Gómsætir gleðibitar með döðlukaramellu..

IMG_0651Ég rakst á þessa uppskrift fyrir nokkru síðan og hef svona meira og minna verið með hana á heilanum síðan. Og Guð minn góður þar var ekki að ástæðulausu, þessir litlu bitar eru himneskir. Stökkur botninn, mjúk döðlukaramellumiðja og súkkulaði ofan á allt saman. Auðvitað er þetta ekkert Twix, ég veit það vel en sú sem ég fékk hugmyndina frá kallar þetta heimatilbúið Twix og hún flokkar þetta undir vegan. 

Hugmyndin er upphaflega komin frá síðu sem heitir Oh She Glows og er matarblogg sem fjallar um vegan mataræði. Fólk sem kýs vegan mataræði sneiðir ekki eingöngu hjá kjöti og fiski heldur sleppir það öllum afurðum úr dýraríkinu þ.m.t öllum mjólkurafurðum og eggjum. Ég hef stundum skoðað uppskriftir sem flokkast sem vegan (veit ekki íslenska orðið yfir þetta?) og það er oft margt sniðugt í gangi þar. Til dæmis ýmsar uppskriftir að svona agalega girnilegu sælgæti sem tekur frekar stuttan tíma að gera og þarfnast oft ekki baksturs. Maður þarf hinsvegar oftast að vera vopnaður töfrasprota, blandara eða matvinnsluvél og þá eru manni allir vegir færir.

IMG_0639Þó þetta nammi flokkist upphaflega sem vegan myndi ég ekki kalla þetta hollustufæði. Þetta er nammi og alveg hrikalega gott nammi. En það býr yfir þeim kosti að við vitum svona nokkurn veginn alveg hvaða hráefni það inniheldur. Ég notaði hnetusmjör í það en það væri ekki úr vegi að nota t.d möndlusmjör í staðin ef um hnetuofnæmi er að ræða. Bitana er best að geyma í ísskáp eða frysti.

Heimatilbúið Twix með döðlukaramellu

Botninn:

 • 2 1/2 bolli Rice Crispies eða annað blásið hrísmorgunkorn
 • 4 msk agave sýróp
 • 2 msk hunang
 • 2 msk hreint hnetusmjör
 • 1 tsk vanilluextraxt
 • Salt á hnífsoddi

Setjið bökunarpappír í form sem er ca. 20 x 30 cm (skúffukökustærð), leyfið pappírnum að ná upp með hliðunum. Allt nema rice crispies sett í pott og brætt saman við vægan hita þar til suðan kemur upp. Þá er þetta tekið af hitanum og rice crispies bætt út í. Hrært vel þar til þetta loðir saman. Hellið í formið með bökunarpappírnum og sléttið úr með rökum höndum þar til þetta fyllir út í formið. Ágætt að stinga lófunum af og til undir kalda vatnið til að sporna við klístri. Stingið botninum inn í frysti meðan karamellan er útbúin. Page_1

Döðlukaramella:

 • 450 gr steinalausar döðlur
 • 2 msk hreint hnetusmjör
 • 2 msk möndlumjólk eða vatn til að þynna karamelluna

Setjið döðlurnar í skál og hellið sjóðandi heitu vatni yfir til að mýkja þær. Leyfið þessu að standa í ca. 10 mínútur. Hellið þá vatninu frá og setjið döðlurnar í matvinnsluvél ásamt hnetusmjörinu og vökvanum. Vinnið saman þar til fínt mauk myndast sem er þó vel þykkt. Þetta væri líka hægt að gera með töfrasprota. Takið botninn úr frystinum og dreifið karamellunni jafnt yfir. Setjið aftur í frystinn á meðan súkkulaðið er brætt.

IMG_0630Ofaná:

 • 1 poki Siríus Konsum súkkulaðidropar (150 grömm)
 • 1 tsk kókosolía (má sleppa)

Brætt og hellt ofan á döðlukaramelluna. Sett aftur í frystinn og kælt þar til súkkulaðið er hart, a.m.k 30 mínútur. Skorið í litla bita. Best að geyma í frysti eða ísskáp. IMG_0628 2IMG_0634Gómsætir litlir gleðibitar 🙂 Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Gómsætir gleðibitar með döðlukaramellu..

 1. Bakvísun: Nokkrar sumarlegar uppskriftir | Eldhúsperlur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s