• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Litríkt afmælis pastasalat með mildri chilli dressingu

september 2, 2013 by helenagunnarsd 4 Comments

min_IMG_3877Ágústmánuður er í miklu uppáhaldi hjá mér. Við Heimir giftum okkur í ágúst fyrir þremur árum, við fluttum í íbúðina okkar í ágúst fyrir fimm árum og svo eigum við mamma báðar afmæli í ágúst með tveggja daga millibili. Í minningunni var alltaf gott veður á afmælisdaginn minn í gamla daga. Jafnvel svo gott veður að í afmælisveislum var vel hægt að fara út í leiki í afmæliskjólnum og spariskóm. Þá var skólinn heldur ekki ennþá byrjaður þann 30. ágúst þegar ég á afmæli og nokkrir dásamlegir sumarfrísdagar ennþá eftir. Ég er handviss um að sumrin hafi verið lengri hérna áður fyrr.. og hlýrri og sólríkari, það bara getur ekki annað verið. Ég tek þó haustinu fagnandi og kann voða vel að meta ilminn af haustlaufunum og svo á litli 4 ára pjakkurinn okkar afmæli eftir nokkrar vikur sem hann minnir okkur á daglega.

Talandi um afmæli þá átti mamma afmæli í síðustu viku. Hún var með smá boð fyrir fjölskylduna og bað um pastasalat á hlaðborðið í afmælisgjöf frá mér. Þeirri bón var sannarlega ekki hægt að neita svo úr varð að ég útbjó handa henni þetta ljúffenga og litríka salat. Hlutföllin í svona salati eru nú ekki heilög og ég týndi í það svona það sem mér þykir best og hugsaði líka um að hafa litina í því sem fjölbreyttasta. Milda chilli dressingin setur algjörlega punktinn yfir i-ið. Mér finnst alveg stórsniðugt að bjóða upp á svona salat í veislum eða bara útbúa dálítið af því og eiga í ísskáp. Upplagt í nesti eða fljótlegan hádegis- eða kvöldmat.

min_IMG_3869Pastasalat (fyrir 8-10):

  • 700 gr. pasta t.d skrúfur og penne
  • 1 lítið brokkolíhöfuð
  • 1 gul paprika
  • 1 græn paprika
  • 1 askja kirsuberjatómatar
  • 5 vorlaukar
  • 1 búnt fersk steinselja
  • 1 bréf pepperoni eða sveita salami
  • 1 stykki Maríbó ostur, skorinn í litla teninga (ca. 350 gr)
  • 1 krukka svartar ólífur
  • 1 krukka sólþurrkaðir tómatar
  • Salt og pipar

min_IMG_3874Aðferð: Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum. Hellið vatninu af og látið pastað kólna alveg og setjið í stóra skál eða ofnskúffu, allavega það stórt ílát að hægt sé að blanda öllu saman með góðu móti. Skerið, brokkolíið, papríkurnar, salami pylsuna og tómatana í frekar litla bita (svipaða á stærð og pastað). Saxið steinseljuna smátt, skerið ostinn í teninga, hellið vatninu af ólífunum en hafið þær heilar, skerið sólþurrkuðu tómatana í strimla og leyfið smá af olíunni að fara út í salatið. Blandið öllu vel saman og hellið að lokum dressingunni yfir salatið og blandið saman við. Skreytið með steinselju og tómatabátum.

min_IMG_3875Dressing:

  • 5 msk majónes
  • 2,5 dl ab mjólk eða hrein jógúrt
  • 2-3 tsk sambal oelek chilli mauk (eftir smekk)
  • 1/4 tsk salt
  • 2 tsk hunang
  • 2 tsk hvítvínsedik

Aðferð: Blandið öllu saman í skál og hrærið vel saman þar til silkimjúkt. Þynnið með smá mjólk ef ykkur finnst sósan of þykk. Smakkið til með salti og pipar. Hægt er að útbúa tvöfalda uppskrift af sósunni og hella helmingnum út á og bera helminginn fram með salatinu. min_IMG_3904

Filed Under: Eldhúsperlur

Previous Post: « Bláberjasósa með vanillu
Next Post: Tómat- karrý kjúklingur »

Reader Interactions

Comments

  1. Lára Emilsd.

    september 2, 2013 at 18:03

    Mmmmm þetta á ég eftir að prófa 🙂

    Takk takk

    Svara
  2. Ingvar Bjarnason

    maí 11, 2014 at 19:57

    Prófaði þetta í kvöld. Afskaplega gott 🙂 Alveg sammála með dressinguna, hún gerir gæfumuninn !

    Svara
    • helenagunnarsd

      maí 13, 2014 at 11:17

      En gaman að vita Ingvar! Já, dressingin setur punktinn yfir i-ið 😉 Takk fyrir innlitið.

      Kær kveðja, Helena

      Svara

Trackbacks

  1. Nokkrar sumarlegar uppskriftir | Eldhúsperlur skrifar:
    apríl 24, 2014 kl. 17:03

    […] Kalt pastasalat er alltaf vinsælt. Fljótgert og svo ljúffengt. Þetta er líka upplagt nesti í lengri eða styttri ferðalög. […]

    Svara

Skildu eftir svar við Nokkrar sumarlegar uppskriftir | Eldhúsperlur Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme