Ofnbakað kjúklinga Cordon Blue

min_IMG_4064Þessi réttur er í senn afskaplega fljótlegur í undirbúningi en alveg ómótstæðilega góður. Ég veit ekki með ykkur, en ég forðast dálítið að matbúa rétti sem krefjast þess að ég þurfi að “pannera“ hráefnið – semsagt velta því upp úr hveiti, eggi og raspi og síðan steikja upp úr feiti. Þó sundum sé vissuleg gaman að gera svoleiðis fínerí er það almennt ekki eitthvað sem ég kýs að gera þegar maturinn þarf að komast með hraði á borðið. Þessi réttur krefst þess ekki einu sinni af manni að panna sé dregin fram. Ég mæli með að nota góða skinku í fyllinguna og bragðmikinn ost. Uppáhalds harði osturinn minn þessa dagana er Óðalsostur – þykir hann alveg sérstaklega bragðgóður og svo bráðnar hann líka mjög vel. Ísbúi eða Sterkur Gouda gætu sömuleiðis komið sterkir inn. Mér þykja allavega þessir íslensku ostar alveg afbragðsgóðir og finnst alltaf gaman að prófa nýjar tegundir. Og nei þetta er ekki auglýsing – alveg satt, bara lýsing á því sem mér þykir best. Rétturinn er svona ekta matarboðs- eða helgarmatur sem má undirbúa með góðum fyrirvara og skella svo inn í ofn hálftíma áður en borðhald hefst og útkoman, alveg einstaklega gómsæt.

min_IMG_4053Ofnbakað kjúklinga Cordon Blue (fyrir 4):

  • 4 kjúklingabringur
  • 4 góðar skinkusneiðar, t.d niðursneiddur hamborgarhryggur
  • 8 sneiðar af góðum osti, t.d Óðalsosti eða öðrum góðum brauðosti
  • 4 msk dijon sinnep
  • 4 msk góður brauðraspur (ég nota panko)
  • 4 msk rifinn parmesan ostur
  • 1 tsk þurrkuð steinselja
  • 1 tsk ólífuolía
  • Salt og pipar

Aðferð: Byrjið á að skola og þerra kjúklingabringurnar vel. Leggið á skurðarbretti og kljúfið góðan vasa á hverja bringu. Leggið tvær ostsneiðar á hverja skinkusneið og rúllið skinkunni upp. Stingið osta og skinkurúllununum inni í kjúklingabringurnar, einni rúllu í hverja bringu.min_IMG_4039 Kryddið með salti og pipar og leggið í eldfast mót. Smyrjið einni matskeið af dijon sinnepi ofan á hverja bringu. min_IMG_4041Blandið saman brauðraspi, parmesan, steinselju og olíu og stráið jafnt yfir allar bringurnar, ca. 2 msk á hverja bringu. min_IMG_4047Bakið í ofni við 180 gráður í 35 mínútur, það fer þó eftir stærð og þykktinni á kjötinu svo fylgist með því. min_IMG_4050Berið fram með einföldu salati og njótið!min_IMG_4057

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s