Sígildar Rice Krispies kökur

min_IMG_3940Það er varla haldin veisla eða mannfögnuður – að ég tali nú ekki um barnaafmæli í minni fjölskyldu, öðruvísi en boðið sé upp á hinar sívinsælu, gömlu og góðu Rice Krispies kökur. Það eru nú til ótal útgáfur af þessum dásamlegu molum en mér þykir þessi uppskrift mjög góð. Hún er einföld, passlega klístruð þannig að kökurnar loða vel saman og virkilega bragðgóð. Þetta er uppskrift sem þarf að mínu mati að vera til á öllum heimilum og svo er alveg upplagt að leyfa litlum fingrum að aðstoða við að hræra og setja molana í form með tveimur teskeiðum.

min_IMG_3944Sígildar Rice Krisipies kökur (20-25 stk):

 • 75 gr ósaltað smjör
 • 150 gr suðusúkkulaði
 • 6 msk sýróp
 • 1/4 tsk gott sjávarsalt
 • 5 bollar Rice Krispies

min_IMG_3960Aðferð: Setjið allt í pott nema Rice krispies. Bræðið saman við vægan hita. Takið af hitanum, bætið korninu saman við hrærið vel þannig að súkkulaðiblandan þekji allt kornið vel. Setjið í lítil form og kælið. Þessa uppskrift má líka nota til að gera t.d kökubotn, þá er blandan sett í kökumót eða fat, svo er hægt að þekja hana með banasneiðum, þeyttum rjóma og karamellusósu. min_IMG_3956

Auglýsingar

7 athugasemdir við “Sígildar Rice Krispies kökur

 1. Bakvísun: Kornflex terta með bananarjóma og saltri karamellusósu | Eldhúsperlur

  • Já allt í góðu að frysta kökurnar, kemur bara vel út. Gott að taka þær út a.m.k klukkustund áður en þú ætlar að bera þær fram. Gættu þess bara að hafa þær í plastpoka eða vel lokaðar í frystinum 🙂

   Gangi þér vel!
   Kær kveðja, Helena

   Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s