Mjúk Marmarakaka

min_IMG_2744Ég hef það fyrir óskrifaða reglu hér á heimilinu að baka ekki nema einhvert tilefni sé til baksturs. Það felur í sér von á gestum eða einhverskonar fögnuði, sprell eða spé þar sem fleiri en tveir koma saman. Það gengur nú víst ekki að vera sífellt bakandi. Ef ég “neyðist“ til að baka og fáir eru um afraksturinn reyni ég eftir fremsta megni að koma afrakstrinum út úr húsi til vina eða ættingja sem þurfa þá stundum að bera þá þungu byrði að smakka herlegheitin sem eru þá gjarnan skilin eftir í þeirra húsum. Ég veit bara fátt betra en að dunda mér í eldhúsinu þegar veðrið er ekki upp á sitt besta og ég get staðið í eldhúsinu og eldað eða bakað í rólegheitum. Jafnast á við bestu íhugun eða jógatíma.

min_IMG_2737Ég ætla að deila með ykkur uppskrift að mjög góðri marmaraköku sem er frekar langt síðan ég bakaði en átti alltaf eftir að setja hingað inn því ég var nokkuð ánægð með hana. Kakan er virkilega mjúk og góð með miklu súkkulaðibragði. Mér finnst mjög gott að finna greinilegan mun á hvíta og brúna hlutanum í marmarakökum. Rigningardagar að sumri eru eiginlega alveg upplagðir til baksturs til að færa smá bros á andlit fjölskyldu og vina sem bíða ofurspennt eftir að sólin láti sjá sig.

min_IMG_2742Marmarakaka:

 • 125 grömm mjúkt ósaltað smjör
 • 2 dl hrásykur
 • 2 tsk vanilluextract
 • 3 egg
 • 4 dl fínmalað spelt (eða hveiti, ég nota alltaf lífrænt spelt því mér finnst það betra en hveiti)
 • 2 tsk vínsteinslyftiduft (eða venjulegt lyftiduft)
 • 1/2 tsk salt
 • 1 dós sýrður rjómi (2,5 dl)
 • 3 msk mjólk
 • 1/2 dl hreint kakó + 3 msk heitt vatn

Aðferð:

Hitið ofn í 160 gráður með blæstri. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli ásamt vanilluextractinu. Sigtið saman speltið, saltið og lyftiduftið og bætið því smám saman út í ásamt sýrða rjómanum og mjólkinni. Hrærið þar til þetta er vel samlagað en varist að hræra of lengi. Takið ca. 1/3 af deiginu og færir yfir í aðra skál. Hrærið kakóið saman við heitt vatnið og bætið þessu út í deigið sem þið tókuð frá og blandið vel saman við. Smyrjið langt form og setjið deigið í formið. Fyrst ljóst, svo dökkt og svo aftur ljóst. Um að gera að vera svolítið listrænn þegar kemur að því að setja deigið í formið, þeim mun flottari verður kakan. Dragið svo í gegnum deigið með hníf þannig að það blandist aðeins saman og bakið við 170 gráður í 40-45 mínútur.min_IMG_2750

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Mjúk Marmarakaka

 1. Það rann upp fyrir mér rétt í þessu að í þau ófáu skipti sem ég hef kíkt á síðuna þína, þá hef ég aldrei kommentað á neina færslu og þetta þyrfti ég heldur betur að bæta!
  Frábær síða með hrikalega girnilegum og góðum uppskriftum, ein af mínum uppáhalds 🙂

  Líkar við

 2. Ákvað að skella í þessa í dag. Notaði öll trixin s.s. spelthveiti og vínsteinslyftiduft, Ilmurinn var indæll og bragðið eftir því! Ég átti einn banana sem þurfti að skella til hinstu hvílu og hana fékk hann þrælstappaður í kakóblöndunni. Bara ífnt. Takk fyrir þetta og gangi þér vel með allt!

  Líkar við

  • En frábært frú Jóna! og takk fyrir kveðjuna. Ástæðan fyrir því að ég nota alltaf spelt og vínsteinslyftinginn er nú bara því ég á aldrei neitt annað. Svo finnst það nánast alltaf skila betri kökum og brauði. Það má guð vita að sætabrauðið verður nú ekkert hollara fyrir vikið, því er nú ver og miður.

   Kær kveðja, Helena

   Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s