Nokkrar sumarlegar uppskriftir

IMG_1687Mér er alveg sama þó það snjói úti. Þar hafið þið það. Ég er búin að pirra mig svo oft á snjónum undanfarna daga að ég er farin að trúa því að ef mér er alveg sama þá hljóti hann að fara og vorið að koma. Um helgina sat ég í fyrsta skiptið á þessu ári á pallinum mínum og það var sko alveg vel sólbaðsfært. Ég meira að segja setti markísuna upp (lesist: lét setja upp) og bar fram seinnipartshressingu úti á palli. Þá var nú aldeilis vorið komið, gott ef ekki bara sumarið eins og það leggur sig. En svo kom snjór. Í ofanálag þá húki ég nú heima lasin með kvef. Ég skammast mín reyndar alltaf hálfpartinn að kvarta út af snjó þegar ég sé myndir að Norðan þar sem snjóskaflarnir hafa ekkert minnkað síðan í september. Ef þið búið þar, klappið ykkur nú aðeins á bakið og ég held að það sé alveg í lagi að fara að hlakka til vorsins. Það verður komið áður en við vitum af. En þangað til, þá má alveg snjóa. Mér er alveg sama.

Þar sem það er nú síðasta vetradagur í dag sem hefur svo í för með sér það óumflýjanlega, sumardaginn fyrsta, datt mér í hug, þrátt fyrir allt, að vera bara á bjartsýnu nótunum og deila nokkrum sumarlegum réttum með ykkur. Ég býst nú fastlega við að með hækkandi sól og hlýrra lofti eigi eftir að bæta verulega í sumarlega uppskriftasafnið mitt sem er kannski dálítið fátæklegt eins og er. En ég mæli með því að grill verði dregin út, hvernig sem viðrar og að við fögnum sumri með viðeigandi hætti, fyrir okkur og líka fyrir nágranna okkar. Því hvað er sumarlegra en að finna lyktina og öfundast aðeins af ilmandi grillmeti nágrannans?

IMG_1705Salat með grilluðum tígrirækjum á spjóti og kaldri chillisósu
IMG_1300 Grillaður lambahryggurIMG_1448Grillaðar kryddlegnar kjúklingabringur með litríku kúskús salatiSlide1Marineraðar lambakótilettur með hasselback kartöflum, grísku salati og graslaukssósu
IMG_0630Mér þykja svo þessir gómsætu döðlukaramellu bitar virkilega sumarlegir og upplagðir í eftirrétt á eftir grilluðu góðgæti. Hægt að gera þá með góðum fyrirvara og geyma í ísskáp eða frysti.

*Gleðilegt sumar kæru vinir*

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s