Fylltar heimatilbúnar tacoskeljar

ImageVið á heimilinu erum voða hrifin af mexíkóskum mat og kannski reyndar bara flestum mat ef því er að skipta.. Ég prófaði að gera þessar heimatilbúnu skeljar fyrir nokkru síðan og það er ekki hægt að líkja þeim við litlu tilbúnu taco skeljarnar sem fást í búðunum. Það er því alveg þess virði að dunda sér við að steikja sínar eigin skeljar og færa tacoveisluna upp á örlítið hærra plan.

Ég kaupi tilbúnar tortillakökur sem ég steiki upp úr olíu og sveigji saman þannig að þær myndi tacoskel, hljómar kannski flókið en er mjög einfalt! Það væri sennilega hægt að taka þetta alla leið og búa til sínar eigin tortillur frá grunni til að steikja en svona á venjulegum virkum degi er það nú kannski til of mikils mælst. Fyllingin sem ég notaði í þetta skiptið var mjög einföld en hrikalega góð, mér finnst oft betra að vera ekki með of mörg hráefni í gangi í einu og leyfa hverju fyrir sig að njóta sín.

Tacoskeljar:

 • 1 pakki tortilla kökur (ég notaði 8 litlar maís tortillur)
 • Olía til steikingar

Setjið olíu á pönnu þannig að hún þeki vel botninn á pönnunni og nái um 0.5 cm upp á kantana. Hitið olíuna og steikið eina tortilla köku í einu. Byrjið að steikja á annarri hliðinni, snúið henni svo við og beygið eins og tacoskel og steikið báðum megin þar til kakan er gyllt. Það er mjög gott að nota góða töng við þessa iðju, en tveir gafflar duga líka. Leggið skelina svo á eldhúspappír.

Það er gott að vera með lítið glas til að leggja inn í kökuna þar sem hún harðnar ekki fyrr en hún kólnar, svo hún leggist ekki saman. Gerið þetta við allar kökurnar. Leggið þær síðan hverja inn í aðra, tvær og tvær saman og setjið í 120 gráðu heitan ofn í 15 mínútur eða þar til þær eru alveg stökkar. Á meðan getið þið undirbúið fyllinguna.Image

Fylling

 • 600 grömm ungnautahakk
 • 1/2 krukka mild salsasósa
 • 2 tsk tómatpaste
 • 1 tsk hunang eða önnur sæta
 • Salt, pipar og reykt paprikuduft
 • 1 dl vatn

Kjötið brúnað á pönnu. Kryddað með salti, pipar og reyktri papriku. Salsasósu, hunangi, tómatpaste og vatni bætt út á. Látið malla í 10 mínútur við meðalhita þar til sósan þykknar.

Ofaná:

 • Græn salatblöð, smátt söxuð
 • 1/2 askja Kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
 • 3-4 Vorlaukur, smátt saxaður
 • Rifinn cheddar ostur og Óðals ostur
 • Sýrður rjómi

Setjið kjötið neðst í tacoskelina, laukinn þar ofaná, því næst salatið, tómatana og ostinn efst. Toppið með smá sýrðum rjóma og njótið með nóg af eldhúspappír við hendina þar sem þetta er ekki snyrtilegasti matur sem hægt að borða. En líka þeim mun betri !

IMG_0688

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s