bæta við t.d fræjum og einhverri svoleiðis hollustu.

Uppskrift:

  • 1 kg hveiti
  • 1,5 msk ger
  • 1,5 msk salt
  • 750 ml vel volgt vatn

IMG_0666Athugið að þetta er stór uppskrift sem er auðveldlega hægt að helminga.

Allt hrært saman í stórri skál með sleif þar til maður er með þykkt en frekar blautt og klístrað deig og mest allt hveitið er horfið inn í deigið. Leggið viskastykki eða plastfilmu lauslega yfir og látið lyfta sér við stofuhita í tvo tíma. Að þeim tíma loknum má taka af því og baka eða geyma í ísskáp allt að tvær vikur og taka af því þegar þig langar að baka. Deigið er þá bara mótað, með vel hveitistráðum höndum eins og maður vill og það svo látið lyfta sér í hálftíma. Eftir þennann hálftíma skar ég í þessu tilfelli kross í brauðið svo það myndi lyfta sér betur í ofninum. Á meðan er ofninn hitaður í 220 gráður. Það er gott að horfa myndbandið á youtube, en galdurinn bakvið góðu skorpuna er að hafa fat með sjóðandi heitu vatni í botninum á ofninum.

Baksturstíminn fer svo nokkuð eftir stærð brauðsins. Þetta brauð tók um 30 mínútur að bakast og ég baka það bara á venjulegri bökunarpappírsklæddri bökunarplötu sem ég leyfi að hitna inni í ofninum meðan brauðið lyftir sér. Athugið að það er nauðsynlegt að leyfa brauðinu að standa og jafna sig við stofuhita í um það bil 15 mínutur eða lengur áður en það er skorið.IMG_0674

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Auðvelt gerbrauð, Baguette, Baguette uppskrift, Brauð uppskrift, Gerbollur uppskrift, Gerbrauð, Gott brauð, Heimabakað brauð, Pizzabotn uppskrift

Previous Post: « Brúnkur Nigellu
Next Post: Tómata- og spínatbaka »

Reader Interactions

Comments

  1. Guðrún Björg

    janúar 22, 2013 at 22:33

    Ein ábending. Ég bakaði tvö brauð í einu og var skar annað brauðið um leið og það kom út úr ofninum. Gott var það 🙂 En u.þ.b korteri seinna skar ég seinna brauðið og það var ansi mikill munur á þeim. Það sem fékk að standa í smástund var einhvern veginn mýkra og léttara. Þannig að ég mæli með því að láta brauðið standa smástund.

    Svara
    • helenagunnarsd

      janúar 22, 2013 at 22:38

      Sæl Guðrún og takk fyrir ábendinguna! Ég er alveg sammála þér og gleymdi einmitt alveg að minnast á þetta hérna í uppskriftinni 🙂 það er sko alveg nauðsynleg að láta brauðið standa a.m.k já í svona korter eftir að það kemur úr ofninum.

      Svara
    • Nafnlaust

      júlí 28, 2019 at 15:26

      Það þarf alltaf að leyfa brauði að kólna ágætlega áður en það er skorið, annars klessist það bara saman.

      Svara
  2. Nafnlaust

    apríl 14, 2014 at 21:12

    Gerðir þú einn brauðhleif úr þessari uppskrift ?

    Svara
  3. Halla

    apríl 14, 2014 at 21:15

    Gerðir þú einn brauðhleif úr þessari uppskrift ?

    Svara
    • helenagunnarsd

      apríl 14, 2014 at 21:18

      Sæl

      Nei, alls ekki. Uppskriftin er sennilega nógu stór í 3-4 svona brauð. Ég tek bara af henni það sem ég þarf að nota og geymi restina í ísskápnum þar til ég nota aftur af því. Ég hugsa að þetta brauð hafi verið svona ca. 1/3 af deiginu.

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  4. Lena Hákonard.

    apríl 24, 2020 at 22:27

    Til einfölduna, væri betra að miða við magn pokans sem gerið er selt í, ?

    Svara
    • helenagunnarsd

      maí 4, 2020 at 14:08

      Ég notast oftast við stóra gerpakka svo mér finnst öruggara að mæla gerið með mæliskeið 🙂

      Svara
  5. Katla Þ

    janúar 9, 2023 at 16:33

    Eða frekar, má ekki bíða lengur en 15 mínútur áður en maður sker í brauðið???

    Svara
    • Katla Þ

      janúar 9, 2023 at 16:35

      Hehe, ég skrifaði óvart ,, Eða frekar” fyrst, hunsaðu það bara 🙂

      Svara
    • helenagunnarsd

      janúar 9, 2023 at 21:06

      Sæl! Jú það má sko alveg 🙂 Bara helst ekki skera það fyrr en það hefur staðið amk í þessar 15 mínútur.

      Svara

Trackbacks

  1. Bóndadags kjúklingur í ólífu og bjórsósu með ofnbökuðum rósmarínkartöflum « Eldhúsperlur skrifar:
    janúar 24, 2013 kl. 20:11

    […] en vegna þess að sósan er svo góð er áreiðanlega ekki síðra að bera réttinn fram með brauði til að moppa sósuna upp […]

    Svara

Skildu eftir svar við Bóndadags kjúklingur í ólífu og bjórsósu með ofnbökuðum rósmarínkartöflum « Eldhúsperlur Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme